Dvöl í sveit yfir liðna helgi. Veðrið og tilveran umvefjandi. Í mörgu tilliti. Nýtt lauf skríðandi fram á öspunum. Grænt, gljáandi, ilmandi lauf. Birkið fer sér hægar. Lerki skartar ungu barri. Næturdögg í bunkum á öllum gróðri.
Í húsi föður míns: Hjónabandslög og fátækt fólk
Það fór ekki framhjá þjóðinni að þjónar í húsi Guðs komu saman til að ræða málefni hússins. Mest bar á umræðum um ný hjónabandslög. Tillögu um þau var vísað til biskups og kenningarnefndar með 56 atkvæðum gegn 53. Það virðist samt styttast í að nýju lögin verði samþykkt.
Loks áræddi ég að ávarpa manninn II
Eftir að við höfðum horft hvor á annan um hríð, ég sá ekki merki þess að hann þekkti mig, áræddi ég að ávarpa hann: Heitir þú ekki Óskar? Hann hikaði smávegis. Sagði svo: Jú, það er víst.
Loks áræddi ég að ávarpa manninn
Síðustu þrjár vikur hafa verið mér svo örlátar. Langt umfram aðrar. Er þar fyrst og fremst frábærum félagsskap að þakka. Félagsskap sem meðal annars samanstendur af Jóni, Jóni og einum Jóni til.
Rætur gróðurs – greiða lífinu leið
Það er þægilegt að vakna við þyt vorregns. Sálin bregður við líkt og jörðin sem hneppir frá sér og lyftir andliti mót vætu og yl. Þögul. Þakklát. Rætur gróðurs rétta úr veikburða þráðum og greiða lífinu leið.
Viltu færa þig væni minn
Samtalið hófst þegar sólin fyllti eldhúsið af skínandi birtu. ,,Ætlar þú að koma í hesthúsið með mér?“ spurði ég. „Já, endilega svaraði hún.“ Við klæddum okkur og gengum saman út í sólskinið.
Portrettmynd ársins
Óvenjuþétt var þokan í morgun. Þegar verst lét settist hún á svalirnar hér á sjöundu og huldi það sem þar er. Á slíkum morgnum sést ekki til annarra húsa. Svona var þetta í bítið í 109 metrum yfir sjávarmáli í Kópavogi.
Akurhæna með hnetum
Sá á fasbókinni að séra Sigurður Árni Thordarson er í biblíugírnum í matargerð. Það er vel við hæfi. Hann sendi Nönnu Rögnvaldardóttur fyrirspurn um eldum á fuglakjöti.
Þroskasaga karla
Fékk eftirfarandi í tölvupósti nýlega:
A group of 40 something guys discuss where they should
meet for dinner. Finally it is agreed that they will
meet at the Black Forest Inn because they have the
prettiest waitresses and low-cut blouses.
Þegar Jóhanna Sig talar
Margir hafa látið í ljós mikla ánægju með svör og framkomu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í Kastljósi fyrr í vikunni. Er og nokkuð augljóst að gleðin sú er einkum yfir því hvað Jóhanna, að þeirra dómi, stóð sig með eindæmum illa.