Við sátum innan um bækur í litlu herbergi í kjallara í vesturbænum, þrír, og ræddum bækur. Síðan er liðinn fjórðungur úr meðalævi Íslendings. Þar kom í samræðunum að við tókum fyrir bækur sem við allir höfðum lesið. Kom þá í ljós að skoðanir okkar á efni bókanna og markmiði höfunda þeirra voru talsvert ólík.
Köllum þetta orð dagsins
„We can easily forgive a child who is afraid of the dark;
the real tragedy of life is when men are afraid of the light.“
Plato
Er maður þá hugsanlega ekki?
Getur það átt sér stað að maður sé ekki? Og að þótt maður sé þá sé maður ekki. „Að vera eða vera ekki var spurning Shakespeare´s um árið. Ætli margir velti þessu fyrir sér nú á tímum þegar langflestir virðast vera á trylltum flótta undan óskilgreindri ástæðu? Kannski þeir gáfuðu eða þeir menntuðu. Það fara samt ekki nærri alltaf saman gáfur og menntun. Nei, sko ekki. Það er sitt hvað.
Svo allt í einu ertu einn
Í hausthúminu lítur maður til baka yfir tímabilin í ævi sinni og þykist skilja að þau hafa helgast af mismunandi menningarviðhorfum og því fólki sem hverju viðhorfi tilheyrði og maður lifði með eða tileinkaði sér hverju sinni.
Brotinn pottur
Gömul kínversk kona átti tvo leirpotta. Hún hengdi þá hvorn á sinn endann á langri stöng sem hún bar á öxlum sínum þegar hún sótti vatn í uppsprettu sem var fjarri heimili hennar. Annar potturinn var með sprungu og var því aðeins hálffullur þegar heim kom en hinn var fullkominn og því alltaf fullur af vatni. Svona gekk þetta í tvö ár. Daglega gekk gamla konan með pottana að uppsprettunni og daglega kom hún heim með annan pottinn fullann af vatni en hinn hálfan.
Grátstafir á Íslandi
Til er allnokkuð af einlæglega trúuðu fólki sem ekki fellir sig við neina kirkjudeild. En að sætta sig ekki við kirkjudeild getur verið af ýmsum ástæðum. Oftar held ég að það hafi með presta eða forstöðumenn að gera sem og þau markmið sem þeir setja sér. Sumir þeirra hafa sérkennilegar hugmyndir.
Úti í mörkinni
Það voru auðvitað fleiri atriði, en þau sem segir af í síðasta pistli, sem gerðu sig heimakomin í huga manns, hvílandi úti í mörkinni í þessa tíu daga. Sum þeirra áhrifarík og önnur minna eins og gengur. En hugurinn, þetta óáþreifanlega fyrirbæri í manninum, hvort sem hann kallast blað eða eldur, tekur sér sjaldan hvíld frá endalausri iðjusemi sinni. Jafnvel þó aðrir hlutar fyrirbærisins þrái hvíldina stundum. Og hvað svo sem næturdraumar eru í eðli sínu, þá eiga þeir til að knýja svo ákaft að dreymandinn vaknar uppgefinn.
Að hugsa sjálfstætt
„Svar er einskisvirði nema maður hafi fengið það með því að hugsa sjálfur.“ Þannig svaraði Myles Burnyeat, einn fremsti Platonsérfræðingur í hinum enskumælandi heimi, útvarps- og sjónvarpsmanninum Bryan Magee, þegar sá síðarnefndi ræddi við hann.“
Hugleiðing við sviplegt fráfall vinar
Það er vandi að fjalla um mannelsku og mannelskandi anda. Orðræða nútímans flokkar slíka umfjöllun undir viðkvæmni og eða væmni. En Guði sé lof fyrir að stöku sinnum verða á vegi manns einstaklingar sem slíkur andi býr í. Helgi Jósefsson var einn sárafárra. Maður elskunnar. Mildi og meðlíðan voru persónueinkenni hans. Nærvera hans hlý, kyrr og sefandi. Ólík anda og andþrengslum nútímans.
Nýjar sólir og gamlar
Nú tekur þjóðin að afjóla sig. Svo er og í okkar hýbýlum. Ásta líður um húsið og safnar skrautinu saman og flokkar það. Hver flokkur á sinn kassa og hver kassi sinn geymslustað. Hún vandar starfið. Ég get vitnað um það. Hún hefir annast um að skreyta húsið okkar yfir fjörutíu og sjö fæðingarhátíðir frelsarans. Og með því glatt okkur börnin sín. Það brást aldrei. Þetta er samt dálítið öðruvísi þessi árin. Það hefur fækkað í húsinu.