Arískir polkar og valsar, og Berlín aftan frá

Það var frábært kvöld í Iðnó í gær. Fyrir fullu húsi túlkaði Hilmir Snær Charlotte von Mahlsdorf svo og þrjátíu og fimm persónur aðrar sem komu við sögu í leikritinu Ég er mín eigin kona. Í einu orði sagt er leikritið stórkostlegt listaverk. Það segir langa sögu mikillar hetju sem berst við að komast af í Þýskalandi á öldinni sem leið.

Lesa áfram„Arískir polkar og valsar, og Berlín aftan frá“

Óáreiðanlegir tímar

Er nú svo komið að lesendur þurfi að tortryggja þær bækur sem hljóta verðlaun á hinum ýmsu sviðum bókmenntanna, vegna þess að á bak við öll verðlaun sem veitt eru séu allt önnur markmið en þau sem lúta að gildi bókmennta? Sé það tilfellið, þá minna tímarnir óneitanlega á tilveruna fyrir fimmtíu árum þegar bókmenntir voru flokkaðar eftir því hvort þær þjónkuðu, fylgdu, vinstri eða hægri pólitík fremur en raungildi sínu.

Lesa áfram„Óáreiðanlegir tímar“

Ég elska þig

Í grein í síðustu Lesbók vitnar höfundur hennar í orð félaga síns sem sagði: „það er ekki hægt að segja þetta „eðlilega“ á íslensku, það virkar „asnalegt“, mikið betra að segja það á ensku.“ Vangaveltur eins og þessi fá mann til að hugsa hversu asnalegur maður hefur þá verið síðustu fimmtíu ár, að hafa ekki sagt: „I love you, Ásta.“

Lesa áfram„Ég elska þig“

Einföld strik og fáir litir

Stundum raða góðir dagar sér upp og umlykja fólk. Þá er góður tími. Það er samt misjafnt hvað gerir daga góða. Hjá flóknum og margbrotnum sálum þarf vafalaust margháttuð atriði til að gera daga góða. Okkur hinum nægja einföld strik og fáir litir. Síðustu dagar hafa einmitt verið slíkir í mínu umhverfi og innri maðurinn brosir drjúgur með sig þegar orð Prédikarans um vondu dagana missa gildi sitt um hríð, þótt sígild séu.

Lesa áfram„Einföld strik og fáir litir“

Tveir íslenskir nóbelshöfundar

Það eru auðvitað heilmikil tíðindi að íslenska þjóðin skuli í reynd hafa átt tvo nóbelshöfunda. Það er að segja tvo rithöfunda sem báðir voru verðugir nóbels-verðlauna. Því svo er að heyra að það hafi verið stjórnmálaskoðanir þeirra sem skildu á milli. Annar hafi verið kommúnisti en hinn nasisti. Og af tvennu illu hafi kommúnistinn verið skárri kostur. Raunar voru Svíar alltaf talsvert til vinstri.

Lesa áfram„Tveir íslenskir nóbelshöfundar“

Hávegir orðsins

Einu sinni enn fyllist hugur minn þakklæti til þeirra einstaklinga sem helguðu sig og helga sig þýðingastörfum. Vil taka svo sterkt til orða að segja að þeir séu með verðmætustu gjöfum Guðs til íslensku þjóðarinnar. Hvar ætli menning hennar væri á vegi stödd, nyti ekki þýðinga við. Það fara nöturlegar myndir í gegnum hugann við þá vangaveltu.

Lesa áfram„Hávegir orðsins“

Engjafang

Stundum heyrir maður af íslenskum orðum sem aldrei áður höfðu náð til manns. Sum þeirra búa yfir svo miklum þokka að maður margendurtekur þau fyrir munni sér og hlustar á ytri og innri hljóm þeirra. Þannig urðu viðbrögð mín við orðinu engjafang sem fyrir fáum dögum náði hlustum mínum í fyrsta sinn. Engjafang.

Lesa áfram„Engjafang“

Hænuhaus lesandans

Það var ekki eins mikill vandi að fara í bókabúðir á jólaföstu hér á árum áður þegar maður var og hét. Þegar ég segi var og hét, þá á ég við í fullu starfi hjá verktakafyrirtæki með þokkaleg laun. Þá lét maður ekki verðið á bókunum stjórna innkaupunum. Reyndar urðu þau vísindi happadrjúg að hinkra fram í febrúar, mars og apríl með aðalkaupin, eða jafnvel fram á næsta ár, því þá væru bækurnar teknar að eignast orðspor.

Lesa áfram„Hænuhaus lesandans“

Get ekki orða bundist

Ég hef alltaf dáðst að mönnum sem tala frönsku. Það er að segja Íslendingum sem tala hana. Einu sinni vann maður hjá mér maður sem talaði frönsku. Ég komst að því þannig að hann var alltaf með kiljubók í vasanum og í hvert sinn sem færi gafst, svo sem í kaffitímum eða reykingahléum, tók hann bókina upp og las í henni. Þar sem ég hef alltaf þóst vera mikill áhugamaður um bækur, spurði ég hann hvað hann væri að lesa.

Lesa áfram„Get ekki orða bundist“

Aðeins eitt blóm

Á undanförnum vikum hef ég nefnt þessar ágætu ljóðakonur sem gist hafa hús mitt og huga. Já og aðrar konur einnig sem hafa sýnt mér og bent á að viðhorf þeirra og hagmælska geta verið gersemar þó ekki sé látið jafn mikið með þær og ýmissa annarra. Þessara ágætu ljóðakvenna á meðal er Þuríður Guðmundsdóttir frá Sámsstöðum í Hvítársíðu.

Lesa áfram„Aðeins eitt blóm“