Forgarður helvítis

Fyrir skömmu bárust af því fregnir að kaþólskir hefðu ákveðið að leggja af svokallaðan forgarð helvítis, öðru nafni limbó, stað þar sem óskírð börn og þeir sem ekki hlutu blessun Krists í lifandi lífi, lentu. Það sem vekur athygli er að forgarður helvítis er staður sem menn fundu upp og ákvörðunin um að leggja það niður er því ákvörðun manna um að breyta ákvörðun annarra manna.

Lesa áfram„Forgarður helvítis“

Jacopone da Todi

Stundum heyrir maður, eða les, frásögur af fólki sem skar sig úr í samtíð sinni og ávann sér ódauðlegan orðstýr sem lifir allar kynslóðir. Þannig er um ítalska ljóðskáldið Jacopo de Benedetti, sem fæddist í kringum 1230 í Todi á Ítalíu. Hann skildi eftir sig ýmis trúarljóð sem voru bæði sungin og lesin.

Lesa áfram„Jacopone da Todi“

Minnisverður maður

Það var fyrir liðlega þrjátíu árum. Ég var þá framkvæmdastjóri Bókaforlags Fíladelfíu um hríð. Forlagið hafði aðstöðu í Fíladelfíukirkjunni í Hátúni 2 í Reykjavík. Var vinnustaður minn þar. Kirkjan, og ekki síður skrifstofurnar, voru einskonar miðja hvítasunnuhreyfingarinnar á landinu og þar komu margir við. Voru það jafnt Reykvíkingar sem og safnaðarfólk utan af landi.

Lesa áfram„Minnisverður maður“

Við kynntumst á hnjánum

Var við útför vinar í dag. Frá Bústaðakirkju. Séra Pálmi Matthíasson jarðsöng. Það var fjölmenni. Margir þurftu að standa, bæði við veggi og í fordyri. Það kom á óvart. Í mínum huga var vinurinn innhverfur einstaklingur. Maður fárra orða. Hógvær og lítillátur. Við kynntumst á hnjánum. Það er yfirleitt öðruvísi fólk sem ég kynntist á hnjánum. Krjúpandi í bæn til frelsarans: „Jesús. Jesús Kristur. Ég er hjálpar þurfi. Æ, viltu hjálpa mér.“

Lesa áfram„Við kynntumst á hnjánum“

Þúsund jólaljós

Einu sinni, fyrir allmörgum árum, bað Árni Arinbjarnarson, sem þá stjórnaði Fíladelfíukórnum í Reykjavík, mig um að þýða textann við norska sálminn, Nu tändas tusin juleljus. Ósk hans gladdi mig og varð ég fúslega við henni. Var sálmurinn sunginn á jólum í Fíladelfíukirkjunni á þeim árum sem Árni stjórnaði kórnum. Nú birti ég textann hér um leið og ég óska öllum gestum heimasíðu minnar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þakklæti fyrir ánægjulegar heimsóknir.

Lesa áfram„Þúsund jólaljós“

Rauðir úlfar

Fyrst þegar ég heyrði frá því sagt að kona nokkur, sem ég kannaðist við, þjáðist af „rauðum úlfum“, þá hváði ég við og brosti með sjálfum mér. Einu kynni mín af rauðum úlfum voru frá því í bernsku, þegar mér, tíu eða ellefu ára gömlum, var gefin nýlega útgefin bók eftir Rudyard Kipling, Dýrheimar sögur úr frumskógum Indlands. Ein sagan í henni fjallar einmitt um rauða úlfa og drenginn Mowgli sem ólst upp með þeim.

Lesa áfram„Rauðir úlfar“

Mikil hræsni

Í Fréttablaðinu í morgun birtist lítill pistill undir heitinu Mikil hræsni. Efni greinarinnar er sprottið af umræðunni um kröfuna um líflátsdóm yfir Saddam Hussein. Blaðið leitar eftir skoðun eins þeirra afbrigðilegu einstaklinga sem að telja sér trú um að þeir séu Guði þóknanlegri en aðrir menn og orð þeirra og viðhorf þess vegna því sem næst opinberun beint frá Guði komin.

Lesa áfram„Mikil hræsni“