Hann náði til okkar um miðja síðustu öld. Þá vorum við táningar, glaðbeittir, hrifnæmir, rómantískir. Og ástfangnir. Frankie söng af mikilli innlifun og við hlógum þegar hann hló og grétum þegar hann grét. Á sama hátt kom hann inn í tilfinningasveiflur okkar og studdi okkur. Fregnir bárust um að hann hafi látist 6. febrúar síðastliðinn, níutíu og þriggja ára að aldri.
Gömbutónleikar og hundrað ára afmæli
Við fórum af stað um hádegi. Ásta ók sínum „risasmáa og sæta“ Yaris. Ég var farþegi og iðkaði akstursleiðbeiningar eins og tengdamóðir mín sáluga gerði gjarnan. Blessuð sé minning hennar. Leiðin lá austur yfir Hellisheiði. Það var vestan stinningskaldi og rigning og allnokkur umferð. Undanfarna mánuði hafa allar okkar leiðir legið upp í Borgarfjörð.
Þrír vinir í tónum og textum
Þrjú atriði á tónlistarhátíð í gær glöddu öðrum fremur. Þannig gerist gjarnan þegar vinir fá viðurkenningu. Í gær fengu þrír af vinum mínum viðurkenningu. Þegar ég segi vini þá er ég að tala um lög, tóna, texta og flutning sem áður höfðu hrifið mig og sest að í hugarfylgsninu. Þessum stað sem svo flókið er að staðsetja.
Án orða
Morgnar eru misjafnir í sál manns og huga. Stundum er þar jafnvægi, stundum óeirðir. Einnig finnast morgnar sem einkennast af kvíða. Og svo eru það þessir þægilegu, þegar mönnum líkar vel við flesta hluti. Orsök blæbrigðanna er umhugsunarefni. Og menn skima eftir skýringu. Hvort hún er í þeim sjálfum eða komi utan að. En er ekki allt innra með þeim sjálfum? Þegar grannt er skoðað. Eins og maðurinn sagði um Guðsríkið.
Vinir um eilífð – Gleðilegt sumar
Sumardagurinn fyrsti og enginn snjór. Ánægjulegt. Vorið tók vel á móti okkur á tónleikum hjá Skagfirsku söngsveitinni í Langholtskirkju undir stjórn Björgvins Þ. Valdimarssonar og píanóundirleik Dagnýjar Björgvinsdóttur. Kórinn er greinilega í framför. Hljómaði betur en í fyrra. Hafði og frábæra einsöngvara með sér. Tónleikarnir hófust með hinu kunna lagi Á Sprengisandi. Hafði það verið vinsælasta lag kórsins í Kanadaferð hans á síðasta ári. Kirkjan fylltist strax af söngkrafti og sönggleði.
Gömbu tónleikar
Sjaldan hafa tvær klukkustundir í tónleikasal verið jafnfljótar að líða. Því var líkast að maður væri nýsestur þegar komið ver hlé. Og eins var með seinni hlutann. Óskaplega falleg tónlist, fáguð og fínleg. Leikin voru verk eftir höfunda sem voru uppi fyrir þrjú til fjögur hundruð árum. Gibbons, Locke, Purcell. Eftir hlé voru verk eftir meistara Bach. Þetta var í Salnum í Kópavogi.
BWV 537
Sumir dagar láta í té meiri ánægju en aðrir dagar. Það munu flestir menn geta vitnað um. Þeir sem verst hafa það mundu kannski vilja segja að sumir dagar væru ánægjuminni en aðrir. Hvað um það. Mér var úthlutað yndislegum kafla í dag. Reyndar fleiri en einum. En BWV 537 stóð upp úr. Víst er dagurinn ekki allur svo að mögulegt er að fleiri góðilmi beri fyrir sál mína áður en lýkur.
Fishermans Woman
Afar falleg tónlist. Og söngur. Hljómþýður. Kyrr. Myndugur. Einlægur. Og þrátt fyrir eril og hamagang hugans stansar þú við. Getur ekki annað. Hvað er konan að segja? Við hvern er hún að tala? Við hvern talar hún?
Huggun allt árið
Þau nálgast óðfluga, blessuð jólin. Það er gott að hugsa til þeirra. Hátíð ljósanna. Rætt er um að það hringli óvenjumikið í peningakössum verslana. Allsnægtaþjóð huggar sig með eyðslu.
Blús
Fyrst þegar ég sá hana stóð hún upp við Aga eldavélina í eldhúsinu í gamla bænum á Gilsbakka. Hún var með heklað sjal yfir herðarnar og svuntu framan á sér. Bundið yfir hárið. Hún drakk kaffi úr bolla. Af hjartans list. Hélt um bollann með báðum höndum og horfði ofan í hann. Mér virtist hún innhverf og þunglyndisleg. Ein af þessum sem ávarpar ekki ókunnuga að fyrra bragði. Hún var liðlega sextug þegar þetta var. Sjálfur var ég fjórtán ára. Sumarstrákur úr Reykjavík.