Aftur til bókarinnar

Bækur hafa verið mér góðar. Þær hafa reynst mér vel í flestum tilbrigðum hugarástands míns. Eins og þau geta verið margvísleg í óstýrilátri sál. Í bókum mætir maður fólki af öllum þjóðum veraldar. Af öllum tímum mannkynssögunnar. Háu fólki og lágu, breiðu fólki og mjóu. Í andlegri og líkamlegri merkingu. Og lífsreynslu þess.

Lesa áfram„Aftur til bókarinnar“

Jónas stýrimaður í Manitsok og koss á þúsundkall

Það þóttu tíðindi um haustið þegar íslenskt varðskip kom í höfnina. Það hafði leitað vars í snarvitlausu veðri. Við fórum um borð nokkrir Íslendingar til að heilsa upp á landa okkar. Á vakt í brúnni var Jónas stýrimaður eins og hann var kallaður lengst af. Þetta var í Manitsok á Grænlandi. Það var stormhvinur í loftinu og snjór yfir öllu.

Lesa áfram„Jónas stýrimaður í Manitsok og koss á þúsundkall“

The Reader: Hvað hefðir þú gert?

Ferðir okkar Ástu í bíó eru ekki tíðar. Gjarnan líða eitt til tvö ár á milli bíóferða. Síðast fórum við og sáum Brúðgumann í febrúar 2008. Það var fyrir Kreppu. Í gær sóttum við í okkur veðrið og ókum vestur í Háskólabíó til að sjá The Reader, en við lásum bókina Lesarinn, Der Vorleser, eftir Bernhard Schlink, í frábærri þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar í febrúar 2005 og urðum bæði mjög hrifin af henni. Sjá hér.

Lesa áfram„The Reader: Hvað hefðir þú gert?“

Segðu mömmu…

Fordómar í hausnum á mér hafa oft valdið því að nafn á sumum nýjum bókum hafa fælt mig frá þeim. Hluti af þeirri firru helgast af því að þessi árin ráða gamlir menn ekki við að kaupa nema sárafáar af þeim bókum sem þeir áður hefðu stokkið á á útgáfudegi. En segja nú eins og þekktur refur; „Þau eru súr.“

Lesa áfram„Segðu mömmu…“

Ást og kelerí á sunnudagsmorgni

Eftir kaffið og Moggann í morgun sögðu bækur í einni hillunni í bókaherberginu að það færi ekki nógu vel um þær. -Elskurnar mínar, svaraði ég, -hvað er það sem angrar ykkur? –Æ, okkur ljóðabækurnar langar að vera meira saman. Þú hefur dreift okkur of mikið og stungið ýmsum á milli og aðskilið sumar okkar sem eru vinir. -Eruð þið snobbaðar, spurði ég?

Lesa áfram„Ást og kelerí á sunnudagsmorgni“