Þessi árin finn ég fyrir feimni þegar við hjónin förum í leikhús. Og í gærkvöldi vottaði einnig fyrir kvíða. Á milli mín og bókarinnar hefur ríkt sérstakt tilfinningasamband sem mótað hefur persónur og atburði með ástúð og virðingu. Um áratugaskeið.
Þá brosti mamman og herbergið fylltist af kærleika
Hún er líklega um þrítugt. Grönn, snyrtilega klædd og fríð. Hún las fyrir unga dóttur sína úr blaði fyrir börn. Báðar voru niðursokknar. Litla stúlkan, líklega fimm ára, hlustaði með athygli og drakk í sig frásöguna.
Lesa áfram„Þá brosti mamman og herbergið fylltist af kærleika“
Þá var hún þakin laufi
Dvöl í sveit yfir liðna helgi. Veðrið og tilveran umvefjandi. Í mörgu tilliti. Nýtt lauf skríðandi fram á öspunum. Grænt, gljáandi, ilmandi lauf. Birkið fer sér hægar. Lerki skartar ungu barri. Næturdögg í bunkum á öllum gróðri.
Spurningar lesandi verkamanns
Hver byggði borgina Þebu með hliðin sjö?
Í bókunum standa nöfn konunga.
Báru kóngarnir sjálfir björgin í grunn hennar?
Í húsi föður míns: Hjónabandslög og fátækt fólk
Það fór ekki framhjá þjóðinni að þjónar í húsi Guðs komu saman til að ræða málefni hússins. Mest bar á umræðum um ný hjónabandslög. Tillögu um þau var vísað til biskups og kenningarnefndar með 56 atkvæðum gegn 53. Það virðist samt styttast í að nýju lögin verði samþykkt.
Þá bráðnaði hann af ást
„Þú ert þá enginn annar en ég sjálfur! Ég sé það, ég get ekki villst á mynd sjálfs mín. Ég brenn af ást til mín, ég kveiki logann og loga sjálfur. Hvað get ég gert? Á ég að láta biðja mig eða biðja sjálfur? Og um hvað á ég þá að biðja? Ég girnist það sem er hluti af mér sjálfum, ofgnótt mín gerir mig að þurfamanni.“
Loks áræddi ég að ávarpa manninn II
Eftir að við höfðum horft hvor á annan um hríð, ég sá ekki merki þess að hann þekkti mig, áræddi ég að ávarpa hann: Heitir þú ekki Óskar? Hann hikaði smávegis. Sagði svo: Jú, það er víst.
Loks áræddi ég að ávarpa manninn
Síðustu þrjár vikur hafa verið mér svo örlátar. Langt umfram aðrar. Er þar fyrst og fremst frábærum félagsskap að þakka. Félagsskap sem meðal annars samanstendur af Jóni, Jóni og einum Jóni til.
Gerpla um garpa og görpur
Það var gaman að sýningunni í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Verulega gaman. Þessi ellefu manna leikhópur sem ber verkið fram á sviðinu er í einu orði bráðsnjall og sýningin bráðskemmtileg með öllum sínum brellum og lipurri sviðsmynd.
Rætur gróðurs – greiða lífinu leið
Það er þægilegt að vakna við þyt vorregns. Sálin bregður við líkt og jörðin sem hneppir frá sér og lyftir andliti mót vætu og yl. Þögul. Þakklát. Rætur gróðurs rétta úr veikburða þráðum og greiða lífinu leið.