Þetta hófst með því að maðurinn spurði hvort ég væri með ný gleraugu. „Nei, ekki aldeilis. Þau eru árs eða tveggja.” „Hví spyrðu?” „Mér sýnist eitthvað vera breytt við þig.” „Hvað ætti það að vera?” „Ég veit það ekki. Ertu nýklipptur, kannski?” „Nei sko ekki, rakarinn minn er á Kanarí. Sex vikur held ég.” „Það er samt eitthvað breytt við þig,” sagði maðurinn, en við höfum hist á hverjum degi síðustu mánuði. „Hvað getur verið svona breytt við þig?” sagði hann svo eftir að hafa skoðað mig um hríð. „Ja, ég veit ekki um neitt, nema að það var skipt um bremsuklossa í bílnum mínum í morgun.”
Sælureitur á jörð
Það var svo ágætur dagur í gær. Við fórum í göngutúr um Smáralind á leiðinni suður í Hafnarfjörð. Þar var ekki margt fólk á ferðinni. Helst í austurendanum á efri hæðinni þar sem þrír sýndu glennur úr Rómeó og Júlíu. Skrítið. Svo sýndu nokkur unglingapör dansa. Hægan vals og tangó og rokk. Sá þarna miðaldra konu, smá-vaxna. Hún ók innkaupakerru með sitt lítið af hverju í og horfði á atriðin lengi, lengi. Ég fékk á tilfinninguna að engin biði hennar heima.
Úr gamalli afmælisdagabók
Hvað er fegra en sólarsýn,
þá sveimar hún yfir stjörnurann.
Hún vermir, hún skín
og hýr gleður mann.
Kaloríur og kolvetni
Vafalaust eru það ekki margir íslendingar sem leggja á sig að fasta af trúarlegum ástæðum. Aftur á móti er augljóst að mjög margir fasta til að minnka á sér offituna. Eru bæði kolvetna- og kalóríuföstur á hvers manns vörum um þessar mundir. Fyrir líkamann. En föstur af trúarlegum ástæðum eru fyrir andann. Hjartað, sálina, hugann og máttinn, þessum þáttum sem Guð ætlast til að fólk trúi af.
Hún er sex mánaða í dag
Það er þannig með blessuð börnin, að á meðan þau eru kornabörn er talað um aldur þeirra í vikum, síðan í mánuðum. Loks verða þau einhverra mánaða gömul, þriggja, fjögurra, fimm eða sex. Þannig er með yngsta barnið okkar Ástu, það er sex mánaða í dag, áttunda mars. Ótrúlegt hvað timinn líður hratt.
Vald konunnar
Ekki á fótum fyrr en undir átta. Þá var bjartara úti en marga undanfarna morgna. Verkaði vel á sálina. Og kaffið rann niður og þaut út í æðarnar. Eftir seinni bollann byrjaði Ásta að tala. „Það væri gott að ganga svolítið núna.” „Já, elskan mín, fyrir alla muni gakktu.” „Mundir þú koma með” „Viltu nokkuð vera að draga mig inn í þetta?” Þögn.
Hver mun annars taka í hönd mína?
Til eru orð sem lífga og til eru orð sem deyða.
Lífið er þakið orðum.
Orð flæða og flæða.
Á grænum grundum
Á meðan flensudagarnir gengu yfir, það tók tíu daga, og fólk breiddi sæng upp fyrir haus til að draga úr óbærilegum hóstakviðum, fengust sálir okkar við það að rifja upp gamla og góða daga. Daga, þegar æskan réði ríkjum og ný tegund af tilfinningum spratt fram af ægikrafti. Geisaði eins og stormsveipir og lyftu lífsglöðum unglingum upp af jörðinni.
Ertu hvað?
Morgunblaðið er alltaf á leiðinni eitthvert. Stýrimenn þess taka ákvarðanir um stefnur. Lengst af höfum við átt samleið. Gerðist áskrifandi unglingur. Foreldrarnir keyptu Þjóðviljann og Alþýðublaðið. Sem þróttmikill ungur maður keypti ég öll dagblöðin og fylgdist með þjóðmálunum af afli. Sagði raunar Þjóðviljanum upp, öskureiður, þegar hann gekk alltof langt í að skíta miklum skít á útlending sem sest hafði að á Íslandi.
Langt tilhlaup
Það var 23. janúar s.l. sem hér birtist pistill um höfuðverk og magnyl. Þá var gerð tilraun til að setja mynd inn á síðuna til að auka frásagnargildi textans. En tilraunin mistókst og menn fengu sér magnyl. Eitt og annað hefur drifið á daga pistlahöfunds síðan þetta var og meðal annars, og það langversta, var svæsin inflúensa sem herjaði eins og árás hryðjuverkamanna á öndunarfæri, lungu, barka, háls og nef.