Út er kominn 5. árgangur tímaritsins Glímunnar. Glíman er óháð tímarit um guðfræði og samfélag. Efni þessa heftis er, eins og segir í ritstjórnarpistli: Fimmti árgangur Glímunnar 2008 einkennist einkum af umfjöllun um hina nýju íslensku biblíuþýðingu (Heilaga ritningu! Innskot pistilshöfundar) sem kom út í fyrra.
Góður kennari er lykilmál
Mister Pips er frábær bók. Var að ljúka við hana. Hún fjallar um erfiða tíma í litlu samfélagi. Hún er ástarsöngur til skáldsögunnar. Um hana segir:
Útrás er margslungið orð
Það er hægt að hafa mörg orð um ágjöfina sem gengur yfir þjóðina þessa daga. Hugsanlega myndi það létta á sálartuðrunni að skrifa og skrifa og skamma og skamma. En svo er að sjá að nógu margir annist það. Og auðvitað hafa þeir allir meira vit á málunum en ég.
Krásir
Mér finnst ekki hægt að orða það á annan veg. Krásir. Þá er ég að tala um sex binda safnið Íslenskar smásögur. Hef minnst á það áður í pistli og kallaði Gersemar í góðu bandi.
Hvers vegna alltaf tómatsúpa?
Maður rekst stundum á svo ágætar smásögur. Og les þær gjarnan tvisvar. Þannig fór fyrir mér með söguna Bliss eftir Katherine Mansfield.
Gersemar í góðu bandi
Dustandi ryk af bókum í morgun, í orðsins fyllstu merkingu, staldraði ég við sex binda safn sem ber það elskulega heiti Íslenskar smásögur, 1874 – 1974. Endurfundir við bækurnar urðu til þess að ég gleymdi tuskunni og tók að fletta bókunum og rifja upp yndisleg kynni okkar.
Regn
Á þessum ágætu dögum í sveitinni hefur helst vantað regn. Þannig hefur það verið í uppveitum Borgarfjarðar megnið af júlímánuði. Hitinn allt að tuttugu og tveim gráðum og gjarnan stafalogn. Það telst til tíðinda.
Dauðasyndirnar – ærsl og alvara
Við sáum Dauðasyndirnar í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Sýningin er vissulega mikill gleðileikur. Leikararnir mæta gestum sýningarinnar, með spaugi og áreiti, strax frammi við dyr þegar þeir opna salinn. Þeir bjóða fólki til sætis með ærslafullu látbragði og reyna að fá það til að slaka á og létta af sér leikhúss hátíðargervinu.
Mögnuð morgunstund
Var snemma á fótum í morgun, einn, og eftir að koma kaffinu í gang fór ég með bókina inn í bókaherbergið og las áfram. Þetta er ein af þessum bókum sem fyllir brjóst manns af blönduðum tilfinningum, vináttu og elsku. Og maður finnur fyrir því að vera einn og ófær um að virkja flæðið sem iðar eins og uppsprettulind innvortis. Þannig eru andvökur.
Spennandi frétt
Tommy Lee Jones býr sig undir að leikstýra kvikmynd eftir skáldsögu Ernest Hemingway´s, Islands in the Stream. Hefur Tommy Lee þegar fengið stórleikarana Morgan Freeman og John Goodman til liðs við sig. Þannig hermir Lesbók í dag.