Í strætóskýlinu

Ekki man ég hvað langt er síðan ég fór í strætó síðast. Hátt í tuttugu ár sennilega. Mér finnst strætó óvinveittur mér. Eins og margar opinberar stofnanir. Aftur á móti gerði ég mér það til tilbreytingar upp úr hádegi í dag að leggja bílnum mínum í borgarhverfi sem ég veit svo sem ekkert um. Fjarri mínum slóðum. Og ég labbaði dálítinn spöl frá bílnum og settist á bekk í strætóskýli. Það var ekki rigning.

Lesa áfram„Í strætóskýlinu“

Perlur

Við næsta borð sátu eldri hjón. Þau voru fremur smávaxin og höfðu keypt sér langloku og kaffi og karlinn átti erfitt með að stinga gafflinum í langlokuna því skorpan var svo hörð og mikill skjálfti í höndunum á honum.

Lesa áfram„Perlur“

Tvær raddir og gítar

Hvar í heimi sem kristnir menn dvöldu um jól og hvert sem örlögin höfðu borið þá, hvort heldur í faðm fjölskyldu, vina, ættmenna eða á hinar dapurlegri brautir, vígvöll, sjúkrahús fangelsi, þá er það vitnisburður langflestra að hjarta þeirra fylltist af viðkvæmni á því augnabliki sem hátíðin hófst.

Lesa áfram„Tvær raddir og gítar“

Litföróttur hestur með stjörnu í enninu

Þegar ég kom að blokkinni sem ég bý í, einn daginn í vikunni, upplifði ég afar sérkennilegan atburð. Það hagar þannig til að í blokkinni sem er átta hæða eru tvær lyftur. Önnur er nokkuð stór og í henni flytur fólk húsgögn. Hin er minni og er fremur fyrir fólk. Sem ég kom þarna að var einn íbúi blokkarinnar að reyna að koma hesti inn í stærri lyftuna.

Lesa áfram„Litföróttur hestur með stjörnu í enninu“