Helgi og Hannes – eftir storminn

Helgi mætti snemma á bekkinn næsta dag. Hann skimaði óþolinmóður eftir Hannesi og eftir því sem tíminn leið byrjaði hann að ímynda sér allskyns vandræði sem Hannes hefði lent í. Þegar svo Hannes birtist á næsta götuhorni gat Helgi ekki setið á sér og gekk á móti honum. Þeir gengu samhliða til baka í átt að bekknum. Þöglir fyrsta spölinn. Síðan:

Lesa áfram„Helgi og Hannes – eftir storminn“

Helgi og Hannes – tveir menn og annar í ham

Helgi hafði setið lengi á bekknum. Hann var farinn að undrast um Hannes sem ævinlega mætti á undan honum. Það lá vel á Helga þar sem hætt var að rigna og sólin tekin að skína. Hann hafði farið úr síðum ullarfrakkanum sínum, sem var fremur sjaldgæft, og lagt hann við hlið sér á bekkinn. Hann sat þarna afslappaður í ullarpeysu og naut tilverunnar.

Lesa áfram„Helgi og Hannes – tveir menn og annar í ham“

Helgi og Hannes – Trefillinn

Þeir ganga inn með Sæbraut. Sjávarmegin. Nokkuð er um göngufólk og einstaka manneskja hjólar. Helgi skoðar hvert reiðhjól sem framhjá fer. Þegar hávaxinn karlmaður kemur á gamaldags hjóli með háu stýri og situr fattur, er í flaksandi skyrtu, alltof stuttum buxum og reykir vindil, má engu muna að Helgi fari úr hálsliðnum. Hann horfir lengi á eftir náunganum.

Lesa áfram„Helgi og Hannes – Trefillinn“