Raunir handboltamanns

Það er kannske ekki sanngjarnt að blanda sér í umræðu um handbolta á þessum dögum þegar meistararnir keppa. Samt er það svo að við þessir frumstæðu, setjumst fyrir framan imbann að loknum starfsdegi og fylgjumst með þvi þegar landinn tekur þátt í handboltakappleik.

Lesa áfram„Raunir handboltamanns“

Eftirsókn eftir vindi

Vangavelta um þessi orð kemur til hugar þegar lesið er upphafið að Prédikaranum í Biblíunni. Bók sem af mörgum er talin heiðin og full af bölsýni og líkt við orðræðu heimspekings þar sem íhugunarefnið er hversu lífið er stutt, mótsagnakennt og fánýtt. Niðurstaða höfundanna er, eftir að hafa rannsakað og kynnt sér „…allt það, er gjörist undir himninum… …og sjá; Allt var hégómi og eftirsókn eftir vindi.”

Lesa áfram„Eftirsókn eftir vindi“

Og lífið skiptir um lit

Þeir voru með það gárungarnir, þegar við Ásta fluttum á póstsvæði 201 Kópavogur, að það væri á dreifbýlissvæði, ofar snjólínu. Svo glottu þeir. Búa sjálfir, í huganum, niðri á sléttum, skulum við ætla. Þeir skildu ekki að við vorum komin að þeim bæjarmörkum þar sem borgarysnum lýkur. Og unum afskaplega glöð við okkar hag.

Lesa áfram„Og lífið skiptir um lit“