„Munurinn á blaðamennsku og bókmenntum er sá, að blöðin eru ólesandi en bókmenntirnar eru ekki lesnar.“ Oscar Wilde komst þannig að orði. Þessi hnyttna setning kom upp í hugann fyrir skömmu þegar ramakvein blaðamanna glumdi sem hæst yfir þjóðina vegna komu fulltrúa sýslumanns inn á ritstjórn Fréttablaðsins. „Okkur er misboðið,“ sögðu þeir, „okkur er verulega misboðið. Það er verið að skerða rétt okkar.“
Að hátíðarlokum
Nú er skáldsagnahátíðinni að ljúka. Ég fylgdist með álengdar. Blanda af hrifningu og tortryggni kemur í hugann þegar stórum messum er komið á fót og fjölmiðlar fylltir af fregnum af þeim. Tortryggnin tengist grun um að á bak við tjöldin leynist fyrirtæki sem hafa fjárhagslegan hagnað einan að markmiði. Það hlýtur því að hafa áhrif á val á höfundum og bókum. Og virðingin fyrir herlegheitunum á það til að skreppa saman líkt félaginn þegar vaðið er út í ískalt vatn.
Í stofu
Í stofu
Hannes Pétursson yrkir:
Við þennan lampa lastu einatt fyrr
í löngum kvæðabókum. Næturregn
við opinn glugga féll á fölvan garð.
Þú fylgdist ekki burt með vinum þínum
en spurðir:
Hvað er betra en bíða kyrr
hjá bókum sínum, myndum, hlýjum arni
unz kemur hann, sá eini er engan spyr
hvað augun sáu, höndin snart, en fer
með okkur gegnum hússins læstu hurðir
heim með sér…
…og horaða rjúpu étur.
Samveran hlaut nafnið vísnakvöld. Það var í september 2004. Þá leigðu þau sér sumarhús yfir helgi, uppi í Borgarfirði, Kristinn og Harpa, Brynjólfur og Ráðhildur og Gunnbjörg. Sumarhús þetta er skammt þar frá sem hirðingjakofi Ástu og Óla, Litlatré, stendur, og er steinsnar frá bökkum Hvítár. Fyrra kvöldið var setið hjá Ástu og Óla í mat og drykk af þægilegum brögðum og allskyns málefni rædd, bæði í gamni og alvöru og þó heldur meira af alvöru. Enda sumir gestanna langskólagengnir, einn með doktorsgráðu og annar hérum bil og sá þriðji litlu minna.
Rafspennubreytingar í heilastöðvum?
Það er með nokkru hiki sem ég nefni nafn Þorsteins Gylfasonar, prófessors við Háskóla Íslands. Það er auðveldara að nefna nöfn jafningja sinna. Ég hitti manninn einu sinni. Við vorum á leið út úr Háskólabíói eftir sinfóníuhljómleika. Ég heilsaði honum með handabandi og sagðist lesa bækurnar hans og að sumum barna minna hefði hann kennt og þakkaði honum fyrir hvorttveggja. Ég man enn hvað hönd hans var hlý og handtakið hæfilega þétt.
Tvíraddað stef 2
Það eru fleiri víddir í tilverunni en sú sem ég nefndi í fyrri pistli um dvölina í Litlatré. Og sannast þar hið fornkveðna að þótt menn geti ekki valið sér bræður eða systur eða foreldra, né gen til að byggja persónuleika sinn, þá geta menn -og Guði sé lof fyrir það,- valið sér vini. Þess vegna bauð ég þessum þrem að lúra á náttborðinu hjá mér, Walt Whitman, Friedrich W. Nietzsche og Bernhard Schlink.
Að eyðileggja bækur
Þær eru ógleymanlegar margar ánægjustundirnar sem bækur Halldórs Kiljan Laxness veittu mér í gegnum árin. Sem og þúsundum annarra lesenda hans. Að sjálfsögðu. Aftur og aftur tók ég bækurnar fram og endurlas uppáhaldskaflana mína. Ýmsar persónur þeirra hafa orðið eins og hluti af lífinu. Hetjur sérkennilegra viðhorfa, orða og hnyttni.
Til þín
Fimm sinnum hafði ég farið inn í bókabúðina og gengið umhverfis borðin og skoðað titla og kápur á efstu bókum staflanna. Sumar þeirra tók ég upp á leiðinni að þessari einu sem hugur minn sóttist eftir. Hún var ásamt fáum innan við afgreiðsluborðið, til hliðar við fjöldamenninguna. Falleg bók og hlaðin dýrlega vönduðum orðasamböndum. Ég tók hana ekki upp. Hún var of dýr fyrir mig.
Ástarflótti
Er að lesa bók um þessar mundir sem heitir þessu forvitnilega nafni, Ástarflótti. Liebesfluchten. Hún er eftir Bernhard Schlink, þýskan rithöfund og þýdd af Þórarni Kristjánssyni. Önnur bók eftir Schlink er til á íslensku, Lesarinn, og er snilldarlega þýdd af Arthúri Björgvini Bollasyni. Sú bók hitti mig mjög ákveðið og hef ég lesið hana þrisvar sinnum.
Við horngluggann
Eins og flesta morgna, upp úr klukkan sex, settumst við Ásta mín við horngluggann með kaffið okkar í morgun. Áður höfðum við kveikt á útvarpinu, rás eitt. Tónlistin sem þeir velja fyrsta klukkutímann í þættinum Árla dags, virðist ekki vera valin til þess að kalla fólk út í lífið. Stundum dettur manni í hug, bókstaflega, að einhver nákominn þáttastjórnendum sé nýlega dáinn og útförin verði seinna um daginn.