Landsfundur, saltfiskur og fyrirgefning

Mér þótti gott að heyra Geir Haarde biðjast afsökunar á landsfundi sjálfstæðismanna í gær. Sá það og heyrði í sjónvarpsfréttum. Þeirri hugsun skaut þó niður í kollinn á mér að þetta hefði hann átt að gera löngu fyrr og játa mistökin, sem auðsæ voru, fyrir alþjóð. Og púkinn í mér hvíslaði: „Ætli sjálfstæðismenn einir séu þjóðin í augum ráðherra flokksins.?“

Lesa áfram„Landsfundur, saltfiskur og fyrirgefning“

Frambjóðendur, hamist nú

Því meira sem þið tjáið ykkur, í blöðum, í útvarpi og sjónvarpi, á bloggsíðum og hreinlega allsstaðar þar sem þið komið því við, endilega tjáið ykkur sem mest þið megið. Þannig tekst okkur almenningi að sjá inn í ykkur og reyna að skilja hvaða mann þið hafið að geyma, hvaða mál sem okkur varða hvíla á hjörtum ykkar og hvort þið í raun hafið eitthvert erindi á þing.

Lesa áfram„Frambjóðendur, hamist nú“

Að lofta út á Mogganum

Pistill í Mogganum í morgun ber heitið „Loftið út, Þorgerður K. og Illugi!“ Það er hægt að taka undir margt af því sem þar er sagt um að nýir leiðtogar þurfi að gefa strax réttan tón. Reikna má með að allir kjósendur séu sammála um það og viðhorf almennings telji sjálfsagt, á þessum tímum, að stjórnmálamenn hætti að telja sig hafna svo hátt yfir kjósendur sína að þeir séu ekki svaraverðir.

Lesa áfram„Að lofta út á Mogganum“

Daginn eftir prófkosningar

Nú er að koma mynd á framboðslista stjórnmálaflokkanna. Þá er komið að kjósendum að vega og meta málefnin og fólkið og reyna að finna út hvort eitthvað af þeim er nægilega eftirsóknarvert til að toga kjósendur á kjörstað. Ekki verður sagt að endurnýjun á framboðslistunum hafi orðið eins mikil og vænst var.

Lesa áfram„Daginn eftir prófkosningar“