Einkennileg bókamerki

Veitti því ekki athygli fyrr en í morgun hvað bókamerkin mín eru einkennileg. Það kom til af því að í vinnuherberginu mínu er oft dálítil óreiða og ég þurfti að finna skjal eða minnisblað sem hafði grafist undir hinum ýmsu bókum sem ég er að grauta í. Og til þess að finna minnisblaðið varð ég að stafla bókunum sem eru í lesningu. Þá tók ég eftir bókamerkjunum.

Lesa áfram„Einkennileg bókamerki“

Dínamít er sprengiefni

Við fórum í leikhús í gær. Við Ásta. Sáum leikritið Dínamít eftir Birgi Sigurðsson. Þetta er átakamikið og kröftugt leikverk. Mikil orðræða og framúrskarandi leikur. Við hrifumst af verkinu. Bæði. Það fer samt þannig fyrir mér í leikhúsi að það er textinn, hugsunin og tjáningin sem hrífur mig helst. Umgjörðin hefur minna gildi. Sennilega af því að ég hef ekki vit á henni.

Lesa áfram„Dínamít er sprengiefni“

Vika bókarinnar. Fjórði hluti

Fór loks í gær í búð og keypti smásögur Hemingway´s í annað sinn. Þessar sem komu út fyrir jólin. Þá þurfti ég að fara þrjá daga í röð í bókabúð til að eignast hana. Það var tíminn sem það tók útgefendur að koma henni í verslun eftir að þeir sögðu hana komna í búðir. Bókin heitir Snjórinn í Kilimanjaro og fleiri sögur. Hún er þýdd af Sigurði A. Magnússyni. Listavel.

Lesa áfram„Vika bókarinnar. Fjórði hluti“

Vika bókarinnar. Þriðji þáttur

Það urðu miklir fagnaðarfundir og ást við fyrstu sýn þegar ég eignaðist Íslendingasögurnar. Þá var ég sautján ára. Hafði fengið útborgað fyrir vinnu við uppskipun á eyrinni og fór í Bókaverslun Norðra sem þá var til í Hafnarstræti. Líklega við hliðina á Heitt og kalt. Ekki man ég hvað safnið kostaði en það fékkst með afborgunum, hundrað krónum á mánuði. Þrjátíu og níu bækur.

Lesa áfram„Vika bókarinnar. Þriðji þáttur“

Vika bókarinnar. Annar þáttur

Margar af þeim bókum sem komu mér á lagið með að lesa, þegar ég var barn og unglingur, eru löngu horfnar úr safninu. Ástæður fyrir því eru vafalítið margar. Þá helstu tel ég þó vera stjórnleysi sem plagaði persónuleika minn á árunum þeim. Auðvitað vildi ég vel en hafði ekki staðfestu til fylgja því eftir. Þessu hafði faríseinn Sál frá Tarsus lent í fyrir margt löngu og orðaði þannig í bréfi: „ Það góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki, það gjöri ég.“

Lesa áfram„Vika bókarinnar. Annar þáttur“

Vika bókarinnar. Fyrsti þáttur

Þegar ég les um það að vika bókarinnar standi nú yfir, þá lyftist örlítið á mér brúnin. Það gerist þótt hún hafi verið sígin síðustu daga vegna vanheilsu í kroppnum. Alltaf er það gleðiefni að heyra umræður um bækur og orðin sem í þeim standa og hugsunina á bak við orðin. Blað allra landsmanna leggur sig fram um að fjalla um bækur og þættir heyrast í útvarpi og allt er það hluti af veislu fyrir þá sem eiga bækur fyrir vini.

Lesa áfram„Vika bókarinnar. Fyrsti þáttur“

Itza í-addiga

Það er langt síðan ég hef lesið skáldsögu eftir íslenskan höfund sem ég hafði jafn mikla ánægju af. Hef eiginlega ekki lesið skáldsögur eftir þá um árabil. Nema fyrstu tíu síðurnar eða svo. Er fastur í þessum gömlu með Kiljan, Bjart og Hreggviðsson í efsta sæti.

Lesa áfram„Itza í-addiga“

Tous les matines du monde

Hún fjallar um harm. Yfirþyrmandi ósegjanlegan harm eins manns. Úr krömdu hjarta hans óx tónverkið Tregagröfin. Leikin á gömbu. Með tónum tjáði hann sorg sína og angist. Það sem orð náðu ekki til. Hann lét smíða handa sér kofa úti í garði, í gríðarmiklu mórberjatré. Fjórar tröppur upp. Hann bætti bassastreng við hljóðfærið svo hægt væri að ná dýpri tón á það og ljá honum dapurlegri blæ.

Lesa áfram„Tous les matines du monde“