Það er ekki algengt nú til dags að heyra fólk tala um Krist og þjáningar hans. Flest allir eru uppteknir af sínum eigin málum, hvort sem þau eru mikilvæg eða ekki. Svo virðist sem trú og kristindómur sé nútímafólki ekki hátt í sinni utan þessi árlega bylgja af fermingum sem minnir á eitthvað allt annað en Krist og píslargöngu hans. Hér á landi virðist sem peningar eigi að túlka alla hluti, veraldlega og andlega.
Hjálpa vantrú minni
Það er ekki einfalt fyrir fólk að fylgja hugsun og orðum Krists. Að jafnaði fellur það ævinlega í þá gröf að taka sjálft sig fram fyrir hann jafnvel þótt það hafi orð hans á vörunum daginn út og daginn inn. Það er nefnilega mikill vandi og krefst hugsunar og sjálfsafneitunar að taka orð Guðs fram fyrir sjálfsdýrkun og sjálfsaðdáun.
Að tala þannig
Menn skiptust í flokka um skoðun á Kristi. Þannig er það einnig í dag. Menn greinir á. Það er ekki nóg með að flokkarnir skiptist í þá sem trúa og hina sem ekki trúa. Sei, sei, nei. Það er líka mikill fjöldi af mismunandi flokkum sem trúa. Og svo deila þeir um kenningar. Það er annars ákaflega merkilegt að velta þessu fyrir sér. Þó ekki af svo miklum ákafa að maður hætti að sjá Krist, þar sem hann í hógværð sinni fylgir heilögum anda sem leitar þeirra sem vilja með hann hafa.
Prestlegur tölvupóstur
Um síðustu helgi varð nokkurt uppnám vegna útvarpsræðu prests Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík. Kom þar fram að formaður prestafélags þjóðkirkjunnar hafði hvatt kollega sína í stéttinni, með tölvupósti, til að hvetja fermingarbörn og aðstandendur þeirra sem ekki væru þegar skráð í þjóðkirkjuna, til að skrá sig þar og yfirgefa þar með það samfélag sem þau tilheyrðu.
Öskudagur 1
Það er við hæfi að tala um iðrun í upphafi sjöviknaföstu. Öskudagur er einmitt fyrsti dagur föstunnar og tilkominn til þess að fá fólk til að skerpa á trú sinni, rifja upp píslargöngu Krists og þau andlegu verðmæti sem felast í atburðunum á Golgata.
Þakklætið í hjarta mínu
Stundum er eins og öll tilvera manns fyllist af þakklæti. Það er góð tilfinning. Og hún flæðir. Á slíkum stundum beinist hugsunin til Guðs sem ofar öllu miðlar af gæsku sinni til hárra og lágra. Ekki veit ég um neitt sem gefur meiri lífsfyllingu en trú á Guð. Aftur og aftur fyllist hjartað af þakklæti yfir því að hann skyldi halda út í samskiptunum við mig.
Smiðirnir og húsið
Mér er Silvía minnisstæð. Hún átti stundum svolítið bágt í sálinni en var ágæt á milli. Þær andlegustu í söfnuðinum sögðu að það væru í henni ýmiskonar andar sem gerðu henni erfitt fyrir. En Sylvía var elskuleg kona. Hafði verið frelsuð um alllangt skeið þegar þetta var. Hún brosti við fólki og auðsýndi vinsemd. En þegar andarnir sóttu að henni kom hún ekki á samkomur um nokkra hríð. Svo kom þessi kraftaverkamaður frá Skotlandi. Það eru um það bil 30 ár síðan.
Gullin regla
„Þú skalt elska….” Þannig hefst hið mesta boðorð Gamla testamentisins. „Þú skalt elska…” Það er einnig hið mesta boðorð Nýja testamentisins.. …Guð, og aðra menn eins og sjálfan þig. Þessi yndislega bók, Biblían, gengur út frá því að fólk elski sjálft sig fyrst og síðast. Stóra viðfangsefni þess sé að geta elska fleira en sjálft sig. Í því felist vöxtur og framför.
Er Guð dauður?
Það varð uppi fótur og fit um árið þegar Nietzsche, hinn misvel þokkaði heimspekingur, staðhæfði að Guð væri dauður. Fyrst þegar þessi staðhæfing barst mér til eyrna, það var löngu áður en trúarsvæði sálar minnar virkjuðust, glotti ég kaldhæðnislega og þótti þessi rauðvínsmaður djarfur og ögrandi.
Mask
Kona nokkur missti rauða ávaxtaskál á gólfið og brotnaði hún í mask. Sópaði konan brotunum saman og henti þeim í ruslakörfuna. Klukkustund síðar kom hún að dóttur sinni, lítilli, þar sem hún sat og raðaði brotunum og límdi þau á pappaspjald. Síðan tók hún grænan lit og teiknaði allskyns stilka og lauf á milli þeirra brotanna og myndaði þannig hinn fallegasta blómavönd. Þegar konan sá hvað dóttirin hafði gert úr brotunum talaði það til hennar. Hún hafði eingöngu séð ónýtt rusl en dóttir hennar fjársjóð.