Við áttum svo magnað samtal um ritninguna.
STERKUR KRYDDILMUR Í LOFTINU
Leigubíllinn hafði bara ekið með okkur tvær þrjár mínútur þegar hann stoppaði og tók unga konu upp í. Ég skildi ekkert hvað bílstjórinn sagði. Hann ók konunni að húsi við hliðargötu í bænum. Litlu síðar stoppaði hann aftur og fór inn í hús. Við biðum í bílnum. Þegar hann kom til baka skildist mér á honum að hann hefði farið í kaffi. Eftir það ók hann svo upp fjallið og að klaustrinu þar sem við borguðum og hann fór til baka.
Á Menningarnótt
„Hvílíka raust hóf ég til þín, Guð minn, er ég las sálma Davíðs, trúarljóðin, söngvana guðlegu, sem hvergi rúma drembinn anda!
Mjótt er hliðið
Mjög er í tísku um þessar mundir að dæma speki Guðs úrelta.
Fólk ber sér á brjóst og hrópar á fjöllum, Guð er dauður.
Þannig hefur það verið gegnum aldirnar.
Kveðjuorð: Jónheiður Gunnarsdóttir
Í dag ( 14. september) verður jarðsungin heiðurskonan Jónheiður Gunnarsdóttir í Kirkjulækjarkoti. Hún er síðust þeirra átta „kotara“ til að hverfa á vit feðranna eftir langa lífsgöngu.
Jóhann Pálsson, minning
Látinn er á Akureyri kær vinur og kær trúbróðir, öðlingurinn Jóhann Pálsson. Með honum fækkar í rammanum okkar, vinunum sem stigu inn í hann fyrir liðlega fjörutíu árum. Jóhann var fæddur 28.10.1920 dáinn 24. júní 2011. Útför Jóhanns var gerð á Akureyri föstudaginn 1. júlí.
Föstudagurinn langi – 2011. Úr dagbók eldri borgara.
Þeir voru að mæta á svæðið eldsnemma, smáfuglarnir sem hafa skreytt móana og tilveru okkar undanfarin sumur, þarna á bökkum Hvítár í Borgarfirði þar sem við eigum lítinn kofa byggðan af vanefnum. Við erum svo þakklát að hann er lítill og kreppunni hefur ekki enn tekist að naga hann af okkur. Hvað sem verður. Eldri borgarar eiga ekki marga valkosti með afkomu þessi misserin.
Lesa áfram„Föstudagurinn langi – 2011. Úr dagbók eldri borgara.“
Ég hef gefið yður eftirdæmi
Þegar við Ásta komum til eyjunnar Patmos, um árið, þá var klaustrið, sem þar er efst uppi á fjalli, lokað annan daginn sem við stöldruðum við, því þá var fótaþvottadagur. Þetta vakti okkur til umhugsunar um mismunandi viðhorf í trúarhreyfingum þar sem stoltið virðist skipa hæsta sessinn víðast hvar þar sem við þekkjum til. Þó hafði meistarinn sagt við lærisveina sína: „Ég hef gefið yður eftirdæmi.“
Stabat Mater eftir Jacopone da Todi
Stundum heyrir maður, eða les, frásögur af fólki sem skar sig úr í samtíð sinni og ávann sér ódauðlegan orðstýr sem lifir allar kynslóðir. Þannig er um ítalska ljóðskáldið Jacopo de Benedetti, sem fæddist í kringum 1230 í Todi á Ítalíu. Hann skildi eftir sig ýmis trúarljóð sem voru bæði sungin og lesin.
Þúsund jólaljós
Fyrir um það bil tuttugu árum íslenskaði ég þennan texta að beiðni Árna Arinbjarnarsonar, sem þá stjórnaði Fíladelfíukórnum í Reykjavík.
Mér finnst gaman að birta hann á jólunum.