Oft heyrist af einstaklingum sem tefldu á tæpasta vað og misstu fótanna. Það er ekki gott að missa fótanna. Þá skolar mönnum undan boðaföllum, iðum og straumköstum og þeir ráða engu um hvar eða hvort þeir ná einhverju taki til að stöðva sig. Þeir sem ekki ná taki tapa lífinu. Aðrir bjargast, mismunandi lemstraðir. Á það við bæði um sál og líkama. Á flestum sviðum mannlífsins heyrist af fólki sem missti fótanna.
Úr djúpinu
Þrír trúboðar ræddu um það hvaða líkamsstelling reyndist þeim best þegar beðið væri til Guðs. Sá fyrsti sagði: „Ég hef nú eiginlega prófað þær allar og finnst alltaf best að krjúpa á kné.” Sá næsti sagði: „Það getur alveg verið rétt, en flestir andlegir leiðtogar austurlanda mæla með því að fólk sitji með krosslagða fætur á gólfinu.” Þá sagði sá þriðji:
Tímar meiri alvöru
Minnist þess oft hve barnalegt mér þótti fyrst þegar ég heyrði menn segja að trúin og ritningin gætu verið virk í lífi manna. Samt var ég alinn upp við þá trú sem mamma mín iðkaði og sótti til þjóðkirkjunnar. Hún signdi okkur bræðurna þegar hún klæddi okkur í hrein kot eftir bað og kenndi okkur ýmis vers sem tíðkuðust í uppvexti hennar kynslóðar. Svo komu tímar meiri alvöru.
Góður laugardagur
Það er engin launung að á sumum dögum býðst listilegra efni til neyslu fyrir sál og anda á almennum markaði en á öðrum. Veiti maður því athygli og sé áhuginn sæmilega lifandi. Tvær slíkar veislur komumst við Ásta í síðastliðinn laugardag. Sú fyrri var í Seltjarnarneskirkju á Listahátíð þar, sú síðari í Langholtskirkju á vortónleikum Skagfirsku söngsveitarinnar.
Páskakveðja
Páskadagur stendur fyrir sigri hins góða yfir hinu illa. Lífinu yfir dauðanum. Páskadagur var fyrsti virki dagur eftir hvíldardag gyðinga, sem var hinn sjöundi dagur í sköpunarsögunni, laugardagur. Sunnudagur var fyrsti dagur vikunnar, sólardagur. Sunnudagur er upprisudagur Drottins og þess vegna Drottinsdagur. Kristnir menn gerðu hann að sínum hvíldardegi. Hann er dagur ljóssins í lífinu. Vonar og huggunar.
Nú brjótum við brauðið
Dagurinn gær, föstudagurinn langi, varð okkur örlátur. Í margvíslegu tilliti. Það er margt sem maður getur verið þakklátur fyrir ef maður gefur sér næði til að meta það. Til dæmis fyrir lífið. Dagurinn í gær var þannig hjá okkur Ástu. Við vorum þakklát fyrir lífið og öll þessi fínu atriði sem Guð hefur lagt á nægtaborðið okkar. Dagurinn í gær helgaðist og af ritningarorðum.
Ég mikil undur sé
Það er föstudagsmorgun. Klukkan er liðlega sjö. Kaffitíminn okkar Ástu búinn. Það er kyrrð yfir öllu. Við ræddum um ritninguna. Settum Taize disk í spilarann. Lofum Drottin. Ræddum krossfestingu Krists. Þýðingu hennar fyrir alla menn. Sektarfórn. Sem gefur mönnum kost á fyrirgefningu. Fyrirgefningu! Allir þarfnast fyrirgefningar. Sáttar við Guð. Sem fæst aðeins við krossins helga tré.
Gefendur og gjafir þeirra
Stuttmyndin The Stone Carvers vann Oscarsverðlaun árið 1984 sem besta heimildarmyndin. Hún fjallar um lítinn hóp listamanna sem hafði eytt fjölda ára við að höggva í stein skrautmyndir fyrir dómkirkjuna í Washington. Sagnfræðingar segja að myndhöggvarar sem skreyttu dómkirkjur á miðöldum hafi aldrei merkt sér listaverk sín, heldur kosið að starfa nafnlaust og eingöngu þegið heiður frá Guði.
Öll borgin í uppnámi
Þýðingarmiklir dagar fara í hönd. Það er að segja, fyrir þá sem taka trúna á Krist alvarlega. Vikan fyrir páska. Gjarnan nefnd hljóðavika eða dymbilvika. Sem þýðir að þau sem helga huga sinn fyllast kyrrlátri lotningu. Það er með ógn í hjarta sem maður les um þessa daga í ritningunum. Fylgist með því hvernig þessi undraverði Kristur heldur ótrauður í átt til krossins sem hann vissi, allt frá því að hann glímdi í eyðimörkinni, að var hlutskipti hans.
Margir fá frí um páska
Páskarnir nálgast. Margir fá frí og verða sér úti um tilbreytingu af einhverri gerð. Og svo auðvitað páskaeggin. Áætla má að færri hefðu áhuga á pistli sem þessum ef hann hæfist svona: Föstudagurinn langi nálgast. Píslarganga Krists og krossfestingin. Já. Það eru væntanlega ekki margir, nú til dags, sem setjast hljóðir og íhuga þau mál. Nei. því miður.
Og til eru kirkjur sem telja sig kristnar en eru læstar þann föstudag.