House of Sand and Fog

Eftir pistilinn um opinbera andskota 13. júní s.l. barst mér ábending um kvikmynd eina sem nýlega var sýnd í kvikmyndahúsum og fjallar um mistök hins opinbera í innheimtumálum og vanmátt borgaranna gagnvart kerfinu. Segir myndin frá átakanlegum atburðum sem urðu í kjölfar innheimtuaðgerða kerfisins. Innheimtauaðgerða sem áttu enga stoð í raunveruleikanum.

Lesa áfram„House of Sand and Fog“

Opinberir andskotar

Þau valda ævinlega uppnámi í kjarklitlu verkamannshjarta mínu, bréfin sem hið opinbera sendir mér. Ég fer strax í vörn og blóðþrýstingurinn hækkar. Við vorum svo lítilsigld verkamannabörnin á Grímsstaðaholtinu í gamla daga, að við bjuggumst einatt við því versta í öllum samskiptum við hið opinbera. Ástæðan væntanlega verið sú að tekjur nægðu aldrei fyrir þörfum heimilanna og því ýmis gjöld látin sitja á hakanum, í þeirri von að úr rættist seinna. Sem aldrei varð. Og orðalag og framkoma hins opinbera iðulega full af hroka og fjandskap.

Lesa áfram„Opinberir andskotar“

Hafragrautur og lýðskrum

Það var einu sinni vaktmaður. Hann átti að sjá um morgunmat. Meðal annars átti hann að elda hafragraut. Dag einn var hann spurður hvað hann syði haframjölið lengi. Hann svaraði að bragði. „Sjö til átta mínútur.” Þá var hann spurður: „Hefur þú lesið leiðbeiningarnar á pökkunum?” „Nei, ég þarf þess ekki. Ég hef eldað hafragraut alla ævi. Verið kokkur víða.” „En værir þú til í að lesa leiðbeiningarnar á pökkunum?” var hann spurður aftur. Þá brást hann hinn versti við. Stóð upp og tók að hrópa.

Lesa áfram„Hafragrautur og lýðskrum“

Að teygja ilminn

Það hefur verið mikið að gera hjá okkur Ástu síðustu helgar. Við höfum verið upptekin við að smíða lítið hús uppi í Borgarfirði. Vegna vanefna höfum við orðið að spara iðnaðarmenn til þess að hafa von um að kofatetrinu ljúki. Hann var reyndar svo ósvífinn sá sem teiknaði rafmagnið í kofann að kalla hann „skúrinn.” Ekki var reikningurinn frá honum í hlutfalli við það.

Lesa áfram„Að teygja ilminn“

Saga sturlunar

Eftir að hafa fylgst með sjónvarpi á mánudagskvöldinu, allt frá fréttum og Kastljósi til enda eldhúsdagsumræðnanna (svissað stöku sinum á ritstjórana í Íslandi í dag) kom upp í hugann heiti bókarkafla nokkurs, Saga sturlunar, sem er að finna í þeirri ágætu bók Útisetri. Ekki er með auðveldu móti hægt að skilgreina tal og framkomu stjórnarandstöðunnar í umræðunum öðruvísi en að í hugann komi grunur um jafnvægisröskun og sjúklegt hatur. Óheilbrigði sem ekki ættu að sjást á hinu háa Alþingi.

Lesa áfram„Saga sturlunar“

Skítleg hjörl

Sagan endurtekur sig. Grófur og ruddalegur talsmáti flettir ofan af mönnum og sýnir inn í hugarfylgsni þeirra. Jafnvel manna sem maður hafði tilhneigingu til bera nokkra virðingu fyrir. Þannig hefur þetta verið alla mína ævi. Sorglegast er að sjá sömu framkomu á hinu háa alþingi Íslendinga og maður sér á meðal ræktunarlítilla utangarðsmanna sem stundum tjá sig með því að hrækja á náungann.

Gaspur og illyrði eru ekki siðir vandaðra manna. Ósjálfrátt hættir maður að taka mark á þeim sem tjá sig á þann hátt. Og reynir að sneiða hjá þeim. Máltækið segir og að það „bylji mest í tómri tunnu.“ Það er dapurlegt að sjá söguna endurtaka sig. Sjá trompeta stjórnmálaflokka geysast agalaust inn á heimili landsmanna, í gegnum ljósvakamiðla, og ausa remmunni yfir þau.

Minnumst orðanna: „Af gnægð hjartans mælir munnurinn.“

Biluð heimasíða

Þeir hjá Heimsneti.is hafa hýst heimasíðuna mína frá upphafi hennar. Það hefur að meðaltali gengið vel. Í síðustu viku brá þó til hins verra. Nánar tiltekið mánudaginn 3. maí. Þá var eins og lífsstrengurinn til síðunnar slitnaði. Hún hætti að taka við pistlum og hætti að telja heimsóknir og var öll hin erfiðasta. Þegar hringt var í hýslana sögðu þeir að fyrirtækið Og Vodafone, sem hafði yfirtekið Heimsnet.is fyrir nokkru, hefði skipt um eða endurnýjað vélar og þá hefðu sumar tölvur ekki sömu formerki og nýju tækin þeirra.

Lesa áfram„Biluð heimasíða“

Fjölmiðlar og traust

Upp í hugann kemur, á þessum dögum, minning úr æsku. Hvernig hvein í rafmagnslínunum í norðanátt, í sveitinni í gamla daga. Nánar tiltekið við bæinn Svarfhól í Stafholtstungum. Og Siggi símastaur, þroskaheftur maður sem var vistaður þar, fór út á bæjarhólinn, lagðist á jörðina og þrýsti eyra upp að staurnum og talaði í staurinn. Stundum langtímum saman. Oftast talaði hann við mömmu sína sem átti heima á vestfjörðum. Siggi kvartaði gjarnan í staurinn yfir hlutskipti sínu og talaði illa um húsbændurna. Svo þegar ég spurði hann hvað væri að frétta af mömmu hans, laug hann að mér í langan tíma. Heilu sögunum. Og ég lærði að trúa ekki orði sem hann sagði.

Lesa áfram„Fjölmiðlar og traust“

Gaman er í dag

Þannig segir í ljóðinu sem við sungum í söngtímum hjá Jóni Ísleifssyni í Melaskólanum fyrir liðlega fimmtíu árum. Það rifjaðist upp á sumardaginn fyrsta. Í veðurblíðunni sem alla undraði. Við náttúrubörnin höfum eytt nokkrum dögum með nefið ofan í jörðinni á litla landskikanum okkar uppi í Borgarfirði og hlakkað til sumarsins. Fuglarnir fylltu móana og sungu hundrað raddað fyrir okkur í kaffihléunum. Dýrðarinnar tónverk og dirrindí.

Lesa áfram„Gaman er í dag“

Rítalín

Lyfið Rítalín hefur verið í umræðunni undanfarið. Stjórnvöldum blöskrar hve margir peningar fara í lyfið. En þeim blöskrar nú svo margt. Nema eigin neysla og eyðsla. Rítalín er lyf sem ofvirkum er gefið. Bæði börnum og fullorðnum. Og léttgeggjuðum. Lærði þetta orð fyrir tuttugu árum síðan. Það var notað til að lýsa einum kennaranna á flugnámskeiði sem ég sótti.

Lesa áfram„Rítalín“