Verbum perfectum: sinceritas I

„Enginn maður er eyland, einhlítur sjálfum sér; sérhver maður er brot meginlandsins, hluti veraldar; ef sjávarbylgjur skola moldarhnefa til hafs, minnkar Evrópa, engu síður en eitt annes væri, engu síður en óðal vina þinna eða sjálfs þín væri; dauði sérhvers manns smækkar mig, af því ég er íslunginn mannkyninu; spyr þú aldrei hverjum klukkan glymur; hún glymur þér.“

Lesa áfram„Verbum perfectum: sinceritas I“

Hvítu skórnir

Torgið er nærri miðju bæjarins. Fjöldi fólks leggur leið sína þangað daglega. Á tréstólpa sem er á miðju Torginu er festur allstór kassi. Hann er úr glæru plasti. Á einni hlið hans er rifa þar sem hægt er að stinga miða í. Margir sem fara um Torgið stinga miða í kassann. Á miðann hafa þeir skrifað það sem er þeim efst í hug þann daginn.

Lesa áfram„Hvítu skórnir“

Í nýju flugstöðinni í Keflavík

Hávær hlátur fjórmenninga fékk manninn sem strauk gólfin með moppunni til að líta upp og til þeirra. Þeir sátu þarna fjórir saman, frjálsir í fasi og raddstyrk. Hölluðu sér aftur á bak í stólunum og fyrir framan þá á borðinu voru gosflöskur og kaffibolli. Mikil sjálfsánægja geislaði af þeim. Sá í teinóttu fötunum spurði hina hvað ætti að gera um helgina. Menn litu hver á annan. Sá fyrsti sagði:

Lesa áfram„Í nýju flugstöðinni í Keflavík“

Helgi og Hannes – tár

Það er ekki oft sem félagarnir klæðast öðru en sínum hversdagslegu fötum. Fötum sem hafa dugað þeim um langt árabil og lagað sig að líkama þeirra og persónu á undraverðan hátt. Þegar Helgi kom að bekknum sat Hannes þar fyrir í svörtum fötum og svörtum glansandi skóm.

Lesa áfram„Helgi og Hannes – tár“

Helgi og Hannes – leyndarmálið

Hannes var sestur á bekkinn áður en Helga bar að. Hann var í gömlum rykfrakka með hneppt upp í háls og kragann brettan upp. Þá hafði hann belti um sig miðjan og gúmmístígvél á fótunum. Á höfðinu var gulur hattur, sérkennilegur og band bundið undir hökuna. Úrhellisrigning hafði verið daginn áður, en nú voru hrinur af suðvestri með snjó- og slyddublönduðum skúrum og sá til sólar á milli. Hannes sat með hendur djúpt grafnar í frakkavasana og horfði norður yfir höfnina. Helgi skoðaði útganginn á Hannesi, rannsakandi augum. Sagði síðan:

Lesa áfram„Helgi og Hannes – leyndarmálið“

Söknuður

„Veistu hvað?“ sagði´ ann. Svo kom þögn. Það var löng þögn. Hún var bæði breið og hljóð. Þagnir eru mismunandi hljóðar eins og þú veist.“ Svo horfði hann yfir stofuna eins og þar væri einhver. Og sagði:

Lesa áfram„Söknuður“