Tveir menn ferðast í lest

Tveir menn sátu saman í járnbrautarlest í Frakklandi. Eldri farþeginn hafði Biblíuna sína opna og las frásöguna af brauðunum fimm og fiskunum tveim. Yngri maðurinn spurði þann eldri, forvitinn: „Fyrirgefðu herra, leyfist mér að spyrja hvort þú trúir þessari sögu, eða ertu bara að lesa hana?“ „Ég trúi henni,“ svaraði sá eldri, „gerir þú það ekki?“

Lesa áfram„Tveir menn ferðast í lest“

París er stöðug veisla, seinni hluti

Ógleymanlegar eru þær tilfinningar sem við upplifðum þegar við fórum um miðborgina. Við Ásta höfum komið tvisvar til Parísar. Nutum þess af ákaflega í bæði skiptin. Ráfuðum um brýrnar, litum inn í veitingastaði fræga af bókum, upplifðum matseðla á vinstri bakkanum með nefinu, skoðaðar kirkjur, Eiffel og Sigurbogann og hvað það nú allt heitir. Og listasöfnin. Það er stöðug veisla. Stöðug veisla með krás.

Lesa áfram„París er stöðug veisla, seinni hluti“

Píslir í þágu Mammons

Blöðin í morgun og undanfarna daga hafa eytt talsverðu rými undir efni um Gibson kvikmyndina Píslarsögu Krists. Í ljós kemur að margir voru kallaðir saman til að vera viðstaddir forsýningu á myndinni. Væntanlega hefur þeim verið boðið í þeirri von að mikil umræða hæfist og í framhaldi af henni mikil aðsókn sem tryggði góðan hagnað. Þá er og ljóst að viðbrögð og skoðun þeirra er myndina sáu eru afar mismunandi. Að vonum.

Lesa áfram„Píslir í þágu Mammons“

Blessuð bókin

Við mættum á fyrirlestur í Hallgrímskirkju í morgun klukkan tíu. Við Ásta. Það er dagur Biblíunnar. Ritningin hefur haft svo mikla þýðingu í lífi okkar í fjörutíu ár. Blessuð bókin. Það var samt nokkuð merkilegt hvernig hún vakti mig fyrst. Það var með orði úr prédikaranum: „Allt er hégómi. Aumasti hégómi. Og eftirsókn eftir vindi.” Og þannig hafði skoðun mín verið og nú fannst mér vit í Biblíunni og hún verð lesningar.

Lesa áfram„Blessuð bókin“

Þá var nótt

Íslendingar tala oft um skammdegi, dimmuna á haustin og langar vetrarnætur. Síðan um hækkandi sól og lengingu dags um „hænufet á dag”. Þeir verða harla glaðlegir þegar birtan ræður lengri tíma sólarhringsins. Og víst er það allt saman gott og blessað. Skáldið Stefán frá Hvítadal orti um vorkomuna: „Nú finn ég vorsins heiði í hjarta. / Horfin, dáin nóttin svarta. / Ótal drauma blíða, bjarta / barstu, vorsól, inn til mín. / Það er engin þörf að kvarta, / þegar blessuð sólin skín.“

En á öðrum sviðum mannlegs lífs, þess hins andlega, fer ljós og myrkur ekki endilega eftir dagatali. Margir einstaklingar, menn af báðum kynjum, búa við myrkur í hjarta og sinni þótt sólin skíni í heiði. Fregnir berast á þessum vikum um váleg örlög fólks sem nóttin yfirbugaði og máttur myrkursins tók yfir. Máttur sem hefði ekki þurft að fá frjálsar hendur.

„En þetta er yðar tími og máttur myrkranna,” sagði meistarinn frá Nasaret, þegar valdsmennirnir komu til að taka hann fastan. Hann talaði um máttinn í myrkrinu, máttinn sem hataði ljósið. Aftur og aftur kemur fram í upplýsingu hans að svið sálarlífsins eru í grundvallaratriðum tvö, ljós og myrkur. „Og myrkrið tók ekki á móti ljósinu.” Það eru hræðileg örlög, hvers sem þau hlýtur, þegar máttur myrkursins tekur yfir stjórn hugans og knýr fram vilja sinn.

„Þá var nótt,” segir ritningin í frásögunni af Júdasi, en myrkrið í huga hans hafði tekið völdin af honum. Myrkrið í huga hans. Það er nefnilega merkilegt fyrirbæri þessi HUGUR. Allt veltur á því hvað í hann er sett. Menn eiga þar val.

Stofninn og hríslurnar

Las litla ánægjulega frétt í dagblaði nýlega. Þar var sagt frá því þegar kynntar voru tvær nýútkomnar bækur Hins íslenska bókmenntafélags. Bækurnar eru Kristin siðfræði í sögu og samtíð og er höfundur hennar dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Hin bókin heitir Um ánauð viljans og er eftir Martein Lúter, þýdd af Jóni Árna Jónssyni og Gottskálki Þór Jenssyni, en hann og fyrrnefndur dr. Sigurjón Árni skrifa báðir inngang að þeirri bók.

Lesa áfram„Stofninn og hríslurnar“

Reyndu aftur

Lítil stúlka sýndi mikla færni á skautum. Hún var spurð að því hvernig hún hefði lært að skauta svona vel. Svar hennar var stutt og laggott: „Einfaldlega með því að rísa á fætur í hvert sinn sem ég datt.” Það býr lífsviska í svari stúlkunnar. Framför manna byggist á því að reyna aftur í hvert sinn sem þeim mistekst. Þannig lærðu menn að ganga í bernsku og þannig er með flest sem þeir taka sér fyrir hendur.

Lesa áfram„Reyndu aftur“

Óratóría II – Talíta kúmí

Fyrir þrem árum var stofnuð lítil nefnd á vegum Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Viðfangsefni hennar var að koma með tillögur til úrlausnar á vanda útigangsmanna í borginni. Fyrir nefndinni fór ung kona, félagsráðgjafi, í borgarhlutaskrifstofunni í Mjódd. Sendi hún öðrum nefndarmönnum tölvupóst þar sem hún boðaði til fundar á skrifstofu sinni.

Lesa áfram„Óratóría II – Talíta kúmí“

Þytur af þýðum blæ

Það var veruleg stórhátíðarstund, síðastliðinn föstudag, hjá okkur Ástu þegar við fórum í Hallgrímskirkju og hlýddum á Óratóríuna Elía, eftir Mendelssohn. Þarna sungu fjórir einsöngvarar, sópran, alt, tenór og bassi og Módettukór Hallgrímskirkju og Sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Hörður Áskelsson stjórnaði. Verkið er samið við Biblíutextana sem fjalla um spámanninn Elía og var flutningurinn aldeilis stórkostlegur.

Lesa áfram„Þytur af þýðum blæ“

Mundu steinarnir tala?

Í rauninni ætti ég að reisa Guði altari á dögum eins og þessum. Og kannski má hugsa sér að pistillinn sé það altari. Þau voru ekki öll úr harðviði altörin í gegnum tíðina, þessi sem menn hlóðu úr nærtæku efni, hvar sem þeir voru staddir, til þess að úthella hjarta sínu og lofa Drottinn eða rífa klæði sín og barma sér og harma. Mér fer líkt og Davíð ben Ísaí sem orti: „Hver er sem Drottinn Guð vor?” (Sálmur 113)

Lesa áfram„Mundu steinarnir tala?“