Jólabókapælingar

Stundum eru viðhafðar matvælakynningar. Þá koma gestir aðvífandi og kynna sér krásir með því m.a. að smakka á góðgætinu. Þeir velja sér gjarnan, á einnota disk, lítilræði af þessu og smávegis af hinu. Leggja sig fram um að meta bragð og gæði. Það getur verið lærdómsríkt að mæta á svona kynningar. Eftir eina umferð reynir maður svo að mynda sér skoðun á því hvað manni féll best. Fær sér aftur af því og kinkar kolli.

Lesa áfram„Jólabókapælingar“

Föstudagurinn langi – 2011. Úr dagbók eldri borgara.

Þeir voru að mæta á svæðið eldsnemma, smáfuglarnir sem hafa skreytt móana og tilveru okkar undanfarin sumur, þarna á bökkum Hvítár í Borgarfirði þar sem við eigum lítinn kofa byggðan af vanefnum. Við erum svo þakklát að hann er lítill og kreppunni hefur ekki enn tekist að naga hann af okkur. Hvað sem verður. Eldri borgarar eiga ekki marga valkosti með afkomu þessi misserin.

Lesa áfram„Föstudagurinn langi – 2011. Úr dagbók eldri borgara.“

Eyvindur og Halla

Í dag áttum við hjónin erindi vestur á Seltjarnarnes. Vorum boðin í miðdagsveislu hjá kærum vinum. Það er alllöng ferð úr efri byggðum Kópavogs, en við búum þar ofar ,,snjólínu“ eins og einn kunningi okkar komst að orði þegar við fluttum þangað.

Lesa áfram„Eyvindur og Halla“