Loksins þegar Guðlaugur heilbrigðisráðherra kemur í ljós eftir margar vikur til hlés kemur hann fram með tillögur um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu um allt Ísland. Galvaskur eins og útrásarvíkingarnir voru fyrir fimm mánuðum, tætir hann gamalt fólk á milli stofnana, hækkar komugjöld á sjúkrahús og breytir gjaldskrám til hins verra fyrir alla sem veikburða eru.
Ópið, á þriðja degi
Þegar líða tók á gærdaginn og lítið rofaði til í hausnum á mér sagði Ásta: „Þú ættir að mæla þig.“ Mér þótti það ekki svaravert. Svartsýnin var kökkþykk. Ákvað að fara út. Anda að mér rakri áramótasúldinni. „Tak hnakk þinn og hest,“ sagði Benediktsson. „Tak sæng þína og gakk,“ sagði Jósefsson. „Tak bíl þinn og ak,“ sagði Ágústsson.
Ópið, á öðrum degi ársins
Það var fremur hlutlaust að vakna í gærmorgun. Þá var fyrsti dagur ársins. Í morgun var það verra. Eiginlega vont. Ástand þjóðmálanna yfirtók hugarfarið um leið og augun opnuðust. Kemstu af eða kemstu ekki af? Niðursveiflan í geðinu hófst. Niður, niður, niður. Ekki bættu áramótaræðurnar ástandið.
Góður kostur í rústunum
Páll Skúlason var góður í viðtalinu við Evu Maríu. Hann sagði þar eitt og annað athyglisvert. Meðal annars um stjórnsýslu og stjórnmálamenn sem brugðust skyldu sinni við eftirlit með viðskiptaheiminum sem í skjólinu kollsteypti efnahag þjóðarinnar.
Það væri gott að fá að kjósa sem fyrst
Hvort ætli sé sárara, fyrir efnamann að missa þriðja bílinn sinn eða einstæða móður að eiga ekki fyrir mat handa börnunum sínum? Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að ríkisstjórnin hafi meiri samúð með efnamanninum og vilji fremur hjálpa honum til að halda öllum bílunum en að aðstoða móðurina við framfærslu barnanna.
Gáfaðir og skemmtilegir náungar
„Steindór kveikti sér í sígarettu. Hann sagðist bera – ja allt að því lotningu fyrir mönnum sem hefðu milljónir í veltunni, mokuðu fé úr bönkunum, tvöfölduðu eignir sínar þegar hlutafélagið þeirra yrði gjaldþrota, og þættust vera ruglaðir og minnislausir, ef þeir ættu að svara óþægilegum spurningum í réttarsal.
Bitlausar lambhúshettur og launsátur
Í öllu argaþrasi hversdagsins sem dynur yfir land og þjóð þessa dagana er það tvennt sem stingur í augun. Já, auðvitað ásamt ýmsu fleira. Þetta tvennt er annarsvegar mótmælendur með lambhúshettur. Þeir vilja ekki að þeir þekkist. Eru ekki heilir í því sem þeir eru að gera.
það má segja að þeir séu alls ekki á staðnum. Þátttaka þeirra því bitlaus. Hinsvegar eru það bloggarar sem skrifa ekki undir nafni. Slík launsátur ættu ekki að þekkjast.
Eftir Silfrið: Hverjir standa með þjóðinni?
Einfeldningurinn í sjálfum mér kemst í mikinn vanda tvisvar til þrisvar á dag um þessar mundir. Það er þegar hann reynir að mynda sér skoðun á þjóðmálunum byggða á orðum hinna ýmsu álitsgjafa. Já, svo og æðstu manna stjórnmálanna. Það er eitthvað feikilega dularfullt við alla ræðu valdsmanna. Ekkert sagt hreint og ekkert klárt. Manni finnst þeir séu að segja ósatt og sá sem segir ósatt þarf væntanlega að fela eitthvað.
Risaþota ferst – yfirstjórnin komin á slysstað
Þota með þrjú hundruð og þrjátíu farþega brotlenti. Mikill eldur braust út. Farþegar þeyttust úr flakinu og lágu dreifðir um stórt svæði, margir mjög illa slasaðir. Yfirstjórnin er komin á slysstað og skipuleggur björgunarstarf.
Kastljósið og kjaftahamurinn
Þá finnst mér Kastljósið rísa hæst í umræðum um kreppuna, þegar því tekst að láta viðmælendur sína komast í þannig kjaftaham að þeir gleymi að fela sig og standi berir fyrir framan þjóðina. Það mætti gerast oftar.