Við næsta borð sátu eldri hjón. Þau voru fremur smávaxin og höfðu keypt sér langloku og kaffi og karlinn átti erfitt með að stinga gafflinum í langlokuna því skorpan var svo hörð og mikill skjálfti í höndunum á honum.
Á degi bókarinnar – Þeir brostu í gegnum tárin –
„„Hvers leitið þér, herra minn, í tónlistinni?“
„,Ég leita iðrunar og grátstafa.“
Þá opnaði hann dyrnar upp á gátt og stóð skjálfandi á fætur. Hann tók herra Marais opnum örmum og bað hann að gera svo vel að koma inn. Þeir byrjuðu á því að þegja.“
Lesa áfram„Á degi bókarinnar – Þeir brostu í gegnum tárin –“
Regnið hvíslar að jörðinni
Klukkan liðlega níu í morgun fór ég út úr húsi og hlýr andvari hjalaði við andlitið á mér. Það var afar hljótt og ég heyrði smáa regndropa hvísla við jörðina og þá dró ég andann djúpt og hélt honum niðrí mér.
12 Years a Slave
,,In the antebellum United States, Solomon Northup, a free black man from upstate New York, is abducted and sold into slavery.“
„Hverskonar samfélag viljum við?“
Einn kafli nýrrar bókar Páls Skúlasonar heimspekings, „Ríkið og rökvísi stjórnmála“, ber þessa yfirskrift. Yfirskriftin ein kallar strax á vangveltur. Til dæmis, hvaða við? Hverjir eru þessir við?
Tvær raddir og gítar
Hvar í heimi sem kristnir menn dvöldu um jól og hvert sem örlögin höfðu borið þá, hvort heldur í faðm fjölskyldu, vina, ættmenna eða á hinar dapurlegri brautir, vígvöll, sjúkrahús fangelsi, þá er það vitnisburður langflestra að hjarta þeirra fylltist af viðkvæmni á því augnabliki sem hátíðin hófst.
Ilmur bókanna
Fyrr í þessum mánuði tók fólk upp á því á ,,fésinu“ að hvetja vini til að nefna 10 bækur sem væru þeim kærastar eða hefðu haft mest áhrif á það á lesferli þess. Ég ætlaði að taka þátt í þessu og nefna á hraðbergi þær tíu sem ættu efstan sess í mínum huga. En þetta reyndist ekki einfalt. Og ég guggnaði.
Litföróttur hestur með stjörnu í enninu
Þegar ég kom að blokkinni sem ég bý í, einn daginn í vikunni, upplifði ég afar sérkennilegan atburð. Það hagar þannig til að í blokkinni sem er átta hæða eru tvær lyftur. Önnur er nokkuð stór og í henni flytur fólk húsgögn. Hin er minni og er fremur fyrir fólk. Sem ég kom þarna að var einn íbúi blokkarinnar að reyna að koma hesti inn í stærri lyftuna.
Heimspeki verkamanns
Á síðustu dögum hef ég verið í félagsskap fjölmargra heimspekinga. Og siðfræðinga og guðfræðinga. Á bókum. Lesið um afrakstur lífs þeirra og menntunar. Auðvitað er þekking mín á þeim yfirborðsleg og í molum.
Og þá er svo gott að vera til
Það var um hádegi í dag. Við fórum í lítinn bíltúr hjónin. Áttum smá erindi. Veðrið var svo silkimjúkt. Það bókstaflega andaði yl inn í okkur. Og birtu.