Innkoma Sönnu hefir vakið athygli. Höfnum hennar á þátttöku í meirihluta vekur einnig athygli. Ástæðan sem hún gefur upp snýr að því að þurfa ekki að láta af stefnumálum sínum. Mér líst heldur vel á það. Venjan hefur verið sú að allir sem eiga þess kost að fá völd hafa verið reiðubúnir að láta sál sína og markmið í skiptum fyrir völd. Sorgarsaga VG er klárt dæmi.
Hver fer afsíðis einn
Ætlaði að taka Walt Whitman með mér en kom ekki auga á hann. Greip því Ljóðaþýðingar Yngva Jóhannessonar. Hún er þægleg, fer vel í vasa og vel í rúmi. Og þegar ég var lagstur og biðin hafin tók ég bókina og tók að lesa. Það var yndislegt. Þarna er hvert stórmennið á fætur öðru.
,,Gat nokkur lífið tekið réttum tökum?“ Þannig hefst sonnetta eftir Platen.
Og þar með var það útrætt
Í sjónvarpsfréttum í gær var sagt frá því og sýnt hvernig verið er að breyta kvennaskólanum í Varmalandi í Borgarfirði í hótel. Rifjaðist þá upp fyrir mér vorið 1948. Ég var ellefu ára sumarstrákur á Svarfhóli í Stafholtstungum. Þetta var fyrsta sumarið sem ég var fjarri fjölskyldu og vinum. Hafði á sumrum verið í hlýju umhverfi afa og ömmu á Kirkjulæk í Fljótshlíð og móðursystur minnar Ingileifu í Kollabæ í sömu sveit.
Gertrude Stein og Company
Fjórtán ára gamall fór ég sumarstrákur í sveit að Gilsbakka í Hvítársíðu. Í viðbót við öll ævintýri unglings á nýjum slóðum kynntist ég þar rithöfundinum Hemingway. Það var með bókinni Klukkan kallar. En á Gilsbakka var bókasafn ungmannafélagsins og þangað komu margar bækur.
Áttræður karl í nýjum skóm
Á 80 ára afmæli mínu fyrir ári, lét ég það eftir mér af of þroskaðri sjálfselsku að gefa sjálfum mér nýja spariskó. Hef haft það orð á mér að nýta skó allt of lengi. Þetta eru fallegir brúnir skór.
My echo, my shadow, and me.
Önnur upprifjun frá afmælisdegi á ferð um Hvítársíðu, 29. september.
Fyrst þegar ég sá hana stóð hún upp við Aga eldavélina í eldhúsinu í gamla bænum á Gilsbakka. Hún var með heklað sjal yfir herðarnar og svuntu framan á sér. Bundið yfir hárið. Hún drakk kaffi úr afbrigðilegum bolla. Af hjartans lyst. Hélt um bollann með báðum höndum og horfði ofan í hann. Mér virtist hún innhverf og fremur þunglyndisleg. Ein af þessum sem ávarpar ekki ókunnuga að fyrra bragði. Hún var liðlega sextug þegar þetta var. Sjálfur var ég fjórtán ára. Sumarstrákur úr Reykjavík.
Hrossabjúga og hunangsskinka
Í tilefni afmælisdagsins
Við bjuggum okkur í sveit. Ég bakaði súrdeigsbrauð.
Tartines Country Bread. Keyptum smá af ýmsu með.
Í Pylsumeistaranum. Hunangsskinku. Lifrarkæfu. Ögn af öðru.
Og hrossabjúga í Reykofninum. Ég réði því. Og rauðar kartöflur.
Svo var harðfiskur með og smjörvi. Í tilefni dagsins.
Cessna 150 og Guðmundur R. Óskarsson
Hann lánaði mér flugvélina sína. Það var afar spennandi. Þegar út á flugvöll kom fór ég yfir flapsana, stélstýrið og mældi bensínið í tankinum. Ég var glaður í sinni og raulaði lagstúf. Dáðist að vélinni. Svo kom ég mér fyrir inni í vélinni og setti í gang.
Grasekkillinn
Í nokkurra daga stöðu grasekkils í liðinni viku kom vel í ljós hvað bækur hafa mikið gildi. Já, bækur og lestur þeirra. Fyrsta morguninn þegar ég hafði notið þess að stripplast í íbúðinni og þreifa á einverunni og borða morgunmat fáklæddur, settist ég hjá bókunum mínum og tók að tala við þær.
LJÁIÐ MÉR EYRA
„En hví birtist ég nú í þessu óvenjulega gervi? Það skuluð þið fá að vita ef þið vilduð vera svo væn að ljá mér eyra.