Sá kvikmyndina í gær. Margt afar fallegt. Hross, landslag og fólk. Hvítársíða í Borgarfirði, nánar tiltekið Krókurinn, í stóru hlutverki. Mjög kunnuglegt. Margar senur heillandi.
Kveðjuorð: Jónheiður Gunnarsdóttir
Í dag ( 14. september) verður jarðsungin heiðurskonan Jónheiður Gunnarsdóttir í Kirkjulækjarkoti. Hún er síðust þeirra átta „kotara“ til að hverfa á vit feðranna eftir langa lífsgöngu.
Eru eingöngu dvergar í ríkisstjórnum?
Eru eingöngu dvergar í ríkisstjórnum, og ef svo er hvað skyldi valda því? Ekki er hér átt við líkamlega dverga, sei sei nei. Hér er átt við andlega dverga. Það leggst að manni grunur um að eingöngu slíkir sækist eftir setu í ríkisstjórnum. Er það gjarnan mælt með árangri þeirra og verkum sem sjaldnast fylgja yfirlýsingum þeirra og fyrirheitum.
Helvítis öryrkinn þinn
Við fórum í Borgarleikhúsið í gærkvöldi. Áttum gjafakort frá því í fyrra. Sáum Gullregn. Það var troðfullt hús, enda leikritið margumtalað og frægt fyrir frábæran leik og fyndni. Fyndni. Hún náði samt eiginlega aldrei til mín. Þegar salurinn skellihló, og sumir veinuðu meira að segja, þá var það frekar einskonar samúð sem vaknaði í mér.
Hver er ég – og ef svo er, hve margir?
Hinn óviðjafnanlegi snillingur, Oscar Wilde, skildi eftir sig fjölda málshátta eða snjallyrða, hvað sem við kjósum að kalla það. Margt má um Oscar þennan segja og ekki síst um meðferð samtíðarmanna hans á honum og afleiðingar þess. En það er önnur saga.
Fagraskóg og Hvítadal og Katla
Við sátum við Horngluggann í morgun og sötruðum kaffið okkar. Það var um hálf sjö leytið. Og minntumst Baldurs Óskarssonar sem nýlega er fallinn frá og við rifjuðum upp þegar við vorum kornung hjón og ákaflega ástfanginn og lásum Hitabylgju, og í framhaldi töluðum við um andrúmsloftið í samtímanum okkar og sögðum: Manstu? Já, hvort ég man.
Bráðum fáum við að kjósa
Oft hef ég velt því fyrir mér síðan smíðuð var ný stjórnarskrá með öllu því álagi og umstangi sem því fylgdi, hversvegna alþingi gat ekki fagnað henni og samþykkt hana.
Minning: Kristján Reykdal.
Þeir falla frá einn og einn hvítasunnumennirnir, trúarhetjurnar, sem gáfust meistaranum Jesú frá Nasaret á fyrri hluta síðustu aldar. Fólk sem steig heilshugar yfir þröskuldinn til þeirrar tilveru sem frelsarinn nefndi „lífið“. Og gengu með honum upp frá því, lifðu með honum í Orðinu, daglegum lestri þess og bæn og vitnuðu tæpitungulaust eins og meistarinn væri í för með þeim. Og auðvitað var hann í för með þeim.
Akureyri
Mikið er rætt um afmæli Akureyrar. Bærinn klæddur í hátíðarklæði og margskonar skemmtanir settar á dagskrá til að fagna tímamótunum. Það er vel við hæfi. Upp í hugann kemur fyrsta koma mín til bæjarins. Langt er um liðið.
Sighvatur
Þegar ég hafði sett Bónuspokann í bílinn gekk ég af stað í átt að apótekinu. Vantaði mixtúru til að mýkja hálsinn. Ég fór mér hægt. Treini mér gjarnan þau fáu erindi sem bjóðast. Það tengist aldrinum.