Mér þótti gott að heyra Geir Haarde biðjast afsökunar á landsfundi sjálfstæðismanna í gær. Sá það og heyrði í sjónvarpsfréttum. Þeirri hugsun skaut þó niður í kollinn á mér að þetta hefði hann átt að gera löngu fyrr og játa mistökin, sem auðsæ voru, fyrir alþjóð. Og púkinn í mér hvíslaði: „Ætli sjálfstæðismenn einir séu þjóðin í augum ráðherra flokksins.?“
Blaðaútgáfa í fjötrum
Yfirleitt hef ég hvern dag með því að lesa Morgunblaðið og Fréttablaðið. Pappírsútgáfu þeirra. Þvínæst opna ég tölvuna og les netblöðin. Það er urmull af þeim. Mér virðist þau öll með sama merki brennd. Þau tala þjóðarsálina niður.
Vér viljum gera fátæktina útlæga
Í bókinni Fólk í fjötrum, eftir Gylfa Gröndal, rithöfund, ber einn kaflinn þetta heiti sem ég valdi á pistilinn. Í bókinni er mikill fróðleikur um baráttu verkalýðstéttarinnar á Íslandi. Þar segir meðal annars frá stofnum fyrsta Alþýðublaðsins, sem kallað er Alþýðublaðið gamla, en fyrsta tölublað þess kom út 1. janúar 1906.
Sautján kræklur og kosningar til Alþingis
Fyrstu hríslurnar sem við Ásta keyptum til að gróðursetja voru kræklur. Það var í Skógræktarstöðinni í Fossvogi. Þetta var um haust. Allar flottar og stoltar hríslur voru uppseldar og kræklurnar sem eftir voru stóð ekki til að selja. En okkur leist vel á þær. Fengum þær eftir ákafa beiðni. Fyrir fáeinar krónur.
Unun, andstreymi, Mogginn og fleira
Fórum í sveitina okkar á föstudag. Út í vorið, eins og sönghópurinn kallar sig. Á móti okkur tók blessuð blíða. Þannig orðar eldra fólk það. Logn, úrkomulaust, hiti + 10°C. Við fögnuðum og önduðum djúpt. Laugardagurinn enn ljúflegri. Framan af. Unun.
Frambjóðendur, hamist nú
Því meira sem þið tjáið ykkur, í blöðum, í útvarpi og sjónvarpi, á bloggsíðum og hreinlega allsstaðar þar sem þið komið því við, endilega tjáið ykkur sem mest þið megið. Þannig tekst okkur almenningi að sjá inn í ykkur og reyna að skilja hvaða mann þið hafið að geyma, hvaða mál sem okkur varða hvíla á hjörtum ykkar og hvort þið í raun hafið eitthvert erindi á þing.
Að lofta út á Mogganum
Pistill í Mogganum í morgun ber heitið „Loftið út, Þorgerður K. og Illugi!“ Það er hægt að taka undir margt af því sem þar er sagt um að nýir leiðtogar þurfi að gefa strax réttan tón. Reikna má með að allir kjósendur séu sammála um það og viðhorf almennings telji sjálfsagt, á þessum tímum, að stjórnmálamenn hætti að telja sig hafna svo hátt yfir kjósendur sína að þeir séu ekki svaraverðir.
Helgi og Hannes – og tuttugu prósentin
Það hefur verið fremur kuldalegt að mæta í bugtinni við Ægisgarð síðustu daga. Norðaustan vindur feykti snjónum eftir malbikinu og safnaði honum við gangstéttarbrúnirnar. Lítill skafl hefur myndast undir bekknum sem félagarnir gjarnan setjast á þegar þeir hittast og ræða málin.
Daginn eftir prófkosningar
Nú er að koma mynd á framboðslista stjórnmálaflokkanna. Þá er komið að kjósendum að vega og meta málefnin og fólkið og reyna að finna út hvort eitthvað af þeim er nægilega eftirsóknarvert til að toga kjósendur á kjörstað. Ekki verður sagt að endurnýjun á framboðslistunum hafi orðið eins mikil og vænst var.
HB Grandi – höfðingjar og þrælar
Peningamenn eru að sjálfsögðu alltaf peningamenn. Það er alveg sama hvað þeir eiga og hafa mikið af þeim, það er aldrei nóg. Eðli málsins vegna er það þó þannig með peninga að þegar þeir safnast á fárra hendur þá hefur þeim verið rakað saman af öðrum.