„Steindór kveikti sér í sígarettu. Hann sagðist bera – ja allt að því lotningu fyrir mönnum sem hefðu milljónir í veltunni, mokuðu fé úr bönkunum, tvöfölduðu eignir sínar þegar hlutafélagið þeirra yrði gjaldþrota, og þættust vera ruglaðir og minnislausir, ef þeir ættu að svara óþægilegum spurningum í réttarsal.
Nú fara menn að hressast
Nú fara menn að hressast. Dalurinn kominn í 120. kr. Þá fær maður von um að geta bráðlega aftur keypt bækur á Amazon. Ég hætti þegar dalurinn fór í 90 krónur. Það verður ánægjulegt að vita af möguleikanum þótt lítið sé um skotsilfur. Svo er í öllu falli hægt að velta því fyrir sér, á netinu, hvaða bækur gaman væri að eignast.
Orð, efni og unaður
Nú hvolfist flóðið yfir þjóðina. Stórir brimskaflar. Bækur. Orð. Hugsanir. Milljónir orða. Ofan í brimskafla krepputalsins. Það er mikil ágjöf um þessar mundir. Samt að verða komið nóg af krepputali. Meiri hluti þess froða. Tölum því um bækur. Næstu vikur að minnsta kosti.
Einsemd Íslands
Það hljóta að vera ástæður fyrir því hvers vegna Íslendingar virðast svo átakanlega vinafáir meðal þjóðanna þessar vikurnar. Og eitthvað sem því veldur. Djúpt inni í hausnum á manni liggja minningar um að þeir hafi oftar verið naumir á framlög til alþjóðamála og samskipti þeirra við aðrar þjóðir fremur einkennst af sterkum vilja til að þiggja fremur en að gefa.
Þessvegna er búið að loka Bánkanum
Rektor Skálholtsskóla sendi mér þessar dásamlegu tilvitnanir í bækur Halldórs Kiljans Laxness fyrir stundu. Stenst ekki freistinguna að deila þeim. Þær eru innan gæsalappa!
Fundið fé á krepputímum
„Nú sem við erum staddir bakvið leiti, þá veltur sá fróðleikur upp úr einum í hópnum, að hver maður sem fari yfir girðingu af þessu tagi verði sekur um tíu krónur […] Meðþví nú glæpur þessi bar í sér alla þá lokkun sem fylgir fjárglæfrum, tókum við okkur til allir saman og fórum að hoppa yfir gaddavír.[…]
Ég tók hana fram þegar erfiðast var
„Sá sem flettir Bókinni um taó í fyrsta sinn á bágt með að verjast hlátri, en við annan lestur hlær hann að sjálfum sér fyrir að hafa hlegið hið fyrra sinni; þegar hann les bókina í þriðja sinn kemst hann að þeirri niðurstöðu að fræði af þessu tagi muni vera meira en lítið þarfleg núna.“ Lin Yutang, Wisdom of Laotze, 1948.
Ljóðakeppni – sjö orð úr grunnskóla
Tolstoy – dýrmæt gjöf
Allar smásögur Tolstoys. Fólk reiknar ekki með afmælisgjöfum á mínum aldri. Finnur gleði í símtölum dagsins, sms skeytum, tölvupósti og athugasemdum á bloggsíðu. Þeir sem búa yfir meira örlæti koma og kyssa á kinn og færa litla gjöf. Makinn á auðvitað alltaf sterkasta leikinn á slíkum tímamótum. Svo gleymist dagurinn.
Já, vel á minnst, fólkið, hvað er það?
„Það er alltaf verið að tala við mig um eitthvað, sem kallað er fólk, og mér er ekki ennþá fullkomlega ljóst, hvað átt er við. Stundum held ég, að það sé kannski vinur minn Dósóþeus Tímóteusson eða eitthvað svoleiðis, en það er víst ekki rétt. Í minni sveit var þónokkur slæðingur af huldufólki, en nú heyri ég sagt að það hafi alltsaman verið tilbúningur og vitleysa. Nei, við náum víst aldrei til „fólksins“ …“