Ich spreche nicht Deutsch

Þegar ég kom út í morgun í þetta yndislega mjúka veður, þokusúld og stafalogn og húsin í grenndinni dulúðug og trén og tækin á leikvellinum, þá andaði ég að mér þessari blessun sem felst í slíkum morgnum og hélt niðri í mér. Og andvarpaði í einskonar aðdáun, eða hvernig ég á að orða það. Flaug í huga minn titill á bók eftir Francoise Sagan, ,,Dáið þér bRahms“? Hefði því getað sagt við næsta mann, ef það hefði verið nokkur næsti maður: ,,Dáið þér svona morgna?“

Lesa áfram„Ich spreche nicht Deutsch“

Réttlátt samfélag

Innkoma Sönnu hefir vakið athygli. Höfnum hennar á þátttöku í meirihluta vekur einnig athygli. Ástæðan sem hún gefur upp snýr að því að þurfa ekki að láta af stefnumálum sínum. Mér líst heldur vel á það. Venjan hefur verið sú að allir sem eiga þess kost að fá völd hafa verið reiðubúnir að láta sál sína og markmið í skiptum fyrir völd. Sorgarsaga VG er klárt dæmi.

Lesa áfram„Réttlátt samfélag“

Hver fer afsíðis einn

Ætlaði að taka Walt Whitman með mér en kom ekki auga á hann. Greip því Ljóðaþýðingar Yngva Jóhannessonar. Hún er þægleg, fer vel í vasa og vel í rúmi. Og þegar ég var lagstur og biðin hafin tók ég bókina og tók að lesa. Það var yndislegt. Þarna er hvert stórmennið á fætur öðru.
,,Gat nokkur lífið tekið réttum tökum?“ Þannig hefst sonnetta eftir Platen.

Lesa áfram„Hver fer afsíðis einn“

,,Co thusa“

Það verða í mönnum ýmsar breytingar með hækkuðum aldri. Ein af þeim snýst um bækur.
Viturlegt er að hafa fá orð um þau mál enda verða þau meira og meira einkamál með hækkuðum aldrei. Kannski má segja að því sé líkt farið og með samneyti við annað fólk. Menn sækja meira í návist þeirra sem hafa líkt áhugasvið, eða smekk, bæði á lífinu og bókum og mönnum og málefnum. Orð Qohelet hinum forna verða æ meira afhjúpandi: ,,Aumasti hégómi. Allt er hégómi.“

Lesa áfram„,,Co thusa““

Og þar með var það útrætt

Í sjónvarpsfréttum í gær var sagt frá því og sýnt hvernig verið er að breyta kvennaskólanum í Varmalandi í Borgarfirði í hótel. Rifjaðist þá upp fyrir mér vorið 1948. Ég var ellefu ára sumarstrákur á Svarfhóli í Stafholtstungum. Þetta var fyrsta sumarið sem ég var fjarri fjölskyldu og vinum. Hafði á sumrum verið í hlýju umhverfi afa og ömmu á Kirkjulæk í Fljótshlíð og móðursystur minnar Ingileifu í Kollabæ í sömu sveit.

Lesa áfram„Og þar með var það útrætt“

My echo, my shadow, and me.

Önnur upprifjun frá afmælisdegi á ferð um Hvítársíðu, 29. september.
Fyrst þegar ég sá hana stóð hún upp við Aga eldavélina í eldhúsinu í gamla bænum á Gilsbakka. Hún var með heklað sjal yfir herðarnar og svuntu framan á sér. Bundið yfir hárið. Hún drakk kaffi úr afbrigðilegum bolla. Af hjartans lyst. Hélt um bollann með báðum höndum og horfði ofan í hann. Mér virtist hún innhverf og fremur þunglyndisleg. Ein af þessum sem ávarpar ekki ókunnuga að fyrra bragði. Hún var liðlega sextug þegar þetta var. Sjálfur var ég fjórtán ára. Sumarstrákur úr Reykjavík.

Lesa áfram„My echo, my shadow, and me.“