Sjö föstudagar í viku I

Um þessar mundir eru allir dagar föstudagar. Það er að segja, þeir snúast um föstur. Þá leitast þeir sem trúa á Jesúm frá Nasaret, við að opna huga sinn og nálgast orð ritninganna um markmið föstudagsins langa. Og hver sem það prófar mun ósjálfrátt ganga hljóðlegar um í dagsins önn og finna sér hljóðláta stund. Hann mun fara afsíðis, draga skó af fótum og krjúpa. Og andvarpa. Því að hver sá sem þáði mola af brauði þess dags hlýtur að upplifa lotningu og einlægt þakklæti.

Lesa áfram„Sjö föstudagar í viku I“

Margt býr í þoku dagsins

Það fer ekki hjá því að mönnum, fólki, finnist komið vor í loftið. Hún er svo undraverð mildin í veðrinu. Í góulok. Og næstum er eins og vonin um betri tíð og blóm í haga heyri ímynduð hljóð mófugla seigja bí og langdregið dirrindí, þegar horft er út í þokuna sem liggur yfir. Þetta kom upp í hugann í morgun við Horngluggann sem og tvær línur úr bókinni Syndirnar sjö:
– Uuno, ertu hrifinn af smáfulgum?
– Það fer eftir sósunni.

Lesa áfram„Margt býr í þoku dagsins“

Það sem múslímir virðast ekki skilja

Flokkur manna kom til að handtaka Krist. Þeir sem gættu hans hæddu hann og börðu og svívirtu. Skarinn ákærði hann. Æðstu prestar og fræðimenn ákærðu hann. Heródes óvirti hann og spottaði. Æðstu prestarnir, höfðingjarnir og fólkið æptu: „Burt með hann, […] krossfestu, krossfestu hann.“ Hermennirnir hæddu hann, báru honum edik að drekka, settu þyrnikórónu á höfuð honum, hræktu á hann og slógu hann í höfuðið með reyrsprota og negldu hann upp á kross til aftöku.

Lesa áfram„Það sem múslímir virðast ekki skilja“

Nýjar sólir og gamlar

Nú tekur þjóðin að afjóla sig. Svo er og í okkar hýbýlum. Ásta líður um húsið og safnar skrautinu saman og flokkar það. Hver flokkur á sinn kassa og hver kassi sinn geymslustað. Hún vandar starfið. Ég get vitnað um það. Hún hefir annast um að skreyta húsið okkar yfir fjörutíu og sjö fæðingarhátíðir frelsarans. Og með því glatt okkur börnin sín. Það brást aldrei. Þetta er samt dálítið öðruvísi þessi árin. Það hefur fækkað í húsinu.

Lesa áfram„Nýjar sólir og gamlar“

Ókeypis

Jólin hafa annan blæ þegar náinn ættingi liggur á líkbörunum. Hugurinn leitar til hans aftur og aftur sem og samræðan. Ásta syrgir bróður sinn og rifjar upp atvik æsku þeirra, þau góðu og þau eftirminnilegu. Ættingjar hittast og minnast þess látna. Einnig í símtölum. Og smám saman fær andlátið á sig raunveruleikablæ. Þannig er lífið. Það heldur áfram.

Lesa áfram„Ókeypis“

Háheilagir dagar II

Í framhaldi af pistli 10. desember síðastliðinn. Sjá hér. Á Þorláksmessudag fór Ásta ævinlega upp í Hlaðgerðarkot og undirbjó hýbýlin fyrir jólahátíðina. Þá var jólatré skreytt og ljósum og öðru skrauti komið fyrir. Vistmenn og starfsmenn urðu glaðir í sinni, gengu í lið með Ástu og allir, sem ekki voru veikir, lögðust á eitt til að gera sem best úr hlutunum. Farið var í öll herbergi, setustofu og matsal og komið fyrir skrauti, dúkum og öðru hóflegu skrauti sem minnti á hátíðina.

Lesa áfram„Háheilagir dagar II“

Engjafang

Stundum heyrir maður af íslenskum orðum sem aldrei áður höfðu náð til manns. Sum þeirra búa yfir svo miklum þokka að maður margendurtekur þau fyrir munni sér og hlustar á ytri og innri hljóm þeirra. Þannig urðu viðbrögð mín við orðinu engjafang sem fyrir fáum dögum náði hlustum mínum í fyrsta sinn. Engjafang.

Lesa áfram„Engjafang“

Háheilagir dagar I

Sál mín og hugur verða gjarnan andlegri á vikunum fyrir jól. Rek ég það til þeirra ára þegar við Ásta veittum Samhjálp hvítasunnumanna forstöðu. Þá helguðum við tilveru okkar skjólstæðingum stofnunarinnar af enn meira afli en á öðrum tímum, nema kannski páskum, sem við ávallt höfum litið sem helgustu hátíð kristninnar. En komum aftur að vikunum fyrir jól.

Lesa áfram„Háheilagir dagar I“

Að biðjast fyrir á gatnamótum

Aftur og aftur upplifi ég það hvað fólk les ritningarnar á mismunandi vegu. Þetta varð mér ljóst strax á fyrstu árum mínum í samfélagi við orð Guðs en það samfélag hefir nú varað í liðlega fjörutíu ár. Það var eins og orðin kæmu til mín á annan veg en margra annarra eða skilningur minn tæki við þeim á annan veg en þeirra. Manna sem þó höfðu helgað sig þeim og létu margir hverjir til sín taka opinberlega á því sviði.

Lesa áfram„Að biðjast fyrir á gatnamótum“

Utangarðsmaðurinn

Það var svo fátt vitað um orsök þessara hluta á árum áður. Lærdómsmenn, spekingar og læknar, deildu um aðferðir og stjórnvöld vildu helst hafa menn eins og þá um borð í skipum sem höfðu það eina takmark að koma aldrei að landi. Svo að þeir og aðrir borgarar þyrftu ekki að sjá þá. Og gætu gleymt þeim. Þessi skip komu því bara að landi þegar sækja þurfti kost. Hann var svo auðvitað eins rýr og fátæklegur og hægt var.

Lesa áfram„Utangarðsmaðurinn“