Minning um pabba minn vitjar mín ævinlega á afmælisdegi hans. Sá er í dag. Pabbi var fæddur 1907. Hann lést langt um aldur fram, aðeins fimmtíu og fjögurra ára gamall. Þetta var flinkur og flottur maður. Hann hafði iðnaðarréttindi í þrem fögum. Í fyrsta lagi gaslögnum, þá í skósmíði og loks pípulögnum. Það var sérlega ánægjulegt að horfa á hendur hans þegar hann var að vinna. Á margar minningar um það.
Hverfisgata 44
Árið 1997, þegar okkur bauðst að kaupa bæði húsin, framhúsið og bakhúsið að Hverfisgötu 44, upplifðum við það sem enn eina áskorun frá Guði og andanum sem hafði brýnt okkur í starfinu fyrir Samhjálp hvítasunnumanna. Fyrst ræddi ég málið við Ástu mína og aðra nánustu samstarfsmenn. Síðan voru viðbrögðin þau að fara afsíðis og krjúpa og tala við Drottin. Þannig hafði ég fengist við allar stærri ákvarðanatökur í starfinu í tuttugu ár. Á hnjánum. Afsíðis. Og glímt.
Blús
Fyrst þegar ég sá hana stóð hún upp við Aga eldavélina í eldhúsinu í gamla bænum á Gilsbakka. Hún var með heklað sjal yfir herðarnar og svuntu framan á sér. Bundið yfir hárið. Hún drakk kaffi úr bolla. Af hjartans list. Hélt um bollann með báðum höndum og horfði ofan í hann. Mér virtist hún innhverf og þunglyndisleg. Ein af þessum sem ávarpar ekki ókunnuga að fyrra bragði. Hún var liðlega sextug þegar þetta var. Sjálfur var ég fjórtán ára. Sumarstrákur úr Reykjavík.
Hvítur hestur
Á Grímsstaðaholtinu í gamla daga bjó að stærstum hluta venjulegt fólk. Þegar ég segi gamla daga þá á ég við árin fyrir miðja síðustu öld. Með orðinu venjulegt fólk á ég við óbreyttar manneskjur, alþýðufólk sem vann við venjuleg störf og barðist í bökkum við að komast af. Við Þrastargötuna, en á Holtinu báru svo til allar götur fuglanöfn, bjuggu í einu húsinu hjón sem nutu sérstakrar virðingar foreldra minna, en það voru þau Helga þvottakona og Sigurður maður hennar, sem var smiður. Muni ég það rétt.
Súrt rengi, bláar liljur og brúðarslör
Þegar Ásta kom heim úr vinnu í gær hafði hún meðferðis súrmat, bland í poka, til að færa karlinum sínum. Og blóm. Bláar liljur og brúðarslör. Hún hafði komið við í Nóatúni á Háaleitisbraut og verslað úr kjötborðinu. „Þarna var fullt af gömlum körlum sem voru svo frekir við afgreiðsluborðið og dónalegir, hölluðu sér yfir það og tróðu sér hver fram fyrir annan.
Æ síðan
Það var árið 1951. Í maí. Stúlka sem vann í bakaríi Pöntunarfélagsins við Smyrilsveg, lagði til við mig sumarráðningu á sveitabæ í Borgarfirði. Við höfðum komið oft í bakaríið, gæjarnir, yfir veturinn. Það var lítið um atvinnu fyrir stráka á þessum árum og eitt og annað sem við stunduðum til að eyða tímanum. Vorum ekki í skóla. Því miður.
Strákar og stígvél
Það rifjast gjarnan upp löngu gleymdar minningar frá æskudögum þegar menn sem voru áberandi í æsku manns falla frá. Upp í hugann koma ýmis atvik frá fyrri dögum. Minnist, við fráfall Hauks Clausen, þeirra daga þegar þeir bræðurnir hann og Örn æfðu frjálsar íþróttir í mýrinni skammt frá æskuheimili mínu á svæði sem kallað var Vatnsmýrin á þeim dögum.
Samhjálp og dagbókin okkar
Við Ásta sátum við horngluggann okkar í morgun, sötruðum sjóðheitt kaffi og fórum yfir atriði afmælishátíðar Samhjálpar sem haldin var með pompi og prakt í Fíladelfíukirkjunni sunnudaginn 23. mars, s.l. Við ræddum meðal annars þel stjórnarmanna safnaðarins sem buðu okkur að koma í samkomuna þar sem þeir vildu heiðra okkur og færa að gjöf konfekt fyrir vel unnin störf í Samhjálp í 23 ár. Hvað við afþökkuðum.
Gúnegg, gúnegg í kríuskegg
Það hefur löngum verið sagt að „illur ræðari kenni árunum.” Við lærðum þennan málshátt ungir, drengirnir á Holtinu. Enda áttum við okkar eigin vör. Grímsstaðavör. Þar var alltaf is og þys á vorin þegar rauðmaginn kom. Við hópuðumst þangað niður eftir og tókum þátt í braski karlanna. Færðum fyrir þá hlunna og hjálpuðum þeim að setja bátana og koma þeim upp á kambinn. Seinna lögðu þeir teina niður í sjávarmál og komu sér upp vindu. Þá þurfti bara hlunna á stórstraumsfjöru.
Hann Þórður gamli þraukar enn
Það fór hópur íslendinga til Grænlands til að steypa upp fjórar íbúðarblokkir um árið. Nánar tiltekið til Sisimiut. Í hópnum voru nokkrir kynlegir kvistir. En flestir bráðduglegir menn. Og vinnan og afköstin voru dásamleg. Fáeinir danir voru með í genginu. Þeir höfðu allt annan vinnutakt en íslendingarnir.