Ég var svo heppinn að frú Ásta, þessi umhyggjusama kona, skenkti mér nýju bókinni Íslensk öndvegisljóð, sem Bjartur gaf út fyrir skemmstu. Þetta var um morgun í liðinni viku í upphafi ferðar til fárra daga dvalar í sveitinni.
Sá sem örið hlýtur, hann ber það
Á yngri árum hafði ég mikla og notalega ánægju af ljóðum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Alla götur síðan tók ég bækur hans fram og vænti fyrri ánægju.
Þegar það heppnaðist leið mér vel. Birti ég hér eitt ljóða hans hvað ég hitti á í fyrradag:
Beðið eftir strætó
Þetta var eitt af þessum opnu biðskýlum. Vindáttin stóð beint upp á, 15–16 metrar og úrhelli. Bílarnir sem óku hjá, flestir á verulegri ferð, jusu vatninu yfir gangstéttina og inn í skýlið. Þrjár manneskjur voru í skýlinu, væntanlega að bíða eftir strætó. Tveir karlar og ein kona.
Minning: Ásta Ólafsdóttir
Ásta Ólafsdóttir, föðursystir mín, er fallin frá. Hún var kvödd frá Bústaðakirkju 23. maí. Þar með hefur allur systkinahópurinn, sjö börn Hreiðarsínu Hreiðarsdóttur og Ólafs Þorleifssonar, sem lengst af bjuggu á Grettisgötu 61, kvatt þetta tilverustig.
Vænting
Svo koma þeir
dagarnir
þegar allt er tómt
Spörfuglar
Í gær í sveitinni.
Veður var eins og haustveður geta orðið best.
Dularfull hula hátt í lofti.
Stafalogn.
Lyktin af haustinu yfir og allt um kring.
Leikskólastjóri skrifar
„Fyrir rúmar 30.000 kr. á dag á ég að sjá 100 manns fyrir morgunmat, ávaxtastund, hádegisverði og síðdegishressingu. Bara fiskurinn kostar t.d. um 24.000 og þá er allt annað eftir.“
Lúlu á nítján og Bjarni í Litla-Bæ
Þeir falla frá, einn og einn, holtararnir sem voru hluti af lífi manns í æsku. Fólk sem maður hitti ekki í sextíu til sjötíu ár, en eru samt svo sterk í minningunum og það bregður fyrir viðkvæmni í brjósti manns við lestur minningargreinanna um þau.
The Three Fat Women of Antibes.
Dagurinn í dag, góður fyrir gróðurinn og góður fyrir gamlan karl sem ekki hefur átt almennilega heimangengt í hálft ár eða meira. Enda brugðum við hjónin undir okkur betri dekkjunum og skruppum í Holuborg um hádegisbil. Það var ánægjuleg ferð.
Arnbjörn Eiríksson, sárafá kveðjuorð.
Í gær var borinn til moldar einstakur öðlingur, Arnbjörn Eiríksson.
Æðrulaus, lítillátur og hógvær mætti hann örlögum sínum þegar hann var greindur með banvænan sjúkdóm og sagði: ,,Ég ætla að vera jákvæður alla leið. Þar til yfir lýkur.“ Og við það stóð hann. Jákvæður og æðrulaus alla leið.