Í Morgunblaðinu í gær, 12. janúar bls. 14-15, er myndröð af snjómokstri í Reykjavík á síðustu öld. Fyrsta myndin sýnir hvar menn handmoka snjó upp á vörubíla í janúarlok 1952. Undir myndinni segir: 250 manns við snjómokstur í Reykjavík. Náði snjódýptin 48 sentímetrum 1. febrúar. Myndin vakti endurminningar frá þessum tíma.
Jólabókapælingar
Stundum eru viðhafðar matvælakynningar. Þá koma gestir aðvífandi og kynna sér krásir með því m.a. að smakka á góðgætinu. Þeir velja sér gjarnan, á einnota disk, lítilræði af þessu og smávegis af hinu. Leggja sig fram um að meta bragð og gæði. Það getur verið lærdómsríkt að mæta á svona kynningar. Eftir eina umferð reynir maður svo að mynda sér skoðun á því hvað manni féll best. Fær sér aftur af því og kinkar kolli.
„Ástin sem hreyfir stjörnurnar“
Til fróðleiks öðrum og sjálfum mér til ánægju birti ég hér upphafserindi Gleðileiksins guðdómlega eftir Dante. Fyrri þýðingin er eftir Guðmund Böðvarsson, útgefin 1968 af Bókaútgáfu menningarsjóðs. Sú seinni er eftir Erling E. Halldórsson útgefin af Máli og menningu 2010.
Reyfarakaup
Í morgun, snemma eins og flesta morgna, sátum við kornin við horngluggann og sötruðum sjóðheitt kaffið. Svart og sykurlaust. Það var rökkur og við ræddum bækur.
Hvað geri ég þá við atkvæði mitt?
Yfirleitt læt ég flest af því sem heyrist frá stjórnmálamönnum sem vind um eyrun þjóta. Eftir alllanga ævi og nýleg tímamót kann ég betur við hvin vindsins en fnæsið í þingmönnum. Í nýlokinni gönguferð um nágrennið spurði ég sjálfan mig hvað ég geti gert við atkvæði mitt í næstu alþingiskosningum.
Minning: Þóra Gunnarsdóttir, Kirkjulækjarkoti.
Mat fólks á verðmætum lífsins breytist með aldrinum. Hismið, rykið sem samtíðin þyrlar upp hættir að fanga og kjarni í hæverskum einfaldleika sínum stígur hljóðlátur fram. Í huganum rifjast upp myndir af köllurum hrópa erindi sín en innhald þeirra horfið í móðu.
Svartur hundur prestsins
Það er alltaf hátíðlegt fyrir verkamann að fara í leikhús. Hann fer í bað, klæðir sig upp og reynir að vera fínn. Við hjónin sáum leikrit Auðar Övu í gærkvöldi. Það var skemmtilegt. Bráðskemmtilegt.
Jóhann Pálsson, minning
Látinn er á Akureyri kær vinur og kær trúbróðir, öðlingurinn Jóhann Pálsson. Með honum fækkar í rammanum okkar, vinunum sem stigu inn í hann fyrir liðlega fjörutíu árum. Jóhann var fæddur 28.10.1920 dáinn 24. júní 2011. Útför Jóhanns var gerð á Akureyri föstudaginn 1. júlí.
Föstudagurinn langi – 2011. Úr dagbók eldri borgara.
Þeir voru að mæta á svæðið eldsnemma, smáfuglarnir sem hafa skreytt móana og tilveru okkar undanfarin sumur, þarna á bökkum Hvítár í Borgarfirði þar sem við eigum lítinn kofa byggðan af vanefnum. Við erum svo þakklát að hann er lítill og kreppunni hefur ekki enn tekist að naga hann af okkur. Hvað sem verður. Eldri borgarar eiga ekki marga valkosti með afkomu þessi misserin.
Lesa áfram„Föstudagurinn langi – 2011. Úr dagbók eldri borgara.“
Eyvindur og Halla
Í dag áttum við hjónin erindi vestur á Seltjarnarnes. Vorum boðin í miðdagsveislu hjá kærum vinum. Það er alllöng ferð úr efri byggðum Kópavogs, en við búum þar ofar ,,snjólínu“ eins og einn kunningi okkar komst að orði þegar við fluttum þangað.