Alpahúfa með typpi

Það var í morgun, fyrir hádegi, ég átti erindi fyrir Ástu mína í verslun EJS á Grensásvegi. Það var kalt og ég klæddi mig vel. Setti trefil tvívafinn um hálsinn og alpahúfuna mína góðu á hausinn. Hún hefur dugað mér í ótal ár. Það var hvasst og strengur suður Grensásveginn sem reif í hurðina á bílnum þegar ég opnaði.

Lesa áfram„Alpahúfa með typpi“

Dante og drossíujeppinn

Fór í morgun í nokkrar verslanir til að skoða verð á fáeinum bókum. Á bílastæði við eina búðina bar svo við, þegar ég var að læsa bílnum mínum, sem er ellefu ára gamall Forester, að á hvínandi ferð kom þessi svakalega flotti drossíujeppi, silfurgrár og sanseraður og snarhemlaði svo nálægt mér að ég var rétt rokinn um koll.

Lesa áfram„Dante og drossíujeppinn“

Fötin efla manninn

Það var í Bókasafni Kópavogs um hádegisbil. Ég skilaði bók. Gekk um safnið á eftir og skoðaði í hillur. Kom að mínum ágæta vini Steinbeck, sem ég las af áfergju á árum áður. Þær standa hátt í huga mínum Litli Rauður og Austan Eden. Stóðst ekki mátið og strauk yfir kilina. Bækur sem vekja góðar minningar.

Lesa áfram„Fötin efla manninn“

Fugladansinn

Maður heyrir smellina. Þeir skjótast um. Inn í runna. Upp á þak. Setjast á trjátoppa. Trjágreinar. Sex fugla þrastafjölskylda. Erluhjón með sína fjóira. Þúfutitlingar geysast um loftin. Í flokkum. Leika listir. Þjóta upp. Ofar, ofar. Elta tempó félaganna. Það er allegro og kresendó í tilverunni. Endurtekningar. Fúgur.

Lesa áfram„Fugladansinn“