Útför frá Selfosskirkju

Margt fer um hugann. Minningar og atvik. Þrjár konur tóku á móti okkur þegar við fluttum að Selfossi fyrir þrjátíu og átta árum. Hólmfríður Hanna Magnúsdóttir, Doris Nyberg og Anna Marie Kyvik. Þær voru hvítasunnukonur. Með hárið sett upp í hnút. Ákveðið var að reyna að efla sunnudagaskólann sem þær höfðu haldið úti um árabil. Á Austurvegi 40 b. Húsi hvítasunnumanna. Vorum þar í tvö ár.

Lesa áfram„Útför frá Selfosskirkju“

Lóðrétt eða lárétt 2

Morgunþáttur Ævars Kjartanssonar í morgun, Lóðrétt eða lárétt, var ákaflega ánægjulegur. Spurningar stjórnandans virtust byggðar á nokkurri þekkingu og greinilegum áhuga á efninu. Þá voru svör viðmælandans byggð á traustum grunni, mikilli þekkingu og rannsóknum á textum Gamla testamentisins, efninu sem fjallað var um. Það er ekki oft sem mönnum tekst svo vel að fjalla um leyndardóma Heilagrar ritningar í útvarpi að unun er á að hlusta. Það kemur þó fyrir.

Lesa áfram„Lóðrétt eða lárétt 2“

Er latína hlutlaus

Við fórum í messu í morgun, Taizé messu í Árbæjarkirkju og sungum með. Gunnbjörg leiddi sönginn ásamt kór og orgeli. Það er gott að syngja Taizé kóra. Adoramus te Domine, Kyrie eleison, Maranatha! Alleluja! Salvador mundi, Sanctus og lengi má telja. Presturinn hélt smá kynningartölu um Taizé fyrrbærið og vaxandi vinsældir og útbreiðslu þess. Í kirkjusöngbókinni eru versin bæði á latínu og íslensku. Um það sagði presturinn m.a:

Lesa áfram„Er latína hlutlaus“

Hvar er ástvin hjarta míns?

Matteusarpassía. Í öðru lagi er hún stórkostleg og sígild tónsmíð sem einstakur yfirburðamaður samdi. Í þriðja lagi er hún ódauðlegur texti sem hefur verið felldur að tónverkinu. Í fjórða lagi hljóðfæraleikur og í fimmta lagi söngur. Tveir kórar, drengjakór, tvær hljómsveitir og sjö einsöngvarar sáu um flutninginn. Og Hörður Áskelsson stjórnaði.

Lesa áfram„Hvar er ástvin hjarta míns?“

Is Ra El

Nokkrar hugleiðingar leikmanns í framhaldi af pistli um Jakobsglímuna og efni tveggja fræðigreina um hana í tímaritinu Glímunni. Reiknað er með að allir kannist við frásöguna af glímu Jakobs, en þar segir frá því þegar Jakob hlaut nýtt nafn á bökkum Jabbok. Ótal spurningar, sem Biblían ekki svarar, vakna. Spurningar um innvígða meistara og launhelgar sem geymdu leyndardóma himinsins og huldu þá fyrir almenningi.

Lesa áfram„Is Ra El“

Jakobsglíman

Fyrir þá sem áhuga hafa á efni Biblíunnar, það er Heilagrar ritningar, leyfi ég mér að vekja athygli á tveim frábærum greinum um Jakobsglímuna í öðru hefti Glímunnar, tímariti um guðfræði og samfélag. Sú fyrri er eftir dr. Kristinn Ólason, hin síðari eftir dr. Sigurjón Árna Eyjólfsson. Las ég þær báðar mér til mikillar ánægju. Grein Kristins beinist að merkingu og markmiði biblíutextans og bókmenntafræðilegrar rannsóknar á honum. Grein Sigurjóns fjallar aftur á móti um skýringar Marteins Lúthers á frásögunni um Jakobsglímuna.

Lesa áfram„Jakobsglíman“

Að gráta hefir sinn tíma

Þeir komu inn í bekkinn, fjórir saman, klæddir svörtu og settust. Sá fyrsti við hliðina á mér, hinir utar. Þetta voru ungir menn á líkum aldri og sá látni. Hann var nýorðinn átján ára. Kirkjan var þéttsetin. Athöfnin hófst með forspili, orgel og fiðla: Yesterday. Presturinn fór með bæn. Kórinn söng Hærra minn Guð til þín. Pilturinn við hliðina á mér tók að þurrka tár.

Lesa áfram„Að gráta hefir sinn tíma“

Biblían og fordómar

Skilmerkileg grein með þessu nafni birtist í Lesbók Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag. Höfundur hennar er Jón Axel Harðarson dósent í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Greinin er full af góðum fróðleik og undir grundvallarskoðun mannsins, sem hann setur fram í niðurlagi greinarinnar, tek ég af heilum hug. Þar segir m.a.: „Þýðendum Biblíunnar ber að gæta hlutleysis. Þeirra verk er að túlka ritninguna eins rétt og kostur er, óháð ýmsum fordómum hverju sinni. Þýðingin verður að vera trú frumtexta sínum, …“

Lesa áfram„Biblían og fordómar“

Sætsúpa í allan mat

Það mátti lesa í dagblaði nýlega örstutt viðtal um hvítasunnuna við mann nokkurn sem titlaður var sérfræðingur í málefnum hennar. Kom fram sú skoðun mannsins að helst kysi hann að allir dagar ársins væru hvítasunnudagar. Yfirlýsingar sem þessi minna á orð smábarnsins sem lét þá ósk í ljós um jólin, þegar það hámaði í sig sælgæti, að gaman væri ef alltaf væru jól.

Lesa áfram„Sætsúpa í allan mat“

Hvað er hjólið gamalt?

Fréttin birtist í Mogganum í morgun. Manneskjan sem setti hana fram var sigri hrósandi. Niðurstaða var fengin. Eftir rannsóknir og mælingar á nýjan kvarða hefur verið sannað að hjól snýst. Til sögunnar eru nefndir landskunnir vísindamenn og geðlæknar. Þeir hafa kannað nýtingu fólks á hjólinu og komist að þeirri niðurstöðu að það snýst hjá þeim sem líta á það sem hagnýtt fyrirbrigði. Að sjálfsögðu hafa þeir ekki prófað hjólið sjálfir.

Lesa áfram„Hvað er hjólið gamalt?“