Hugarburður

Stundum, í gamla daga, á unglingsárunum, varð ég svo glaður í sálinni að ég varð að blanda geði við fólk með einhverjum óvenjulegum hætti. Átti ég það til, staddur niður í Austurstræti til dæmis, að svífa á fólk sem þar var á ferð, ávarpa það og leggja til að við gerðum eitthvað saman. Man ég eftir einni svona ferð inn á Hressingarskálann í Austurstræti. Hann var þá eitt af hjörtum bæjarins. Þetta var skömmu eftir hádegi. Gunni í Jónshúsi var með mér.

Lesa áfram„Hugarburður“

Dagur tungunnar

Tungumál er eitt af undursamlegustu tækjum sem manninum hefur gefist. Of fáir meta það að verðleikum. Markaðssvall nútímans á þar verulega sök, knúið af kröfunni um hámarkshagnað. Unnendur móðurmálsins og ræktendur eiga mikið lof skilið fyrir andóf sitt og þyrfti að gera veg þeirra meiri í umræðunni sem, því miður, snýst orðið viðstöðulaust um fjármagn og gullkálfa, eins og allt annað sé lítilsvirði.

Lesa áfram„Dagur tungunnar“

Vegna Guðs og Móselaga

Það vakna ýmsar spurningar í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Sumar þeirra tengjast trúmálum. Kosið var samhliða um hvort leyfa skuli hjónabönd samkynhneigðra. Því var hafnað í ellefu ríkjum. Sitjandi forseti lagði mikla áherslu á að slík hjónabönd yrðu aldrei leyfð. Þá er hann þekktur fyrir að vera ákafur andstæðingur fóstureyðinga. Vegna Guðs, hans heilaga orðs og Móselaga, sem hann segist virða í hvívetna og hvergi vilja hvika frá.

Lesa áfram„Vegna Guðs og Móselaga“

Hýstu aldrei þinn harm

Við vorum samtíma á flugnámskeiði. Námum til réttinda einkaflugmanns. Ýmsir mætir menn tóku þátt. Eitt skiptið kom einn nemanna rakur í tíma. Við vorum í sal vestur í Háskóla Íslands. Tíminn varð öðruvísi vegna kennderís þessa nema. Hann var um fertugt. Fór með ferskeytlur af ýmsum toga. Ýmsir lögðu vísu í púkkið. Mér varð á að fara með línu úr Einari Ben. ,,- Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest…”

Lesa áfram„Hýstu aldrei þinn harm“

Kuldaboli

Ók þarna um í morgun snemma. Fremur kuldalegt. Hinkraði smástund utan við Stjórnarráðið. Vildi fá fólk á myndina. Það var ekkert fólk að fá. Og einungis ein glansbifreið í ráðherrastæðinu. Væntanlega nýi forsætisráðherrann. Hlýtur að vera spennandi að hafa allt þetta vald. Og Davíð hvergi nærri til að setja fingurna í málin. Er ekki frá því að á Alþingi séu menn djarfari í tali, að Davíð fjarstöddum.

Lesa áfram„Kuldaboli“

Forseti okkar allra

Alþingi kom saman í gær. Ekki fór það fram hjá neinum. Fjölmiðlafólk drekkur í sig orð og athafnir alþingismannanna. Og blæs upp. Og út. Þingfréttir fá alltof langan tíma og fréttatímar verða afspyrnu leiðinlegir. Það væri ekki úr vegi að útvarp og sjónvörp hefðu sérstakan tíma fyrir þingfréttir. Til dæmis eins og gert er með veðurfréttir. Eða dánartilkynningar.

Lesa áfram„Forseti okkar allra“

Í tilefni dagsins

Í tilefni dagsins fékk ég mér göngu um miðbæ Reykjavíkur. Hóf ferðina um tíuleytið. Árdegis. Veðrið var blítt. Umvafði sál og huga. Vék mér að útlendum hjónum á horni Bergstaðastrætis og Skólavörðustígs. Þau grúfðu sig yfir kort af Reykjavík. „Are you lost?” spurði ég. Þau tóku mér vel. Börnin þeirra, unglingar, fylgdust með. Þau ætluðu í Ráðhúsið. Sjálfur fór ég í hraðbanka Spron.

Lesa áfram„Í tilefni dagsins“

Einskonar bros

Það er sagt að gamlir karlar dvelji gjarnan í minningum fyrri ára lífs síns. Þessi svokölluðu manndómsár. Og að brúnin á þeim lyftist nokkuð þegar þeir fá færi á að endurlifa eitthvað af þeim ævintýrum. Eitt slíkt gafst síðastliðinn mánudag. Þá var réttað í Þverárrétt í Borgarfirði. Réttardagur var gjarnan hátíðisdagur fyrr á dögum. Þá komu saman þúsundir fjár af fjalli og hundruð manna úr byggð. Stemningin sérstök og ekki annarstaðar að finna. Glaðværð og tilhlökkun í ungum sem öldnum.

Lesa áfram„Einskonar bros“

Há?

Það er þannig með rakarann minn, (getur maður sagt minn? ). Nei. Ég byrja aftur. Það er þannig með rakarann sem klippir mig þessi árin, – ég segi þessi árin því að mér hefur ekki haldist vel á rökörum. Sumir sögðu að ég væri með erfiðari viðskiptavinum og hættu í iðninni. Kona, rakari, sem mér líkaði svo ágætlega við af því að hún klippti mig þegjandi, hætti að klippa eftir tæpt ár og gekk í hjálparsveitir erlendis. Einn bilaði á geði og varð óvinnufær. Annar hætti og ákvað að láta eiginkonu sína vinna fyrir sér.

Lesa áfram„Há?“

Annir bændanna

Sumar hinnar mestu veðurblíðu er nú senn á enda. Veðurblíðu sem virtist koma öllum á óvart. Veðurvitar hafa spáð regni og aftur regni á tímum götótts Ósonlags og hækkandi hitastigs. En svo allt í einu, þvert ofaní orð vitringanna, kemur þetta yndislega sumar, heitt, bjart og mannelskandi. Og þjóðin hér á norðurhjaranum, á mörkum hins byggilega heims, eins og sagt er, hefur að mestu verið ber að ofan. Viku eftir viku. Guði sé lof fyrir veðurblíðuna.

Lesa áfram„Annir bændanna“