Helvítis öryrkinn þinn

Við fórum í Borgarleikhúsið í gærkvöldi. Áttum gjafakort frá því í fyrra. Sáum Gullregn. Það var troðfullt hús, enda leikritið margumtalað og frægt fyrir frábæran leik og fyndni. Fyndni. Hún náði samt eiginlega aldrei til mín. Þegar salurinn skellihló, og sumir veinuðu meira að segja, þá var það frekar einskonar samúð sem vaknaði í mér.

Lesa áfram„Helvítis öryrkinn þinn“

Afbragð annarra bóka

Það urðu miklir fagnaðarfundir og ást við fyrstu sýn þegar ég eignaðist Íslendingasögurnar. Þá var ég sautján ára. Hafði fengið útborgað fyrir vinnu við uppskipun á eyrinni og fór í Bókaverslun Norðra sem þá var til í Hafnarstræti. Líklega við hliðina á Heitt og kalt. Ekki man ég hvað safnið kostaði en það fékkst með afborgunum, hundrað krónum á mánuði. Þrjátíu og níu bækur.

Lesa áfram„Afbragð annarra bóka“

Jólabókapælingar

Stundum eru viðhafðar matvælakynningar. Þá koma gestir aðvífandi og kynna sér krásir með því m.a. að smakka á góðgætinu. Þeir velja sér gjarnan, á einnota disk, lítilræði af þessu og smávegis af hinu. Leggja sig fram um að meta bragð og gæði. Það getur verið lærdómsríkt að mæta á svona kynningar. Eftir eina umferð reynir maður svo að mynda sér skoðun á því hvað manni féll best. Fær sér aftur af því og kinkar kolli.

Lesa áfram„Jólabókapælingar“

Dante og drossíujeppinn

Fór í morgun í nokkrar verslanir til að skoða verð á fáeinum bókum. Á bílastæði við eina búðina bar svo við, þegar ég var að læsa bílnum mínum, sem er ellefu ára gamall Forester, að á hvínandi ferð kom þessi svakalega flotti drossíujeppi, silfurgrár og sanseraður og snarhemlaði svo nálægt mér að ég var rétt rokinn um koll.

Lesa áfram„Dante og drossíujeppinn“