Alþýðuflokkur í stað Samfylkingar

Ég gerið það að tillögu minni að nafn Samfylkingarinnar verði lagt niður og Alþýðuflokksnafnið tekið upp í staðinn, á næsta landsfundi Samfylkingarinnar. Það væri vel við hæfi nú þegar kosinn verður nýr formaður. Einnig eru líkur á veðrabrigðum í landspólitíkinni og vel við hæfi að tefla fram stjórnmálaflokki sem einkennir sig með gömlu gildunum.

Lesa áfram„Alþýðuflokkur í stað Samfylkingar“

Skrípaleikur á Alþingi

Það eru orð að sönnu sem Staksteinar dagsins segja um framkomu stjórnarandstöðunnar á Alþingi. Það kemur í ljós að sjálfstæðismenn hafa, eftir alltof langan tíma í stjórn, verið farnir að trúa því að þeir ættu Alþingi. Þeir haga sér eins og ráðríkir strákar sem fara í fýlu þegar þeir mega ekki ráða öllu.

Lesa áfram„Skrípaleikur á Alþingi“

Nýjan öflugan leiðtoga, nema Jóhanna slái til

Það er gott fyrir pólitíkina að Ingibjörg stígur til hliðar, hvort sem það eru veikindi hennar eða sterkur stjórnmálalegur mótbyr sem valda því. Vafalaust hafa báðir þættir nokkurt vægi þar um. En upp er komin ný staða hjá Samfylkingunni. Miðað við fyrri yfirlýsingar Jóns Baldvins þá mun hann draga framboð sitt til formanns til baka núna þegar Sólrún hverfur af vettvangi. En hvað tekur við?

Lesa áfram„Nýjan öflugan leiðtoga, nema Jóhanna slái til“

Hreinsað til – eftirlaunalögin afnumin

Gott að taka svona mál fyrir þegar stutt er til kosninga. Prófkjör hafa vafalaust haft mikil áhrif á atkvæðin. Engin viljað verða ber að því að vera á móti, svona rétt fyrir prófkjör. 34 með engin á móti. Þetta er hið allra besta mál. Það hefði samt verið ánægjulegra ef 54 hefðu verið með. Það væri fróðlegt að sjá nöfnin sem kusu með. Ætli þess sé kostur?

Flokkurinn fór frá mér

Ýmsir hafa spurt mig, sumir undrandi og aðrir álasandi, hvort ég sé að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn þar sem ég hafi haldið hús í meira en 50 ár. Byggja þeir spurningarnar á pistlum mínum á heimasíðunni undanfarið. Þykir karlmönnum nóg um og einstaka konu líka. Þá hafa einn og einn með háðsku glotti spurt hvort ekki sé allt í lagi í toppstykkinu.

Lesa áfram„Flokkurinn fór frá mér“