Úr einum skáp í annan

Það er stundum veðrasamt við Horngluggann okkar Ástu. Uppi á sjöundu. Það á nú samt eingöngu við veðrið fyrir utan. Það var slæmt í morgun. En inni ræddum við andlát vina okkar, en fjórir þeirra féllu frá á síðustu tveim mánuðum ársins 2005. Fólk sem hafði verið samferða okkur um árabil og mótað landslag í huga okkar. Og var okkur kært. Við rifjuðum upp samvistir við þessa látnu vini, örlög manna og „undarlegt ferðalag.“

Lesa áfram„Úr einum skáp í annan“

Áramót – tímamót

Við horfum til baka og reynum að læra af því sem við sjáum. Við horfum fram og reynum að gera betur en á liðnu ári. Oftast er hægt að gera betur. Til þess er þó nauðsynlegt að skoða sjálfan sig, hug sinn og hugsun, gagnrýnum augum. Hugurinn er nefnilega vandmeðfarinn staður. Fleiri mættu leggja sig eftir auknum skilningi á eigin hug. Horfa inn. Hvaða stöðu sem þeir eru í.

Lesa áfram„Áramót – tímamót“

Framkrókar

Viðstaddur brautskráningu kandídata við Kennaraháskóla Íslands, í gær, situr í huga mínum eitt og annað eftirtektarvert úr ræðu rektors skólans, herra Ólafs Proppé. Meðal annars sagði hann, nokkurn veginn svona, að ekki ætti að sinna kennarastarfi af trú eða tilfinningu, heldur með rökvísri hugsun, byggðri á þekkingu og staðreyndum. Einhvern veginn fannst mér notkun hans á orðinu „trú“ vera óþarflega víðtæk og bjóða upp á neikvæða ósamkvæmni.

Lesa áfram„Framkrókar“

Verkamaðurinn og félagið hans

Hún var sérkennileg fréttin í síðustu viku sem fjallaði um verkamanninn sem vantaði heyrnartæki. Kominn á eftirlaun óx honum í augum að borga á annað hundrað þúsund krónur fyrir heyrnartæki og ákvað að sækja um styrk til verkalýðsfélagsins síns. Það reyndist vera Efling, félag sem vaxið er upp úr verkamannafélaginu Dagsbrún og verkakvennafélaginu Framsókn.

Lesa áfram„Verkamaðurinn og félagið hans“

Þinn harmur og minn

Hin meiri skáld yrkja stundum á þann veg, svo listilega, að lesandanum getur fundist hann sé sjálfur að tjá sig. Þó kannski ekki beint að tala, heldur fremur eins og leikið sé á strengi tilfinninga hans. En allir bera tilfinningar. Stundum þegar eitt svið þeirra stígur fram fyrir önnur, – og mönnum getur liðið eins og hljóðfæri sem þarfnast hljóðfæraleikara, eða huggara – er svo elskulegt að geta lesið ljóð skálda sem strjúka yfir strengina og vekja hljóminn sem þrýstir á um hljómun.

Lesa áfram„Þinn harmur og minn“

Farísear allra tíma

Þeir voru harðir á því, farísearnir á tímum Krists, að gefa hvergi eftir um bókstaf Móselaga. Þeir eltu Jesúm á röndum öll starfsár hans og gerðu hverja atlöguna á fætur annarri til að gera hann sekan við lögmálið. Má og lesa í ritningunum að hjartans mál þeirra var ekki fyrst og fremst lögmálið, heldur það að koma höggi á manninn. Dæmi: „Þá gengu farísearnir burt og tóku saman ráð sín, hvernig þeir gætu flækt hann í orðum.“ (Mt. 22)

Lesa áfram„Farísear allra tíma“

Hvar á elskan upptök sín?

Þeir sem áttu stundir við sjávarmál og upplifðu krafta sjávarfalla, flóðs og fjöru, eiga vafalítið ljúfar minningar um stundina á milli falla, þessa stuttu sem hefst eftir að útfalli lýkur og aðfall hefst. Hún er kölluð liggjandi og eða ögurstund. Í góðu veðri er stundin sú dularfull og býr yfir leyndardómi, sérkennilega hljóðlát og undarlega kyrr, þar til kraftar veraldar hefja að toga hafið að landi að nýju.

Lesa áfram„Hvar á elskan upptök sín?“

Að fá að vera manneskja II

Það er annars lærdómsríkt að velta fyrir sér hugsunum sem snúast um að fá að vera manneskja. Svo virðist sem að um allar götur mannsins megi sjá undirokað fólk og þá sem undiroka það. Nærtækt dæmi má lesa í Heilagri ritningu. Þar segir frá því hvernig Egyptar héldu Ísraelum niðri og komu í veg fyrir að þeir fengju að vera manneskjur eftir sínum eigin viðmiðunum. Þetta var fyrir 3300 árum, eða um 1300 fyrir okkar tímatal.

Lesa áfram„Að fá að vera manneskja II“

Að fá að vera manneskja

Stúdentablaðið kom mér á óvart í morgun. Mannvit, menntun og hlýja gæti verið einskonar aðalumsögn um það. Við lestur greinar um Gunnfríði Lilju Grétarsdóttur fylltist hugur minn af aðdáun. Það andar svo hlýju frá henni, lífsviðhorfum hennar og viðfangsefnum. Það mætti heyrast oftar af slíkum einstaklingum. En kannski eru þeir ekki margir. Viðhorf hennar til ástarinnar og þeirra forréttinda að fá að upplifa það að verða ástfangin eru full af hlýju og mannskilningi.

Lesa áfram„Að fá að vera manneskja“

Heilabrot III

Mín orð eru orð almúgans. Setningin er skrifuð undir áhrifum frá Walt Whitman. Sumt sem hann segir vekur áhuga. Á ekki að orða það þannig? Whitman stillir sér upp hjá sjálfum sér: „Ég fellst á veruleikann, og dirfist að draga hann í efa, / Frá upphafi til enda gegnsýrðan af efnishyggju.“ Og síðar: „Orð mín taka síður til eigna og eiginleika, heldur minna þau á líf sem er óskráð, á frelsi og lausn úr vanda, …“ (Söngurinn um sjálfan mig. Kafli 23)

Lesa áfram„Heilabrot III“