Í gær var borinn til moldar einstakur öðlingur, Arnbjörn Eiríksson.
Æðrulaus, lítillátur og hógvær mætti hann örlögum sínum þegar hann var greindur með banvænan sjúkdóm og sagði: ,,Ég ætla að vera jákvæður alla leið. Þar til yfir lýkur.“ Og við það stóð hann. Jákvæður og æðrulaus alla leið.
Í búsáhaldabúð í tengslum við konudag
Alltaf hef ég haft ánægju af að fara í búsáhaldabúð. Man fyrst eftir ferð með mömmu minni. Þá hef ég líklega verið 8 ára gamall. Verslunin var uppi á Laugavegi nokkurn veginn á móti Sandholtsbakaríi. Það var farið upp tvær eða þrjár tröppur. Mamma ætlaði að kaupa matardiska fyrir sex.
Álftirnar kvaka
Sólin hafði brotist fram úr skýjunum. Það var opið út á svalirnar til að fanga nokkra rúmmetra af tærum andvaranum. Þá komu sjö álftir fljúgandi. Komu úr vestri og hvinur vængjanna heyrðist þegar þær fóru hjá. Stórar, hvítar og heillandi. Sjö saman. Komu úr vestri.
Gamlir menn í biðröð
Líf mitt einfaldast nokkuð hratt þessi árin. Fer sjaldnar og sjaldnar á mannamót. Kannski er fælni um að kenna. Oftar þá verðlagningu aðgöngumiða. Enda er ég eldri borgari og illa liðinn af stjórnvöldum.
Þrátt fyrir einföldunina kemst ég ekki hjá því að mæta hjá læknum. Í kerfisbundnar skoðanir. Og þar hitti ég stundum fólk. Ein slík heimsókn til læknis var í morgun kl. 10:20.
Mjótt er hliðið
Mjög er í tísku um þessar mundir að dæma speki Guðs úrelta.
Fólk ber sér á brjóst og hrópar á fjöllum, Guð er dauður.
Þannig hefur það verið gegnum aldirnar.
Verkamaður
Á heimleið vestan af Seltjarnarnesi um tvöleytið í dag, – hvar við höfðum kvatt ung ættmenni sem flytja búferlum til Svíþjóðar með Norrænu í næstu viku, – akandi frá Hirtshals – og ókum Hringbraut, Ásta við stýrið, tók ég eftir manni á gangstéttinni. Hann var klæddur vinnugalla, óhreinum vinnugalla og með litla hliðartösku, svona kaffibrúsa og bitatösku.
Á bílasýningu
Það er bílasýning í Fífunni í Kópavogi. Ég fór þangað. Afar langt síðan síðast. Svo langt að ég einu sinni man ekki hvenær. Svo ég dreif mig. Um hádegisbil. Margt kom til. Eitt af því er að bílinn minn verður 16 ára í haust. Hefur dugað okkur afar vel. Þótt margt væri á hann lagt. En það er önnur saga.
Hví grætur þú?
Það var blíðlega laðandi vorið sem andaði inn í tilveru okkar og umhverfi á föstudagsmorguninn. Snjórinn og frostið sem réði ríkjum á skírdag hörfaði hraðbyri undan hlýrri vorgolunni. Og það rigndi. Vorið kom þann morguninn. Langþráð.
Árni Arinbjarnarson, minning.
Fáein kveðjuorð. Og þakkar. Fallinn er frá öðlingurinn og tónlistarmaðurinn Árni Arinbjarnarson. Fyrir fimmtíu árum kynntumst við á sumarmóti Hvítasunnumanna í Kirkjulækjarkoti. Hann stjórnaði söng og lék undir. Það voru gleðistundir.
Konan með tebollann
Hún sat upp við vegginn við hlið súlunnar með stóran tebolla sem hún hélt með báðum höndum upp að vörunum án þess að drekka og hún starði fjarrænum augum yfir kaffistofuna á gólfið fjærst henni.