Davíð, sálmaskáld Biblíunnar, mátti sjá tímana tvenna. Já og þrenna, ef ekki miklu fleirri. Vegferð hans lá upp á við og niður á við, til skiptis, eins og gengur hjá flestu fólki. Stundum var hann í hávegum hafður, í önnur skipti hundeltur. Þá átti hann sín siðaumvöndurnartímabil og einnig syndafalla. Og í slíkum umhleypingum andans skiptast á tímar stórlætis, drambs og sjálfsánægju á móti tímum iðrunar og auðmýktar. En þannig er nú einu sinni líf mannanna.
Munkarnir þrír
Einsetumennirnir þrír er lítil frásaga eftir rússneska rithöfundinn Leo Tolstoy. Hún fjallar um þrjá einfalda munka sem bjuggu á afskekktri eyju. Eftir því sem höfundur sögunnar segir, gerðust stundum kraftaverk á bænastundum munkanna. Ein aðalbæn þeirra var svona: „Við erum þrír, þú ert þrír, miskunna þú oss.”
Hið góða sjálft
[01/01/03 — 14:31]
Vinakveðja. Vina-nýárskveðja. „Þér eruð vinir mínir,” sagði Kristur við lærisveina sína. Ég man hvernig setningin verkaði á mig þegar ég las hana fyrst. Hún var fjarlæg. Ópersónuleg. Svo varð einhver þróun. Kristur kom nær. Varð persónulegur. Og orð hans einnig. „Þér eruð vinir mínir,” breyttist í „þú líka, ert vinur minn.” Þessi þróun sem varð, gjörbreytti lífi mínu.