Við fórum til að helga okkur endurminningum, tvö saman, hjónin. Og til að halda upp á tímamót. Fórum upp í Borgarfjörð í litla kofann sem við höfum verið að tjasla saman síðastliðin fimm ár. Þar er okkar griðastaður. Heitir Litlatré.
Það er fleira að sjá en kreppu
Sólin hnígur til viðar í vestri. Hún hefur lokið dagsverki sínu einn fagran októberdag. Ákaflega góðu sumri er að ljúka. Góðu. Gleymum því ekki. Og horfum vongóð til næsta vors.
Lítum upp á þessum björtu dögum
Það getur vel verið að skyldleiki manna við strútfugla opinberi sig óþægilega þegar fólk, á sólríkum dögum, sleppir því að meðtaka gallsúra svartsýnissíbyljuna sem látin er dynja á þjóðinni dag eftir dag og viku eftir viku, í dagblöðum og ljósvakamiðlum sem og blogggáttum og flestum þeim stöðum öðrum þar sem orðið er frjálst.
Sól í hverju strái. Hverri þúfu. Hverju sinni
Töfrar. Það er ekki einfalt að lýsa áhrifunum sem landslag kallar fram í hjarta manns þegar fegurst er á okkar blessaða landi. Töfrar. Líklega er það heppilegasta orðið til að segja frá og tjá. Sól í hverju strái. Hverri þúfu. Hverju sinni. Yndislegur lengsti dagur ársins. Ég deili með ykkur fjórum brotum: Smellið á myndirnar og sjáið stærri gerðina
Ást í Litlatré, að verki loknu
Það er nú samt þannig, hvað sem ferðamenn segja, á Krít eða annars staðar, að blómin okkar á Íslandi standast samanburð. Það þarf hendur með meiri elsku hér heima á Fróni til að rækta blóm, heldur en í heitum löndum þar sem allt blómstrar sem sett er í mold.
Heiðrún bauð til veislu
Heiðrún Ágústsdóttir bauð til veislu í gær. Það var glæsileg veisla. Tilefnið var útskrift hennar sem stúdents frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Þaðan kom hún verðlaunuð fyrir frábæran árangur í íslensku og öðrum valgreinum. Verðlaunin voru bókagjöf og viðurkenningarskjal.
Tvær ljósmyndasýningar og Kumbh Mela
Hóf gærdaginn í Gerðarsafni á sýningu Blaðaljósmyndarafélagsins. Fór svo síðdegis á sýningu Einars Fals í Grófinni. Kannski hafði ég of miklar væntingar, en einhvern veginn fann ég ekki fyrir áhrifunum sem ég vonaðist eftir og vil gjarnan upplifa á stefnumóti við list. Í hvaða formi sem hún er.
Vitnisburður um storm
Það var kominn tími til að renna í sveitina og meta ástandið eftir þessar stormhviður sem gengið hafa yfir og enginn endir virðist ætla að verða á. Valdi daginn í dag til þess. Morguninn var þægilegur á vegunum. Þeir voru þurrir og umferð hæfileg.
Köllum þetta orð dagsins
„We can easily forgive a child who is afraid of the dark;
the real tragedy of life is when men are afraid of the light.“
Plato
Klukkustund í Kringlunni
Í morgun fór ég í Kringluna. Átti tvö erindi. Það fyrra var að skoða ljósmyndasýningu Blaðamannafélagsins. Mesta ánægju hafði ég af elstu svarthvítu myndunum. Þær eru þarna. Frábærar myndir. Síðara erindið var að kaupa það sem mig vantaði til að gera góða fiskisúpu.