Álftirnar kvaka

Sólin hafði brotist fram úr skýjunum. Það var opið út á svalirnar til að fanga nokkra rúmmetra af tærum andvaranum. Þá komu sjö álftir fljúgandi. Komu úr vestri og hvinur vængjanna heyrðist þegar þær fóru hjá. Stórar, hvítar og heillandi. Sjö saman. Komu úr vestri.

Lesa áfram„Álftirnar kvaka“

Gamlir menn í biðröð

Líf mitt einfaldast nokkuð hratt þessi árin. Fer sjaldnar og sjaldnar á mannamót. Kannski er fælni um að kenna. Oftar þá verðlagningu aðgöngumiða. Enda er ég eldri borgari og illa liðinn af stjórnvöldum.
Þrátt fyrir einföldunina kemst ég ekki hjá því að mæta hjá læknum. Í kerfisbundnar skoðanir. Og þar hitti ég stundum fólk. Ein slík heimsókn til læknis var í morgun kl. 10:20.

Lesa áfram„Gamlir menn í biðröð“

Verkamaður

Á heimleið vestan af Seltjarnarnesi um tvöleytið í dag, – hvar við höfðum kvatt ung ættmenni sem flytja búferlum til Svíþjóðar með Norrænu í næstu viku, – akandi frá Hirtshals – og ókum Hringbraut, Ásta við stýrið, tók ég eftir manni á gangstéttinni. Hann var klæddur vinnugalla, óhreinum vinnugalla og með litla hliðartösku, svona kaffibrúsa og bitatösku.

Lesa áfram„Verkamaður“

Á bílasýningu

Það er bílasýning í Fífunni í Kópavogi. Ég fór þangað. Afar langt síðan síðast. Svo langt að ég einu sinni man ekki hvenær. Svo ég dreif mig. Um hádegisbil. Margt kom til. Eitt af því er að bílinn minn verður 16 ára í haust. Hefur dugað okkur afar vel. Þótt margt væri á hann lagt. En það er önnur saga.

Lesa áfram„Á bílasýningu“

Hví grætur þú?

Það var blíðlega laðandi vorið sem andaði inn í tilveru okkar og umhverfi á föstudagsmorguninn. Snjórinn og frostið sem réði ríkjum á skírdag hörfaði hraðbyri undan hlýrri vorgolunni. Og það rigndi. Vorið kom þann morguninn. Langþráð.

Lesa áfram„Hví grætur þú?“