Tryggvi Þór og Sigmundur Davíð

Það væri vafalítið gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eins og málum er háttað, að nýr maður yrði kosinn formaður flokksins. Maður sem minni líkur eru á að sé marineraður í anda flokkseigenda. Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að hægt sé að treysta Tryggva Þór þótt ekki blasi við hvernig honum gengi að fást við gamla ráðríkið.

Lesa áfram„Tryggvi Þór og Sigmundur Davíð“

Frambjóðendur og hagsmunatengsl

Í febrúar birti dagblað svör nokkurra frambjóðenda um fjárhagsstöðu þeirra. Eignir, skuldir og hagsmunatengsl. Það sem kom á óvart í þeirri könnun var hvað margir neituðu að svara. Alltaf dettur manni í hug að sá sem ekki vill svara slíkum sjálfsögðum spurningum hafi eitthvað að fela. En hafi frambjóðandi eitthvað að fela þá á ekki að kjósa hann.

Lesa áfram„Frambjóðendur og hagsmunatengsl“

Að skipa í stöðu eða setja

Lög eru huglægt fag. Menn skilja þau og túlka frá ýmsum sjónarhornum. Þegar lögmenn glíma með lögum kemur þetta berlega í ljós. Það hlýtur að vera flókið að vera dómari og eiga að ákveða hvaða túlkun skuli taka mið af við dómsuppkvaðningu. Óljóst er hvort réttlæti nái oftar fram en ranglæti, enda má lengi spyrja: Hvað er réttlæti?

Lesa áfram„Að skipa í stöðu eða setja“

Útlitið versnaði um helgina

Í fyrsta lagi urðu að engu vonir um að Framsóknarflokkurinn ætlaði að blása nýjum vindum í stjórnmálin. Þegar stjórnmálaflokkar ákveða að hafa ekki prófkjör þá hefur mér alltaf sýnst að á bak við þær ákvarðanir séu myrkraöflin. Þeir sem telja sig eiga flokkana. Þeir krefjist þess að stillt sé upp á listana svo þeir ráði mannvalinu. Það er böl.

Lesa áfram„Útlitið versnaði um helgina“