Það var í gær. Um miðjan dag. Ég átti erindi í banka niður á Smáratorgi. Í bankanum var slangur af fólki að bíða eftir afgreiðslu . Það hafði valið sér þjónustufulltrúa eða gjaldkera á snertifleti apprats sem ég kann ekki að nefna. Og fengið númer. Ég líka. 536.
Alpahúfa með typpi
Það var í morgun, fyrir hádegi, ég átti erindi fyrir Ástu mína í verslun EJS á Grensásvegi. Það var kalt og ég klæddi mig vel. Setti trefil tvívafinn um hálsinn og alpahúfuna mína góðu á hausinn. Hún hefur dugað mér í ótal ár. Það var hvasst og strengur suður Grensásveginn sem reif í hurðina á bílnum þegar ég opnaði.
Dante og drossíujeppinn
Fór í morgun í nokkrar verslanir til að skoða verð á fáeinum bókum. Á bílastæði við eina búðina bar svo við, þegar ég var að læsa bílnum mínum, sem er ellefu ára gamall Forester, að á hvínandi ferð kom þessi svakalega flotti drossíujeppi, silfurgrár og sanseraður og snarhemlaði svo nálægt mér að ég var rétt rokinn um koll.
Ljósið í forstofunni II
Ljósahátíðin Chanukah hefst í dag. Á sama tíma og kristnir menn halda sína aðventu til að undirbúa jólin og minnast fæðingu frelsarans Jesú Krists, halda Gyðingar ljósahátíð sem þeir kalla chanukah, eða hanúka, upp á íslensku.
Þyrnirós í dulitlu dragi
Þetta var síðastliðinn föstudag. Við höfðum áætlað að gróðursetja 21 birkihríslu við afdrepið okkar uppi í Borgarfirði. Áttum þær fráteknar hjá Árna á Þorgautsstöðum. Höfðum gert holur tveim vikum fyrr.
Minning – Guðmundur í Hlöðutúni
Guðmundur Garðar Brynjólfsson
f. 21.október 1919 – d. 11. September 2010
Kynslóðir koma og fara. Kærir einstaklingar kveðja. Heimsmyndin breytist. Söknuður býr um sig þótt brottferðin sé ófrávíkjanleg. Svo taka góðu minningarnar við. Og þakklæti.
Færeyskir fyrirmenn og Biblían
Ætla má að þessir þrír Færeysku stjórnmálamenn sem nú láta að sér kveða og kasta steinum að forsætisráðherra Íslands , telji sig miklar guðshetjur. Þeir veifa Biblíunni og segjast sækja til hennar rök og fyrirmæli um orð og aðgerðir.
Fötin efla manninn
Það var í Bókasafni Kópavogs um hádegisbil. Ég skilaði bók. Gekk um safnið á eftir og skoðaði í hillur. Kom að mínum ágæta vini Steinbeck, sem ég las af áfergju á árum áður. Þær standa hátt í huga mínum Litli Rauður og Austan Eden. Stóðst ekki mátið og strauk yfir kilina. Bækur sem vekja góðar minningar.
Fugladansinn
Maður heyrir smellina. Þeir skjótast um. Inn í runna. Upp á þak. Setjast á trjátoppa. Trjágreinar. Sex fugla þrastafjölskylda. Erluhjón með sína fjóira. Þúfutitlingar geysast um loftin. Í flokkum. Leika listir. Þjóta upp. Ofar, ofar. Elta tempó félaganna. Það er allegro og kresendó í tilverunni. Endurtekningar. Fúgur.
Froða og reykur þingmanna
Með fullkomnum ólíkindum var að hlusta á Bjarna Ben um helgina lýsa því yfir í sjónvarpi að hann myndi engin afskipti hafa af stöðu Guðlaugs Þórs í þingmannaliði Sjálfstæðisflokksins.