Strákar í vanda

Maður nokkur átti tvo unga syni. Þetta voru kraftmiklir strákar sem stöðugt komu sér í vanda með tiltækjum sínum. Faðir þeirra ákvað dag einn að ræða við þá um guðfræðileg efni, ef það mætti verða til þess að koma þeim til betri vegar. Eitt sinn þegar eldri drengurinn var úti að leika sér kallaði faðirinn á þann yngri og sagði:

„Siggi, hvar er Guð?” Siggi leit hægt upp á föður sinn, leit á hann tómlátum augum og þagði. Eftir allanga þögn spurði faðirinn aftur: „Siggi, hvar er Guð?” Engin svipbrigði sáust á drengnum sem stöðugt horfði á föður sinn, þögull. Í þriðja sinn reyndi pabbinn: „Siggi, veistu hvar Guð er?” Þegar hann fékk enn ekkert svar sýndist honum að rökræðurnar um Guð yrðu að bíða þar til síðar. Hann sagði því:

„Allt í lagi vinur, farðu bara út að leika þér.” Siggi lét ekki segja sér það tvisvar og hljóp í spretti út og bak við húsið þar sem eldri bróðir hans var að leik. Honum var mikið niðri fyrir þegar hann sagði: „Nonni, við erum í miklum vanda staddir. Guð er týndur og pabbi heldur að við höfum tekið hann.”

Heimur fuglanna

Lífið tekur stöðugum breytingum. Hérna hjá okkur Ástu, á sjöundu hæðinni, hefur það gerst að hornglugginn, sem við hófum hvern dag við, með kaffi og samræðum, hefur að mestu misst sinn daglega sess. Það helgast af því að Ásta hefur síðastliðinn mánuð mætt til vinnu klukkan sjö á morgnana. Sem þýðir að hún gefur sér ekki tíma fyrir hornglugga, kaffisopa og spjall. Sjálfur hef ég svifið á vængjum lyftunnar niður í póstkassa og sótt Moggann. Á bakaleiðinni, svo til á hverjum morgni, hef ég sagt við sjálfan mig að næsta morgun skuli ég ganga stigana.

Lesa áfram„Heimur fuglanna“

Súrt rengi, bláar liljur og brúðarslör

Þegar Ásta kom heim úr vinnu í gær hafði hún meðferðis súrmat, bland í poka, til að færa karlinum sínum. Og blóm. Bláar liljur og brúðarslör. Hún hafði komið við í Nóatúni á Háaleitisbraut og verslað úr kjötborðinu. „Þarna var fullt af gömlum körlum sem voru svo frekir við afgreiðsluborðið og dónalegir, hölluðu sér yfir það og tróðu sér hver fram fyrir annan.

Lesa áfram„Súrt rengi, bláar liljur og brúðarslör“

Ekkert gera og ekkert vera

Það er nú ekki margt sem hrífur í öllu þessu hafaríi út af bók Hannesar Hólmsteins um Halldór Laxness. Uss, nei. Og með ólíkindum hvað allt þetta fólk sem skipar sér í hóp manna með gáfur og menntun getur látið barnalega og hamast og rembst. Auðvitað hef ég ekki lesið bókina, veit ekki hvort ég geri það nokkurn tímann. Samt hef ég lesið bækur Kiljans í hálfa öld. Með mikilli ánægju og dái sumar þeirra ákaflega.

Lesa áfram„Ekkert gera og ekkert vera“

Tímar uppgjörs

Ársskýrslur geta verið tímafrekar. Hef eiginlega ekki séð fram úr samantekt á tölum, uppsetningu taflna og greinargerða um niðurstöður síðasta árs. Lítil höfuð og grannir heilar þurfa lengri tíma í slíka hluti en gáfað fólk. En nú sér fyrir endann á öllu því. Og þá hefjast átök við að endurlífga þau svæði í heilanum þar sem önnur efni eru vistuð.

Lesa áfram„Tímar uppgjörs“

Rigning um land allt

Algeng veðurspá hljóðar þannig. Og ef spáð er blíðu um allt land og fólk hvatt til að fara léttklætt í ferð, þá rignir samt. Gjarnan. Við ákváðum að fara alla leið niður í Grasgarð síðastliðinn sunnudag. Langt síðan við komum þar. Úrkomulaust þegar við fórum af stað. „Er ekki vissara að hafa frakka með?” spurði karlinn. „Það á ekki að rigna, samkvæmt spá,” sagði konan. „Spá er nú bara spá,” sagði karlinn og þau fóru léttklædd af stað.

Lesa áfram„Rigning um land allt“

Með aðra hönd á stýri

Konan sveiflaði höndunum og talaði af miklum fjálgleik. Á fasi hennar orðaforða og framsetningu var augljóst að hún var ofurviss um að allt væri rétt sem hún sagði. Doktorsgráða hennar úr Háskólanum hafði verið tíunduð vel í upphafi. Lagði hún megin áherslu á menntun og gildi menntunar. Tók hún dæmi til að lýsa viðhorfi sínu.

Lesa áfram„Með aðra hönd á stýri“

Hraðferð um Snæfellsnes

Við ákváðum að treysta á loftvogina sem var hægt hækkandi og ókum um Snæfellsnes. Rangsælis. Tókum daginn nokkuð snemma. Það var skýjað í upphafi ferðar. En það er þægilegt í bíl. Og litir jarðar dýpri. Eftir kaffibolla við „brúarsporðinn”, Shellskálann í Borgarnesi, héldum við vestur Mýrar eins og leið liggur. Sáum sólskin framundan.

Lesa áfram„Hraðferð um Snæfellsnes“

Með nesti og nýjan prímus

Hann var svo einstaklega ljúfur morguninn. Umferðin háttvís á níunda tímanum. Reykjavíkurtjörn spegilslétt eins og rjómi. Græni liturinn í laufi trjáa djúpur og fullur af lífi. Úrkoma á mörkum súldar og regns. Mikið getur regn, í logni og heitu lofti, verið yndislegt. Og mikilvægi vatnsins auglýsir sig við hvert fótmál manns á mótum malbiks og gróðurs.

Lesa áfram„Með nesti og nýjan prímus“

Ýttu á tólf fyrir

Fyrst hringir í langan, langan tíma. Svo svarar vélrödd: Ýttu á einn ef þú vilt þetta, ýttu á tvo ef hitt, ýttu á þrjá fyrir einn möguleika enn og fjóra fyrir en annað. Bíddu annars…Því miður eru allir fulltrúar uppteknir. Símtölum verður svarað í röð. Svo liðu tíu mínútur og engin svaraði. Þá byrjaði brjóstsviðinn. Því miður eru allir þjónustufulltrúar uppteknir…. Því miður eru allir fulltrúar uppteknir.

Lesa áfram„Ýttu á tólf fyrir“