Vald verður til þegar við vinnum saman

Innan um mikið magn léttmetis í dagblöðunum má oftast finna áhugaverðar greinar. Í morgun las ég viðtöl við tvær mætar konur. Í Fréttablaðinu við sr. Agnesi Sigurðardóttur, verðandi biskup. Í Fréttatímanum við Salvöru Nordal, forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Báðar fjalla konurnar um málefni sem brenna á fólki þessi misserin.

Lesa áfram„Vald verður til þegar við vinnum saman“

Glæsikerran á bílastæðinu

Þegar ég kom út úr versluninni þá var kominn þessi líka svakalega flotta drossía við hliðina á mínum bíl. Drossía, fólksbíll svo fallegur og flottur að ég gat ekki á mér setið að leggja hönd ofurvarlega toppinn á honum. Og andvarpaði. Svo hallaði ég mér niður að bílstjóra hurðinni og skoðaði mælaborðið í gegnum rúðuna. Og kramið maður. Þvílík fegurð.

Lesa áfram„Glæsikerran á bílastæðinu“

Sjö konur og einn karl.

Þetta var á skrifstofu opinberrar stofnunar. Rýmið var án skilrúma. Sjö konur sátu hver við sitt skrifborð. Tölvuskjár var á öllum skrifborðunum. Fingur léku um lyklaborð. Allar höfðu þær síma í öðru eyranu. Sumar töluðu af ákefð. Símadama svaraði hringingum og deildi á þjónustufulltrúana. Það var kliður í salnum. Tónlist í útvarpi. Þáttur um gömul rokklög.

Lesa áfram„Sjö konur og einn karl.“

Afbragð annarra bóka

Það urðu miklir fagnaðarfundir og ást við fyrstu sýn þegar ég eignaðist Íslendingasögurnar. Þá var ég sautján ára. Hafði fengið útborgað fyrir vinnu við uppskipun á eyrinni og fór í Bókaverslun Norðra sem þá var til í Hafnarstræti. Líklega við hliðina á Heitt og kalt. Ekki man ég hvað safnið kostaði en það fékkst með afborgunum, hundrað krónum á mánuði. Þrjátíu og níu bækur.

Lesa áfram„Afbragð annarra bóka“