Mammoni allt

Í morgun las ég um það að „enginn þjónn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn.“ Kristur er hér að fjalla um hjörtu manna. Hverju þeir skipi í efsta sæti þar. Síðan segir: „En farísearnir, sem voru menn fégjarnir, heyrðu þetta og gjörðu gys að honum. En hann sagði við þá: „Þér eruð þeir, sem réttlætið sjálfa yður í augum manna, en Guð þekkir hjörtu yðar.““ Lk.16.

Lesa áfram„Mammoni allt“

Narcissus

Menn greinir á um trúarbænir í grunnskólum. Örlítill hópur fólks vill ekki að börn þess læri að biðja til Guðs. Sjálfsagt er að allir megi hafa sínar skoðanir. Það virðist samt ekki sanngjarnt að fara fram á það að börn 95% þjóðarinnar fari á mis við þær sjálfsögðu helgireglur að hefja starfsdaginn með einfaldri bæn. Margir hafa þá skoðun að það sé hollt og gott fyrir hvern og einn að hafa í huga og hjarta mynd af æðri persónu en sjálfum sér.

Lesa áfram„Narcissus“

Heilabrot II

Við vorum að tala um Walt Whitman. Hvað það gæti verið erfitt að skilgreina markmið hans. En þannig er auðvitað með allan texta. Þess vegna verður maður að leggja frá sér bók og taka hana upp aftur og nálgast textann frá annarri hlið. Ef við síðan segjum að í aðalatriðum séu hliðarnar fjórar eins og áttirnar, þá komum við fljótt að fyrstu hliðinni aftur. En nú er ekki víst að þú sjáir textann þaðan á sama hátt og við fyrstu lesningu, því auðvitað hefur ferðalag þitt umhverfis textann haft áhrif á viðhorf þín. Og þú verður að fara einn hring enn. Þetta veldur vissulega heilabrotum.

Lesa áfram„Heilabrot II“

Heilabrot

Walt Whitman hefur reynst mér erfiður þessa viku. Hef verið að þrýsta mér í gengum hann síðustu daga. Hann er þó sagður eitt mesta ljóðskáld Bandaríkjanna fyrr og síðar. Reyndar hef ég lent í svipuðum erfiðleikum áður. Það sem sérfræðingar, bókmenntamenn, heimspekingar og geðfræðingar hinna ýmsu greina setja á hæstu hestanna og hrópa lof og dýrð yfir, veldur mér iðulega heilabrotum og verk í hnakkanum. Man eftir þessu m.a. þegar ég tók að klóra mig í gegnum Odysseif James Joyce.

Lesa áfram„Heilabrot“

Batavegur þrjú

Í bókinni Málsvörn og minningar segir höfundur á bls. 30, og er þá að tala um Ljóðaljóðin:„Nei, þetta er kynósa ástarkvæði og kemur guði og Ísrael lítið við, nema hvað sköpunin öll er auðvitað af guðlegum toga og ástir karls og konu eitt af undrum hennar:“ Það var þarna sem ég stansaði við og lagði frá mér bókina í bili. Las síðan setninguna aftur og aftur og enn einu sinni. Fann í hjarta mínu stíga gleði yfir því að eiga bækur og persónulega trúarreynslu sem sjá Ljóðaljóðin í allt öðru ljósi.

Lesa áfram„Batavegur þrjú“

Batavegur tvö

Margir hafa lagt fyrir sig í gegnum aldirnar að útskýra Ljóðaljóðin. Í þeim hópi eru jafnt andleg stórmenni, minni og meiri spámenn og fræðimenn. Kannski hefur þeim flestum fundist sín skoðun vera hin eina rétta. Það er mannlegt. Og þótt margir fáist við að útskýra ritningarnar fyrir öðrum, þá blasir við að það er ekki á hvers manns færi að koma auga á kjarna þeirra.

Lesa áfram„Batavegur tvö“

Hinn fyrsti dagur

Við hefjum árið, vitaskuld, með því að hlusta eftir orðum Jesú Krists. Þau eru mikilsverð. Mikilsverðari en flestir hyggja. Í fyrsta lagi er það vegna þess að þau hafa í sér líf. Yfirfljótandi líf. En það má hugsa sér að líf sé virk orka og hreyfing. Erindi Krists var, er, að veita þessum orðum, það er, lífinu og orkunni sem í þeim býr til þeirra sem vanbúnir eru.

Lesa áfram„Hinn fyrsti dagur“

Orðið varð maður

Ritningin, mest bóka, segir frá hinum stórkostlegasta atburði, holdtekt Spekinnar, Orðsins, og innkomu þess í heim mannanna. Hinn fátæklegi og einfaldi umbúnaður sviðsins undirstrikar hvar hina sönnu Speki er að finna og hvað Viskan hefur ólíkt eðli og yfirbragð heims mannsins, hvar oflæti, hégómi og hismi eru í hávegum höfð.

Lesa áfram„Orðið varð maður“

Í andvöku liðinnar nætur

Í framhaldi af litlum pistli mínum síðastliðinn laugardag, „Hýstu aldrei þinn harm“, þar sem vitnað er í hluta kvæðisins Fákar eftir Einar Benediktsson — en þess er nú minnst að 140 ár eru frá fæðingu þessa mikla skáldjöfurs — sótti að mér í andvöku liðinnar nætur hugsun um hinn mikla eilífa anda sem fer um veröldina og Prédikarinn lýsir sem hreyfingu sem aldrei stansar.

Lesa áfram„Í andvöku liðinnar nætur“