Fórum í Eldborg í gærkvöldi. Hjónin. Höfum ekki náð okkur á strik fyrr síðan Sinfóníuhljómsveitin flutti úr Háskólabíói. Margt kemur til. Meðal annars dulinn ótti við höllina miklu og nafntoguðu, Hörpu.
Benni danski og Systa á sautján
Það ríkti kátína í salnum. Starfsfólkið, um þrjátíu manns, dustaði af vélum og gekk frá fyrir helgina. Það var föstudagur. Síðasti dagur mánaðarins og útborgun. Þetta var um mánaðamótin júní og júlí.
Það er svo margt á skjön
Liðin helgi var frábrugðin. Á laugardag sátum við fermingarveislu á Selfossi. Vorum snemma í því og ókum um bæinn. Bjuggum þar skamma hríð fyrir margt löngu. Þá voru bæjarmörk við Engjaveg. Mikil breyting hefur orðið þar á. Byggðin komin lengst suður í beitilönd bænda.
Vald verður til þegar við vinnum saman
Innan um mikið magn léttmetis í dagblöðunum má oftast finna áhugaverðar greinar. Í morgun las ég viðtöl við tvær mætar konur. Í Fréttablaðinu við sr. Agnesi Sigurðardóttur, verðandi biskup. Í Fréttatímanum við Salvöru Nordal, forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Báðar fjalla konurnar um málefni sem brenna á fólki þessi misserin.
Glæsikerran á bílastæðinu
Þegar ég kom út úr versluninni þá var kominn þessi líka svakalega flotta drossía við hliðina á mínum bíl. Drossía, fólksbíll svo fallegur og flottur að ég gat ekki á mér setið að leggja hönd ofurvarlega toppinn á honum. Og andvarpaði. Svo hallaði ég mér niður að bílstjóra hurðinni og skoðaði mælaborðið í gegnum rúðuna. Og kramið maður. Þvílík fegurð.
Minnsti expressó sem ég hef séð.
Við fórum til Reykjavíkur í morgun, hjónin. Það hefur staðið til um nokkurt skeið. Erindið var að nýta inneignarnótu í Máli og menningu á Laugavegi. Hef ekki komið þar í tíu ár. Ekki síðan starfsmaður lítillækkaði mig fyrir framan fjölda fólks. Fram að því hafði ég komið þar þúsund sinnum.
Vesalingarnir. Söngleikur í þjóðleikhúsi.
Bókina eignaðist ég ungur. Útgáfu 1951. Hef lesið hana oft. Hún á sér fastan bústað í huga mínum. Þess vegna þurfti ég að setja mig í stellingar til að sjá söngleikinn. Við fórum í gærkvöldi. Hjónin. Til að sjá söngleik. Ekki söguna.
Minning: Ingibjörg Brynjólfsdóttir frá Hlöðutúni
Einstök kona hefur kvatt. Ljós hefur slokknað. Og ylur þess hverfur. Vissulega var hún einstök. Æviganga hennar var fágæt. Vekur margvíslegar hugsanir þegar horft er til baka.
Lesa áfram„Minning: Ingibjörg Brynjólfsdóttir frá Hlöðutúni“
Sjö konur og einn karl.
Þetta var á skrifstofu opinberrar stofnunar. Rýmið var án skilrúma. Sjö konur sátu hver við sitt skrifborð. Tölvuskjár var á öllum skrifborðunum. Fingur léku um lyklaborð. Allar höfðu þær síma í öðru eyranu. Sumar töluðu af ákefð. Símadama svaraði hringingum og deildi á þjónustufulltrúana. Það var kliður í salnum. Tónlist í útvarpi. Þáttur um gömul rokklög.
Afbragð annarra bóka
Það urðu miklir fagnaðarfundir og ást við fyrstu sýn þegar ég eignaðist Íslendingasögurnar. Þá var ég sautján ára. Hafði fengið útborgað fyrir vinnu við uppskipun á eyrinni og fór í Bókaverslun Norðra sem þá var til í Hafnarstræti. Líklega við hliðina á Heitt og kalt. Ekki man ég hvað safnið kostaði en það fékkst með afborgunum, hundrað krónum á mánuði. Þrjátíu og níu bækur.