Fjöldi útlendinga streymir um borð í hvalaskoðunarskipin. Erfitt er um bílastæði og hengja eigendur bílanna þá þvers og kruss á gangbrautir og svæði sem ætluð eru til annarra nota. Félagarnir Helgi og Hannes sitja á bekknum við bugtina og fylgjast með umferðinni.
Helgi og Hannes – eftir storminn
Helgi mætti snemma á bekkinn næsta dag. Hann skimaði óþolinmóður eftir Hannesi og eftir því sem tíminn leið byrjaði hann að ímynda sér allskyns vandræði sem Hannes hefði lent í. Þegar svo Hannes birtist á næsta götuhorni gat Helgi ekki setið á sér og gekk á móti honum. Þeir gengu samhliða til baka í átt að bekknum. Þöglir fyrsta spölinn. Síðan:
Helgi og Hannes – tveir menn og annar í ham
Helgi hafði setið lengi á bekknum. Hann var farinn að undrast um Hannes sem ævinlega mætti á undan honum. Það lá vel á Helga þar sem hætt var að rigna og sólin tekin að skína. Hann hafði farið úr síðum ullarfrakkanum sínum, sem var fremur sjaldgæft, og lagt hann við hlið sér á bekkinn. Hann sat þarna afslappaður í ullarpeysu og naut tilverunnar.
Helgi og Hannes – 21. júlí
Þetta var einn af fáum björtu dögum sumarsins. Helgi sat á bekk framan við Fríkirkjuna og horfði á vinsæla og óvinsæla fugla berjast um brauðið sem féll af borðum borgarbúa. Hannes kom gangandi úr suðri. Hann fór sér hægt. Stansaði hjá Helga og horfði með honum yfir Tjörnina. Settist.
Helgi og Hannes – Trefillinn
Þeir ganga inn með Sæbraut. Sjávarmegin. Nokkuð er um göngufólk og einstaka manneskja hjólar. Helgi skoðar hvert reiðhjól sem framhjá fer. Þegar hávaxinn karlmaður kemur á gamaldags hjóli með háu stýri og situr fattur, er í flaksandi skyrtu, alltof stuttum buxum og reykir vindil, má engu muna að Helgi fari úr hálsliðnum. Hann horfir lengi á eftir náunganum.
Helgi og Hannes – Við Suðurbugt
Þar sem mætast Ægisgarður og Suðurbugt, í Reykjavík, hefur verið komið fyrir bekk. Hann snýr að bátahöfninni. Þetta er þægilegur staður og oft margt að sjá. Helgi sat á bekknum þegar Hannes bar að. Hannes stansar og horfir á Helga sem situr hnípinn með hendur djúpt í vösum.
Helgi og Hannes – Á sjómannadaginn
Félagarnir hittust niður við höfn. Það rigndi einhver ósköp. Helgi teymdi reiðhjólið sitt og Hannes hafði aðra höndina á stýrinu. Þeir stönsuðu öðru hverju og horfðu þöglir á þær miklu breytingar sem orðnar voru frá þeim dögum þegar þeir voru ungir.
Helgi og Hannes – Að kosningum loknum
Það er bekkur á gangstéttinni fyrir framan Ávaxtabúðina.
Þeir hittast þar reglulega félagarnir Helgi og Hannes.
Hannes situr á bekknum en Helgi stendur við hlið hans.
Hann styður sig við reiðhjól. Þeir ræða málin.
Helgi og Hannes – Sjóðurinn
Það er bekkur á gangstéttinni fyrir framan Ávaxtabúðina. Hannes situr á bekknum en Helgi stendur við hlið hans. Hann styður sig við reiðhjól. Það er kalt úti og báðir mennirnir klæddir þykkum yfirhöfnum. Þeir ræða málin.
Helgi og Hannes – Í apótekinu
Einþáttungur.
Tveir eldri borgarar spjalla saman.
Þeir halla sér utan í fólksbíl á bílastæði við verslunarkjarna.