Skattur á andlát

Loksins þegar Guðlaugur heilbrigðisráðherra kemur í ljós eftir margar vikur til hlés kemur hann fram með tillögur um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu um allt Ísland. Galvaskur eins og útrásarvíkingarnir voru fyrir fimm mánuðum, tætir hann gamalt fólk á milli stofnana, hækkar komugjöld á sjúkrahús og breytir gjaldskrám til hins verra fyrir alla sem veikburða eru.

Lesa áfram„Skattur á andlát“

Ópið, á þriðja degi

Þegar líða tók á gærdaginn og lítið rofaði til í hausnum á mér sagði Ásta: „Þú ættir að mæla þig.“ Mér þótti það ekki svaravert. Svartsýnin var kökkþykk. Ákvað að fara út. Anda að mér rakri áramótasúldinni. „Tak hnakk þinn og hest,“ sagði Benediktsson. „Tak sæng þína og gakk,“ sagði Jósefsson. „Tak bíl þinn og ak,“ sagði Ágústsson.

Lesa áfram„Ópið, á þriðja degi“

Bitlausar lambhúshettur og launsátur

Í öllu argaþrasi hversdagsins sem dynur yfir land og þjóð þessa dagana er það tvennt sem stingur í augun. Já, auðvitað ásamt ýmsu fleira. Þetta tvennt er annarsvegar mótmælendur með lambhúshettur. Þeir vilja ekki að þeir þekkist. Eru ekki heilir í því sem þeir eru að gera.
það má segja að þeir séu alls ekki á staðnum. Þátttaka þeirra því bitlaus. Hinsvegar eru það bloggarar sem skrifa ekki undir nafni. Slík launsátur ættu ekki að þekkjast.

Eftir Silfrið: Hverjir standa með þjóðinni?

Einfeldningurinn í sjálfum mér kemst í mikinn vanda tvisvar til þrisvar á dag um þessar mundir. Það er þegar hann reynir að mynda sér skoðun á þjóðmálunum byggða á orðum hinna ýmsu álitsgjafa. Já, svo og æðstu manna stjórnmálanna. Það er eitthvað feikilega dularfullt við alla ræðu valdsmanna. Ekkert sagt hreint og ekkert klárt. Manni finnst þeir séu að segja ósatt og sá sem segir ósatt þarf væntanlega að fela eitthvað.

Lesa áfram„Eftir Silfrið: Hverjir standa með þjóðinni?“