Morguninn eftir

Við fórum snemma á fætur morguninn eftir kosningadaginn, eins og vant er, við Ásta. Þeim gekk illa að ljúka talningu í sumum kjördæmum og Ingibjörg Sólrún féll ekki út fyrr en við vorum komin út í bíl. Við vorum á leið í göngu eftir morgunkaffið. Það kom mér ekki á óvart að Ingibjörg féll út. Fylkingin hennar hefði átt að segja okkur verkafólkinu hvað það væri sem þau gætu gert betur en ríkjandi stjórn.

Lesa áfram„Morguninn eftir“

Smá útúrdúr

Það var við horngluggann í morgun. Kaffið var óvenju gott. Fyrsti bollinn var drukkinn að mestu án orða. Slydda utan við gluggann. Í maí. Slatti af kosningablöðum á borðinu. Ásta sagði: „Ertu búinn að ákveða hvað þú ætlar að kjósa?” „Já.” „Ætlar þú að breyta til?” „Nei. En Þú?” „Nei. Þetta kom til umræðu í vinnunni í gær. Fólk talaði af miklum ákafa um allt þetta nýja fólk sem býður sig fram og allt þetta góða og fína sem það ætlar að gera fyrir alla. Svo kom að mér.

Lesa áfram„Smá útúrdúr“

Sungið til jarðar

Þessi vika einkenndist af umhugsun og undirbúningi fyrir útför góðs vinar norður á Akureyri, Huldu Sigurbjörnsdóttur. Við Ásta ókum norður fyrsta maí. Kviðum nokkuð tali fjölmiðla um snjó á heiðum nyrðra sem allt reyndist orðum aukið. Ókum norður á alauðum vegi en á móti allhvössum vindi, eða 12 til 18 m/s. Og lítils háttar frosti. Komum til Akureyrar um þrjú leytið. Fengum inni á Hótel Norðurlandi.

Lesa áfram„Sungið til jarðar“

Pólitík á biðilsbuxum

Með hliðsjón af trú minni, sem er huglæg iðkun um sannleika og mannelsku Guðs, hef ég reynt í mörg ár að láta ekki pólitíska umræðu hafa áhrif á daglega tilveru mína. Geri mér þó fulla grein fyrir því að pólitík snýst um fjármagn þjóða, vald yfir því og meðferð. En vald er eitthvað sem fer illa með flest fólk og getur orðið að fíkn og vitað er að fíknir umbreyta fólki í fíkla.

Lesa áfram„Pólitík á biðilsbuxum“

Í sumarbyrjun

Í blaðaviðtali skömmu fyrir Oscars-verðlaunaúthlutun árið 1986, spurði blaðamaðurinn Barbara Walters bandarísku forsetahjónin, Ronald og Nancy Reagan, hvernig þau hefðu farið að því að halda lífi í ást sinni í þrjátíu og fimm ár. Á meðan þau veltu fyrir sér spurningunni vildi blaðamaðurinn auðvelda þeim að svara og bætti við annarri spurningu: „Var það kannski af því að þið voruð bæði fús til að gefa og þiggja á helmingaskiptum, 50-50?”

Lesa áfram„Í sumarbyrjun“

Fimm plús ein

Mætt að nýju við horngluggann, árla, með sjóðheitt kaffi, lét ég í ljós innilega gleði yfir endurkomu Ástu og nærveru. Í miðjum bolla númer tvö tók hún að segja frá ferðinni á ráðstefnuna sem haldin var á Skagen á nyrsta odda Danmerkur. Þar komu saman um 170 starfsmenn félagsmálastofnana norðurlandanna til að hlusta á sérfræðinga og fræðast um störf kolleganna.

Lesa áfram„Fimm plús ein“

Fræull

Veðurhryðjurnar í morgun, árla, hvolfdust yfir byggðina hérna við snjólínu og tilveruna við horngluggann. Nærliggjandi húsaraðir hurfu í vatnsmestu gusunum. Stormurinn bókstaflega slengdi regninu sem þeyttist umhverfis blokkina. Kom úr suðaustri. Byggingarkranarnir á nærliggjandi svæði lensuðu máttvana. Fátt fólk var utanbíla.

Lesa áfram„Fræull“

Bragðlítið kaffi

„It is sundaymorning and it is rain.” Þannig kynnti þulurinn fyrsta atriði sunnudagsins á New Port News hátíðinni fyrir um fjörutíu árum síðan. Mikill mannfjöldi var þarna samankominn til að hlusta. Mahalia Jackson gekk fram á sviðið, ábúðarmikil og full af orku, og söng lagið Rain. Á eftir fylgdi röð trúarlaga sem einmitt voru hennar einkenni og blessuðu hjörtu miljóna hlustenda um víða veröld, árum saman.

Lesa áfram„Bragðlítið kaffi“

Þjáning og fegurð

Franski listmálarinn Henri Matisse lést 1954, þá 86 ára að aldri. Síðustu ár ævinnar þjáðist hann mjög af liðagigt sem afmyndaði hendur hans og olli stöðugum þjáningum sem gerðu honum erfitt að halda á pensli. Hann hélt samt áfram að mála og til þess að valda penslinum þurfti hann að vefja tuskum um fingurna. En þjáningin var stöðugt sú sama.

Lesa áfram„Þjáning og fegurð“