Í hvert sinn sem ég heyri og eða sé Bjarna Ben, formann Sjálfstæðisflokksins, tjá sig í fjölmiðlum, fer mér að líka betur og betur við Steingrím Joð. Það er sérkennileg lífsreynsla.
Forsetinn, sáttin og froðan
Margir héldu tæpast vatni þegar forsetinn neitaði að skrifa undir lögin frá Alþingi fyrir skemmstu. Alskyns stunur og andvörp heyrðust frá miklum fjölda manns sem lofaði Guð fyrir þennan dásamlega forseta, kjark hans og það hve samkvæmur sjálfum sér hann er. En er hann samkvæmur sjálfum sér?
Menningarlegt ágæti á nýju ári
Við tókum ekki ákvörðun um að fara í sveitina fyrr en á nýársdagsmorgni. Hefðum betur farið daginn áður vegna hávaða og reykjarmakks. Ókum í fögru veðri áleiðis upp i Borgarfjörð á messutíma. Hvalfjörður eins og spegilgler. Ísing á veginum alla leiðina. Umferð lítil.
Þúsund jólaljós
Fyrir um það bil tuttugu árum íslenskaði ég þennan texta að beiðni Árna Arinbjarnarsonar, sem þá stjórnaði Fíladelfíukórnum í Reykjavík.
Mér finnst gaman að birta hann á jólunum.
Á pósthúsinu
-Sæll og blessaður, kallaði pakkaafgreiðslumaðurinn yfir öxlina á stúlkunni sem afgreiddi mig. Hún fyllti út skýrslu um innihald pakkans sem ég var að pósta til systur minnar í Texas. Ég var einmitt að hrósa stúlkunni fyrir fallega rithönd.
Jesús litli, Styrmir og fjósin og heimspeki
Aldrei hef ég heyrt furðulegra tal um frásögn guðspjallanna af aðdraganda og fæðingu frelsarans en það sem birtist í viðtali í sjónvarpi í vikunni. Viðtalið var við aðalleikarana í leikritinu Jesús litli. Vissulega er mörg umræðan í fjölmiðlum um þessi mál sérkennileg og kjánalegt að vera að undra sig á þeim. Stundum rúma færri orð meiri dýpt en fleiri.
Aflsmunur
Þegar konan hans var búin að lesa forsíðu blaðsins sem hékk uppi við kassann, benti hún á mynd á forsíðunni og spurði manninn sem með henni var: „Er þetta ekki hún Jóna, Jóna hans Bjarna hennar Siggu?“ Maðurinn leit ekki upp. Hann var önnum kafinn við að setja vörur í poka og poka í innkaupakerru.
Farðu með gát gamli maður
Maður vaknar með lag í hausnum. Old man river. Og hugsar til Paul Robeson. Svarta bassasöngvarans. Old man river. Stefnumót við læknasetur er á dagskrá. Há og grönn stúlka og snör í hreyfingum kallar nafnið manns. Í línurit.
Þorgerður Katrín og klyfjarnar
Það er með miklum ólíkindum hvað fólk getur verið seinheppið. Þorgerður Katrín skrifar grein í Morgunblaðið í dag. Þar segir: „…þær klyfjar sem ríkisstjórnin leggur á fólk og fyrirtæki mega ekki verða til þess að fólk kikni undan þeim.“
Færeysk vinsemd og kurteisi
Tvær íslenskar konur á sextugsaldri fóru í helgarferð til kaupmannahafnar nýlega. Markmiðið var að aftengjast daglegum erli og störfum hér heima, skoða í verslanir og hafa huggulegar kvöldstundir.