Lífið og ljósið

Við sátum saman fjögur. Ræddum ýmis mál. Dægurmál, dægurþras, og guðfræði, bókmenntir og trúmál en þessi eru sameiginleg áhugamál okkar. Í umræðu um þau fara samtölin á flug. Þá er gaman. Einnig ræddum við dálítið um mat. Þetta var í gærkvöldi hérna heima hjá okkur Ástu.

Lesa áfram„Lífið og ljósið“

Tilbúnir þegar þú vilt

Þessi aðventudagur hefur nú þegar glatt mig heil býsn. Eins og fjölmörg undarfarin ár, á jólaföstunni, hef ég tekið frá tíma á hverjum degi til þess að lesa fræðibækur um trú og visku. Og það er segin saga að höfundar þeirra, hugsun og textar, lyfta mér upp og gleðja sálartetrið mitt, „lúð og þjáð.“

Lesa áfram„Tilbúnir þegar þú vilt“

Má spyrja þig að nafni?

Tveir menn sátu saman í járnbrautarlest í Frakklandi. Eldri farþeginn hafði Biblíuna sína opna og las frásöguna af brauðunum fimm og fiskunum tveim. Yngri maðurinn spurði þann eldri, forvitinn: „Fyrirgefðu herra, leyfist mér að spyrja hvort þú trúir þessari sögu, eða ertu bara að lesa hana?“ „Ég trúi henni,“ svaraði sá eldri, „gerir þú það ekki?“

Lesa áfram„Má spyrja þig að nafni?“

Biblíuþýðingin og þrasið

Það fer ekki framhjá neinum á þessum dögum að menn bregðast á ýmsa vegu við nýju biblíuþýðingunni. Er það væntanlega fastur liður í hvert sinn sem ný þýðing hennar kemur fram. Margt af því sem neikvætt er sagt um biblíuþýðinguna virðist fremur af rótum stærilætis en ígrundun og hógværðar, sem ætti þó að vera aðal allrar umræðu um þessa háheilögu texta.

Lesa áfram„Biblíuþýðingin og þrasið“

Biblían er blessuð bók

Sjaldan hef ég séð fallegri bók og betur unna. Augljóst er að útgefandinn hefur lagt metnað í að gera hana sem best úr garði. Það er mjög ánægjulegt að meðhöndla hana og lesa. Hún er viðmótshlý og elskuleg. Allt við útlit og smekkvísi er til fyrirmyndar. JPV útgáfa á hrós og heiður skilin fyrir framúrskarandi vandvirkni.

Lesa áfram„Biblían er blessuð bók“

Hverju svaraði presturinn?

A var karlmaður frá móðurkviði. Kominn að tvítugu giftist hann og eignaðist tvö dásamleg börn með eiginkonu sinni. Tíu árum síðar kom hann fram og sagðist ekki geta leikið karlmann lengur, hann væri einfaldlega kona í líkama karls. Og hann skildi við eiginkonu sína. Svo fór hann í kynskiptaaðgerð og gerðist kona með öllu.

Lesa áfram„Hverju svaraði presturinn?“