STERKUR KRYDDILMUR Í LOFTINU

Leigubíllinn hafði bara ekið með okkur tvær þrjár mínútur þegar hann stoppaði og tók unga konu upp í. Ég skildi ekkert hvað bílstjórinn sagði. Hann ók konunni að húsi við hliðargötu í bænum. Litlu síðar stoppaði hann aftur og fór inn í hús. Við biðum í bílnum. Þegar hann kom til baka skildist mér á honum að hann hefði farið í kaffi. Eftir það ók hann svo upp fjallið og að klaustrinu þar sem við borguðum og hann fór til baka.

Lesa áfram„STERKUR KRYDDILMUR Í LOFTINU“

Föstudagurinn langi – 2011. Úr dagbók eldri borgara.

Þeir voru að mæta á svæðið eldsnemma, smáfuglarnir sem hafa skreytt móana og tilveru okkar undanfarin sumur, þarna á bökkum Hvítár í Borgarfirði þar sem við eigum lítinn kofa byggðan af vanefnum. Við erum svo þakklát að hann er lítill og kreppunni hefur ekki enn tekist að naga hann af okkur. Hvað sem verður. Eldri borgarar eiga ekki marga valkosti með afkomu þessi misserin.

Lesa áfram„Föstudagurinn langi – 2011. Úr dagbók eldri borgara.“

Ég hef gefið yður eftirdæmi

Þegar við Ásta komum til eyjunnar Patmos, um árið, þá var klaustrið, sem þar er efst uppi á fjalli, lokað annan daginn sem við stöldruðum við, því þá var fótaþvottadagur. Þetta vakti okkur til umhugsunar um mismunandi viðhorf í trúarhreyfingum þar sem stoltið virðist skipa hæsta sessinn víðast hvar þar sem við þekkjum til. Þó hafði meistarinn sagt við lærisveina sína: „Ég hef gefið yður eftirdæmi.“

Lesa áfram„Ég hef gefið yður eftirdæmi“