Ég gerið það að tillögu minni að nafn Samfylkingarinnar verði lagt niður og Alþýðuflokksnafnið tekið upp í staðinn, á næsta landsfundi Samfylkingarinnar. Það væri vel við hæfi nú þegar kosinn verður nýr formaður. Einnig eru líkur á veðrabrigðum í landspólitíkinni og vel við hæfi að tefla fram stjórnmálaflokki sem einkennir sig með gömlu gildunum.
Breiðavíkurdrengir – af hverju ekki löngu fyrr?
Furðulegt að þetta var ekki gert fyrr en í morgun. Eftir allan þennan tíma. Alveg var ég handviss um að ríkisstjórn Geirs Haarde hefði beðið drengina fyrirgefningar strax þegar málið kom upp. Af hverju ætli það ekki hafa verið gert? Gæti mönnum hafa fundist þeir lúta of lágt með því?
Skrípaleikur á Alþingi
Það eru orð að sönnu sem Staksteinar dagsins segja um framkomu stjórnarandstöðunnar á Alþingi. Það kemur í ljós að sjálfstæðismenn hafa, eftir alltof langan tíma í stjórn, verið farnir að trúa því að þeir ættu Alþingi. Þeir haga sér eins og ráðríkir strákar sem fara í fýlu þegar þeir mega ekki ráða öllu.
Prófkjörsblað Sjálfstæðismanna í Kraganum
Í morgun kom í póstkassann 16 síðna kosningablað sjálfstæðismanna í Kraganum. Það er í dagblaðsformi. Blaðið heitir Prófkjör í Suðvesturkjördæmi. Forsíðufyrirsögn: Mætum til leiks með nýjan hug byggðan á gömlum gildum. Tólf frambjóðendur skreyta forsíðuna sem og formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins. .
Nýjan öflugan leiðtoga, nema Jóhanna slái til
Það er gott fyrir pólitíkina að Ingibjörg stígur til hliðar, hvort sem það eru veikindi hennar eða sterkur stjórnmálalegur mótbyr sem valda því. Vafalaust hafa báðir þættir nokkurt vægi þar um. En upp er komin ný staða hjá Samfylkingunni. Miðað við fyrri yfirlýsingar Jóns Baldvins þá mun hann draga framboð sitt til formanns til baka núna þegar Sólrún hverfur af vettvangi. En hvað tekur við?
Breiðu bökin þá og breiðu bökin nú
Það er auðvitað réttlætismál að þeir sem hafa betri kjör um þessar mundir leggi meira af mörkum í sameiginlegan sjóð þjóðarinnar til að standa undir þeim gjöldum sem steypast yfir þessi misserin. Í gegnum tíðina var þetta þannig og talað um breiðu bökin. Dugnaðarþjarka og hörkutól.
Hreinsað til – eftirlaunalögin afnumin
Gott að taka svona mál fyrir þegar stutt er til kosninga. Prófkjör hafa vafalaust haft mikil áhrif á atkvæðin. Engin viljað verða ber að því að vera á móti, svona rétt fyrir prófkjör. 34 með engin á móti. Þetta er hið allra besta mál. Það hefði samt verið ánægjulegra ef 54 hefðu verið með. Það væri fróðlegt að sjá nöfnin sem kusu með. Ætli þess sé kostur?
Litla Gunna og Stóri Jón
Í Viðskiptablaði Moggans í morgun, nánar tiltekið neðst á öftustu síðu, er Útherjagrein, tveggja dálka og 9 sentímetra, sem ber yfirskriftina „Bilið milli fátækra og ríkra minnkar dag frá degi.“
Flokkurinn fór frá mér
Ýmsir hafa spurt mig, sumir undrandi og aðrir álasandi, hvort ég sé að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn þar sem ég hafi haldið hús í meira en 50 ár. Byggja þeir spurningarnar á pistlum mínum á heimasíðunni undanfarið. Þykir karlmönnum nóg um og einstaka konu líka. Þá hafa einn og einn með háðsku glotti spurt hvort ekki sé allt í lagi í toppstykkinu.
Fallinn down er Bretinn Brown
Sagt var frá því í hádegisfréttum útvarps að skorað væri á Gordon Brown að gangast við ábyrgð á hruni fjármálakerfis Bretlands. Hann hafi þverneitað því. Saklaus eins og dúfa væntanlega, í speglinum heima hjá sér.