Fávitar? Það er spurningin

Síðastliðinn sunnudag hertum við gamla mín upp hugann og ákváðum að líta á bókamarkað Forlagsins á Fiskislóð. Ásta tók að sér að vera bílstjóri og gegndi ég því stöðu aðstoðarbílstjóra. Eftir tvær eða þrjár vinsamlegar ábendingar frá mér um aksturslag og götuval, sagðist hún vilja að ég flytti mig í aftursætið. Ég kaus frekar að þegja enda þröngt í aftursæti hins risasmáa Yaris.

Lesa áfram„Fávitar? Það er spurningin“

Bókmenntahátíð ríður yfir

Nú fyllist tilveran af bókmenntahátíð og rithöfundum. Tuttugu og fjórum höfundum hefur verið boðið á hátíðina. Lesbók Moggans er helguð henni. Það eru myndir af tíu rithöfundum, gestum hátíðarinnar, á forsíðunni. Inni í blaðinu eru viðtöl við þessa tíu og myndir af þeim. Þær eru misstórar. Tveir fá margfalt stærri myndir en aðrir. Ætli það sé gæðastimpill?

Lesa áfram„Bókmenntahátíð ríður yfir“

Slagur vindhörpunnar

„Pabbi, hver er það sem leikur á vindhörpuna? spurði Litli-Kornelíus, sem var þá sex ára.
Það er auðvitað vindurinn, svaraði elsti bróðirinn.
Nei, það eru kerúbarnir, er það ekki, pabbi? spurði Síríus, og leit á föður sinn stórum tryllingslegum augum.
Hringjarinn hneigði höfuðið til samþykkis, annars hugar…!
Og Síríus gaf síðar ódauðlega lýsingu á því á fullorðinsaldri í ljóði sínu: Kerúbar fóru hjá.“

Lesa áfram„Slagur vindhörpunnar“

Allt er lífið glíma

Eins og fram er komið þá dvöldum við yfir helgina í sveitinni. Veðurblíðan sem tók á móti okkur síðdegis á föstudag var með fáum dæmum miðað við maímánuð. Svo einstök var hún. En um nóttina hvessti af norðaustri. Sú átt er þrálát þarna og oft stíf. En skjólið sunnanundir gerir lífið konunglegt.

Lesa áfram„Allt er lífið glíma“

Bækur eru dásamlegir félagar

Svo var það einn dag að áhugi á matseld ruddist fram og skipaði sér í efsta sætið. Fyrst hélt ég að þetta liði hjá fljótlega en það gerði það ekki. Þá tók ég til við að rifja upp það sem uppáhalds rithöfundar og ævintýramenn höfðu sagt um mat. Það er kapítuli út af fyrir sig. Áhrifaríkur og skemmtilegur. Í framhaldi eignaðist ég ýmsar bækur um mat.

Lesa áfram„Bækur eru dásamlegir félagar“