Ingileif Þóra Steinsdóttir frá Kollabæ, fædd 27. nóvember 1908, látin 6. desember 2006. Fáein minningarorð.
Í tilefni dagsins
Það er hádegi. Góður dagur fram að þessu. Hófst með sérlegu eftirlæti. Fékk að aka Ástu í vinnuna. Það var eftir Horngluggann og morgunkaffið. Þar sem við rifjuðum upp. Svo ókum við saman. „Hvaða leið er best?“ spurði ég. „Þessi og beygðu svo þarna,“ sagði hún. Og allur heimurinn var að fara í vinnuna líka og ók eins og brjálað fólk. Ég reyndi að treina mér ferðina.
Skálholt – góðir dagar
Við áttum boð í Skálholt. Kristinn og Harpa buðu okkur í heimsókn með gistingu. Fórum við þangað full af eftirvæntingu um hádegisbil á laugardag. Bjart var yfir landinu, heiðskírt og sólin glaðleg.
Kaffi og koníak
Menn líta lífið mismunandi augum. Fá þess vegna mismunandi áhrif af því sem fyrir augu þeirra ber. Í markaðsátaki hjá sláturfélagi einu var ákveðið að merkja sérvalið lambakjöt í glæsilegum umbúðum með stórum stöfum VSOP. Skyldi þetta vera úrvalskjöt, snyrt og kryddað og eftirsóknarvert í hvívetna. Menn lásu út úr skammstöfuninni á mismunandi vegu eins og gjarnan vill vera. Þeir kaldhæðnu lásu þar: „Very sour old pale.“ Sem er einkar óaðlaðandi lýsing á kjöti til manneldis.
Allt fullt af lífi
Það er auðvitað komið haust. Og haust koma árlega að hverju sumri liðnu. Og litir jarðar breytast. En samt er allt fullt af lífi. Það haustar einnig í lífi fólks og haustlitir skreyta það á svipaðan hátt. En samt er allt fullt af líf. Og við Ásta mín fórum að loknu stórafmæli og veislu í fyrrakvöld upp í Borgarfjörð í hreiðrið okkar Litlatré og nutum haustsins, alls sem við sáum og hvors annars.
Mamma er löngu hætt að gráta
„Einu sinni, ha, veistu, þegar ég var lítill, og það var afmæli þá gaf mamma mér, ha, tuttugu og fimm aura og bróður mínum líka. Og við fórum, veistu, fórum útí bakaríið í Pöntó á Smyrilsveginum og keyptum rjómakökur. Eina á mann. Og við vorum búnir með þær þegar við komum heim. Næst þegar ég átti að eiga afmæli, ha, þá lét mamma mig ekkert eiga afmæli. Við vorum svo fátæk og henni leið svo illa. Það var af því að pabbi hafði ekki komið heim í nokkra daga.
Hlustað á bækur og gengið með löbbu
Við litum við hjá henni á Borgarspítalanum í gær. Það var síðdegis. Hún er í sinni fyrstu innlögn á sjúkrahús, níutíu ára gömul, eftir blæðingu inn á heilann fyrr í sumar. Við blæðinguna lamaðist hægri hlið líkamans. Fremur litlar líkur voru taldar á að svo fullorðin kona endurheimti tapað afl. En þessari hetju er ekki fisjað saman. Nú lyftir hún hægri hendinni upp fyrir höfuðið, gengur um með „löbbuna“ sína og fer stiga á milli hæða tvisvar á dag. Einnig hafa einkenni í andliti horfið.
Hlaupadrottning í fjölskyldunni
Hún er alltaf að hlaupa. Og hún er alltaf að sigra. Eldri borgarar fá sáran hlaupasting af því einu að heyra hana lýsa hlaupunum sínum. Hún tók síðast þátt í Brúarhlaupinu á Selfossi. Hljóp 10 kílómetra í flokki kvenna 19 ára og yngri. Hún var fyrst í mark. Hljóp á 53:49. Hún er aðeins ellefu ára. Heitir Kristín Lív Jónsdóttir.
Góð tíðindi
Leyfi mér að vekja athygli á eftirfarandi frétt:
Þrítugasti mars
Pabbi hefði orðið níutíu og níu ára í dag hefði hann lifað. En fólk lifir ekki svo mörg ár að jafnaði. Pabbi dó samt allt of ungur. Aðeins fimmtíu og fjögurra ára. En eigi má sköpunum renna, segir á bók. Eða, ekki verður hjá örlögunum komist. Svona hugsanir líta stundum við hjá manni. Gjarnan á dögum sem voru / eru einskonar merkisteinar í ævi manns. Svo sem fæðingardagar foreldra.