Þegar við Ásta komum til eyjunnar Patmos, um árið, þá var klaustrið, sem þar er efst uppi á fjalli, lokað annan daginn sem við stöldruðum við, því þá var fótaþvottadagur. Þetta vakti okkur til umhugsunar um mismunandi viðhorf í trúarhreyfingum þar sem stoltið virðist skipa hæsta sessinn víðast hvar þar sem við þekkjum til. Þó hafði meistarinn sagt við lærisveina sína: „Ég hef gefið yður eftirdæmi.“
Stabat Mater eftir Jacopone da Todi
Stundum heyrir maður, eða les, frásögur af fólki sem skar sig úr í samtíð sinni og ávann sér ódauðlegan orðstýr sem lifir allar kynslóðir. Þannig er um ítalska ljóðskáldið Jacopo de Benedetti, sem fæddist í kringum 1230 í Todi á Ítalíu. Hann skildi eftir sig ýmis trúarljóð sem voru bæði sungin og lesin.
Rithöfundar, skáld og ástfóstur
Aftur og aftur upplifi ég þessa umvefjandi hlýju sem skáldin og rithöfundarnir önduðu inn í brjóst mitt þegar ég var ungur maður. Og hugtakið ástfóstur lýsir upp hugarfylgsnið. Mér virðist að þetta sé gagnkvæmt hjá okkur. Mér og höfundunum. Ég ann þeim og þeir mér.
Viltu færa þig væni minn
Samtalið hófst þegar sólin fyllti eldhúsið af skínandi birtu. ,,Ætlar þú að koma í hesthúsið með mér?“ spurði ég. „Já, endilega svaraði hún.“ Við klæddum okkur og gengum saman út í sólskinið.
Portrettmynd ársins
Óvenjuþétt var þokan í morgun. Þegar verst lét settist hún á svalirnar hér á sjöundu og huldi það sem þar er. Á slíkum morgnum sést ekki til annarra húsa. Svona var þetta í bítið í 109 metrum yfir sjávarmáli í Kópavogi.
Sextíu og þrír menn og ekkert gengur
Það vekur undrun að engin umræða fer fram um 38 % þjóðarinnar sem ekki kaus í hinni „miklu“ þjóðaratkvæðagreiðslu. Þrjátíu og átta prósent er stór hluti þjóðarinnar. Hluti sem áreiðanlega hefur skoðun og mundi koma fram og kjósa ef hann teldi eitthvað þýðingarmikið væri um að kjósa.
Akurhæna með hnetum
Sá á fasbókinni að séra Sigurður Árni Thordarson er í biblíugírnum í matargerð. Það er vel við hæfi. Hann sendi Nönnu Rögnvaldardóttur fyrirspurn um eldum á fuglakjöti.
Þroskasaga karla
Fékk eftirfarandi í tölvupósti nýlega:
A group of 40 something guys discuss where they should
meet for dinner. Finally it is agreed that they will
meet at the Black Forest Inn because they have the
prettiest waitresses and low-cut blouses.
Hættið að ljúga, það er númer eitt
Það er í rauninni enginn vegur fyrir venjulegt fólk að mynda sér sannfærandi skoðun á þjóðmálunum á þessum vikum. Framboð af þvælu er svo gjörsamlega glórulaust að viðbrögð óbreyttra verða eins og þegar gengið er á glóðum. Það er gjörsamlega ómögulegt að standa í fæturna.
Þegar Jóhanna Sig talar
Margir hafa látið í ljós mikla ánægju með svör og framkomu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í Kastljósi fyrr í vikunni. Er og nokkuð augljóst að gleðin sú er einkum yfir því hvað Jóhanna, að þeirra dómi, stóð sig með eindæmum illa.